Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 52
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR28 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is ANNA FRANK (1929-1945), höfundur Dagbókar Önnur Frank, lést þennan dag. „Þrátt fyrir allt, trúi ég á hið góða í manneskjunni.“ Evrópusamtök hjúkrunarfélaga, EFN, halda aðalfund sinn á Íslandi í dag og á morgun. Félag íslenskra hjúkrunar- félaga, FÍH, gerðist aðili að samtök- unum í mars árið 1998 en þetta er í fyrsta sinn sem EFN fundar hérlendis. „Aðild að þessum samtökum er mjög mikilvæg því innan þeirra er afar breið þekking sem nýtist okkur á Íslandi við ákvarðanatöku um mótun okkar heilbrigðisstefnu. Aðildin gefur okkur jafnframt möguleika á að fylgj- ast með og hafa áhrif á stefnu ESB um heilbrigðismál en við höfum bein áhrif á og tökum þátt í heilbrigðisstefnumót- un innan EFN,“ segir Jón Aðalbjörn Jónsson, alþjóðafulltrúi FÍH, en EFN er ráðgefandi vettvangur hjúkrunar- fræðinga gagnvart ESB og EES. EFN rekur skrifstofu í Brussel og aðalfundinn á Íslandi sækja aðilar frá hjúkrunarfélögum nærri þrjátíu landa Evrópu auk alþjóðastofnana. „Þau mál sem EFN fjallar um eru meðal annars menntunarmál hjúkr- unarfræðinga, starfssvið þeirra og möguleiki á að flytjast á milli landa. Ég, sem alþjóðafulltrúi FÍH, sæki þessa fundi þegar við á þar sem unnið er með vinnuhópum innan EFN. Í þeim nefndum er farið yfir ýmis efni. Meðal þess má nefna að unnið er að stefnu- mótun fyrir öryggi sjúklinga og gæði í hjúkrun. Fagleg símenntun sem trygg- ir að sjúklingar séu í umsjón fagmann- eskju sem viðheldur sinni menntun er ofarlega á baugi og farið er yfir afleið- ingar sem frumvörp um tilskipun um heilbrigðismál, sem Evrópubandalagið er að undirbúa, kann að hafa á hjúkrun og heilbrigðismál þjóða.“ Innan EFN er einnig ráðgefandi nefnd um vinnuafl sem fjallar um manneklu í hjúkrun sem er allsráð- andi um allan heim. Þá er fjallað um siðareglur, ráðningaraðferðir og allt sem snýr að hjúkrunarstarfinu almennt. Á aðalfundi EFN verða til umræðu hagsmunamál og áætlana- gerð vegna komandi starfsárs og ber þar hæst umræðu um endurskoðun á tilskipun ESB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sem nú stendur yfir. En hvernig standa íslenskir hjúkr- unarfræðingar í dag? „Staða þeirra er sterk í krafti námsins. Námið er vel uppbyggt og nýtur þess að vera nánast alls staðar viðurkennt. Þar sem það hugsanlega er ekki viðurkennt er það vegna þess að ekki er búið að fara formlega í gegnum ferlið í viðurkenn- ingunni. Þá eru íslenskir hjúkrunar- fræðingar eftirsóttir erlendis.“ juliam@frettabladid.is EVRÓPUSAMTÖK HJÚKRUNARFÉLAGA: AÐALFUNDUR Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI Aðild Íslands er mikilvæg NÁMIÐ GOTT Jón Aðalbjörn Jónsson, alþjóðafulltrúi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir stöðu íslenskra hjúkrunarfræðinga á alþjóðagrundu sterka, sérstaklega vegna vandaðs náms hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á þessum degi árið 1989 var fyrsti áfangi nýrrar K-álmu Landspítala, geislameðferðargreining, formlega opnaður. Nýja byggingin hafði mikið að segja fyrir aðstöðu krabbameinslækninga á spítalanum og munaði þar mestu um línuhraðal, tæki sem koma átti meðferð fyrir krabbameins- sjúklinga „í nútímalegt horf“ eins og Þórarinn E. Sveinsson, yfirlæknir krabbameinslækningadeildar Landspítala, orðaði það. Tækið var annað sinnar tegundar sem sett var upp í Evrópu. Lionsfélagar áttu heiðurinn að söfnun fyrir tækinu en það kostaði 45 milljónir króna. Fram- kvæmdir við K-bygginguna stóðu yfir í fjögur ár þegar þessum fyrsta áfanga af þremur var lokið en byggingin átti að hýsa deildarrými krabbameinslækningadeildar, röntgen- og mynd- greiningardeild, skurðstofur og gjörgæsludeild, alls 8.700 fermetra rými. