Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 65
FIMMTUDAGUR 31. mars 2011 41 HANDBOLTI Aron Kristjánsson er á heimleið eftir tæpa ársdvöl í Þýskalandi þar sem hann var að þjálfa hjá úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf. Honum var sagt upp störfum hjá félaginu fyrir nokkrum vikum en er enn á fullum launum þar sem samningur hans rennur út árið 2012. „Ég á enn í viðræðum um starfslok og er boltinn í raun hjá félaginu. Ég er í raun að verða vit- laus á biðinni,“ sagði Aron í sam- tali við Fréttablaðið í gær. „Staðan á málinu er afar viðkvæm en ég vonast til þess að þetta hafist á næstu vikum.“ Aron stefnir að því að koma heim til Íslands í næstu viku með fjölskyldu sinni. „Fjölskyldan mun alla vega flytja heim og það er svo spurning hvað gerist hjá mér. Ég er enn á launum hjá félaginu og þarf að vera skráður í Þýskalandi á meðan svo er. En félagið veit vel að það er mín ósk að flytja heim til Íslands og það er örugglega ekki hagur félagsins að halda þessu óbreyttu. Þeir vilja semja en ég er enn að bíða eftir svari.“ Aron hefur fullan hug á því að halda áfram þjálfun en hann hefur gert það gott með Hauk- um hér á landi og Skjern í Danmörku. „Ef tækifæri gefst á Íslandi verður það minn fyrsti kostur. Mér berast reglulega fyrirspurnir en ég hef ýtt því frá mér sem ekki kemur frá Íslandi,“ segir Aron en hann hefur þó ekki hafið viðræður við neitt íslenskt félag. „Ég hef sagt við þá sem ég hef talað við að ég geri ekkert fyrr en mín mál eru útkljáð hér. Það skipt- ir mestu máli og þá get ég byrjað að hugsa um næsta skref.“ - esá Aron Kristjánsson á enn í viðræðum við þýska félagið Hannover-Burgdorf um starfslok: Fyrsti kostur að þjálfa á Íslandi næsta vetur ARON KRISTJÁNSSON Hér á hliðarlínunni í leik með Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni. NORDIC PHOTOS/BONGARTSHANDBOLTI Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahafnar og einn aðalstyrktaraðili Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, ætlar ekki að hætta að styrkja félagið á næstu árum. Nielsen tilkynnti í dögunum að hann ætlaði að styrkja AG með því að fá Íslendingana þrjá hjá Löwen, þá Ólaf Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Val Sigurðsson, til Danmerkur fyrir næsta tímabil. Þá hefur hann einnig hug á að fá Karol Bielecki, sem og Krzysztof Lijewski sem ætlaði að fara til Löwen í sumar. „Ég er stoltur stuðningsaðili Löwen og verð áfram. Samningur félagsins við Pandora, fyrirtæki mitt, rennur út árið 2012 en ég mun vera áfram hjá félaginu að minnsta kosti til 2015,“ sagði Nielsen við þýska fjölmiðla. - esá Jesper Nielsen: Mun áfram styrkja Löwen KASI-JESPER Ætlar sér stóra hluti með AG en mun samt halda tryggð við Rhein-Neckar Löwen. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, er vongóður um að honum takist að styrkja leikmannahóp liðsins með 2-3 nýjum leikmönnum. Félagið er á höttunum eftir nýjum markverði, þar sem Edwin van der Sar mun leggja hanskana á hilluna í sumar. Þá hefur Hol- lendingurinn öflugi Wesley Sneij- der hjá Inter verið sterklega orð- aður við United. Jack Rodwell hjá Everton kemur einnig til greina. „Við erum með ákveðna menn í huga og ég held að það sé engin spurning að við munum fá tvo eða þrjá nýja menn í sumar,“ sagði Ferguson við enska fjölmiðla. „Glazer-fjölskyldan [eigendur United] hafa alltaf veitt okkur stuðning þegar kemur að því að styrkja liðið.“ - esá Sir Alex Ferguson: Vill fá 2-3 leik- menn í sumar STJÓRINN Sir Alex Ferguson ætlar að styrkja leikmannahóp United í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nánast frágeng- ið að Ísland muni spila vináttu- landsleik við Ungverja hinn 10. ágúst næstkomandi. Leikurinn fer fram ytra en það hefur tíðkast undanfarin ár að landsliðið spili á Laugardalsvelli í ágústmánuði. Leikurinn yrði fyrsti vináttu- landsleikur Íslands á árinu en landsliðið leikur gegn Danmörku heima og Noregi ytra í byrjun september. Þeir leikir eru í undankeppni EM 2012. Þetta er sterkasti andstæðing- urinn sem Ísland hefur mætt í vináttulandsleik í nokkurn tíma en Ungverjaland er í 36. sæti heimslistans og skoraði þrjú mörk í útileik gegn Hollandi nú fyrr í vikunni. Leikurinn tapaðist þó, 5-3. - esá A-landslið karla í knattspyrnu: Leikið við Ung- verja í ágúst VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 THE GOL F CHANNE L EIN FLOT TASTA SJ ÓNVARP SSTÖÐ SI NNAR TEGUND AR Í HEIM INUM FY LGIR FRÍT T MEÐ ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT . SJÓNVARPSSTÖÐVAR STÓRLIÐANNA CHELSEA, MAN. UTD. OG LIVERPOOL FYLGJA FRÍTT MEÐ ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2. Masters, Meistaradeildin og fleira á Stöð 2 Sport The Masters - flottasta golfmót ársins Barcelona og Real Madrid mætast tvisvar! Malasíu- og Shanghai-kappaksturinn í Formúlu 1 8 liða úrslit í Meistaradeild Evrópu Stjörnurnar í NBA úrslitakeppninni Strákarnir okkar í þýska handboltanum Amir Kahn mætir í hringinn Úrslitin í Iceland Express deildinni Man. Utd. mæta Man. City í enska bikarnum Stóru liðin mætast á Stöð 2 Sport 2 Fjórar umferðir og rúmlega 40 leikir í beinni. Manchester United - Fulham, 9/4 Liverpool - Manchester City, 11/4 Arsenal - Liverpool, 17/4 Chelsea - Tottenham, 30/4 Newcastle - Man. Utd 19/4 Tottenham - Arsenal 20/4 Arsenal - Man. Utd. 1/5 Sunnudagsmessan með Gumma Ben og Hjörvari Hafliða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.