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði við opnunina að K-byggingunni væri ætlað að tryggja hæfu starfsfólki búnað og aðstöðu til að sigrast á flóknum vandamálum. ÞETTA GERÐIST: 31. MARS 1989 Bætt aðstaða fyrir krabbameinslækningar Lífræn sauðfjárrækt er inn- tak námskeiðs sem Endur- mennt LbhÍ og Vottunar- stofan Tún ehf. standa fyrir í Tjarnarlundi í Saurbæ, Dölum, á föstudag. Námskeiðið hentar eink- um þeim sem vilja fræðast um möguleika á upptöku líf- rænna aðferða og á mark- aðssetningu lífrænna sauð- fjárafurða. Lífræn aðlögun, fyrirbyggjandi aðferðir við vandamálum sem tengjast beitarstjórnun, heyöflun og sjúkdómum og skýrsluhald, eftirlit og vottun lífrænnar sauðfjárræktar er á meðal þess sem þar verður fjallað um. Námskeiðið stendur yfir frá klukkan 12.45 til 17 á föstudag. Umsjón hefur Ásdís Helga Bjarnadótt- ir. Verð er 14.000 krónur. Nánar á natturan.is. Lífrænn búskapur SAUÐFÉ Fjallað verður um lífræna sauðfjárrækt og markaðssetningu á lífrænum sauðfjárafurðum á námskeiðinu. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þórey Einarsdóttir kennari, Mávahlíð 23, Reykjavík, lést á Krabbameinslækningadeild Landspítalans föstudaginn 25. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. apríl kl. 15.00. Smári Þórarinsson Örvar Þóreyjarson Smárason Birgitta Birgisdóttir Vala Smáradóttir Illugi Torfason Adda Smáradóttir Alda Örvarsdóttir og Þórey Illugadóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eberhardt Marteinsson Hvassaleiti 17, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 27. mars. Hann verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 15.00. Marteinn Eberhardtsson Steinunn Ragna Hauksdóttir Einar Eberhardtsson Hellen S. Helgadóttir Karen Eberhardtsdóttir Hilmar Eberhardtsson barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Heiðbjört Hlín Kristinsdóttir frá Litla-Garði, Eyjafjarðarsveit, lést mánudaginn 21. mars. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Kjarnalundi svo og starfsfólks Heimahlynningar. Sigríður Benediktsdóttir Sverrir Sverrisson Harry Ólafsson Ásdís Ívarsdóttir Kjartan Ólafsson Þuríður Þorsteinsdóttir Inga Ólafsdóttir Sveinbjörn Daníelsson Kristín Gestsdóttir Sigurður Jóhannsson Ármann Ólafsson og fjölskyldur. Okkar ástkæri Eyþór Ágústsson fæddur í Flatey á Breiðafirði, búsettur í Stykkishólmi, varð bráðkvaddur í Flatey þann 24. mars sl. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Við bendum á minningarkort Flateyjarkirkju (Guðrún Marta Ársælsdóttir og Sigurborg Leifsdóttir). Dagbjört S. Höskuldsdóttir Óskar Eyþórsson Helga Sveinsdóttir Ingveldur Eyþórsdóttir Aðalsteinn Þorsteinsson Helga Finnbogadóttir Höskuldur Þorsteinsson og barnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Kristjana Sigtryggsdóttir lést á Kristnesspítala 28. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju 8. apríl kl. 13.30. Aðalheiður K. Ingólfsdóttir Þorvaldur S. Aðalsteinsson Sigfríð Ingólfsdóttir Bjarni Hólm Valgeirsson barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.