Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 70
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR46 SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Þetta er alveg úr lausu lofti gripið,“ segir Sölvi Blöndal tón- listarmaður. Vísir.is greindi frá því í gær að hljómsveitin Quarashi væri að íhuga endurkomu í sumar. Sagði í frétt á vefnum að sveitin myndi leika á tónleikum á útihátíð í júlí sem kallast Besta hátíðin. Sölvi Blöndal, sem var höfuðpaur sveit- arinnar, kvaðst koma af fjöll- um yfir þessum fréttum þegar Fréttablaðið náði í hann í gær. „Maður fer nú ekki að vekja upp þennan dauða hest. Eins vænt og mér þykir um Quarashi þá er þetta ekki að fara að gerast.“ Sölvi er búsettur í Stokk- hólmi en er í stuttri heimsókn á Íslandi. Hann er menntaður hag- fræðingur og hefur undanfarið starfað í Seðlabanka Svíþjóðar. „Ég er að vinna rannsóknar- verkefni fyrir Seðlabankann í Svíþjóð. Á kvöldin sinni ég svo tónlistarþörfinni,“ segir Sölvi. Þó að önnur verkefni hafi tekið við síðan hann var í Quarashi seg- ist Sölvi ekki geta sleppt því að vinna að tónlist. „Ég er að vinna með sænskri stelpu og það er von á efni frá okkur með vorinu. Það gæti komið lag í spilun í apríl eða maí.“ - hdm Fer ekki að vekja upp þennan dauða hest QUARASHI ER HÆTT Sölvi Blöndal segir ekkert hæft í fréttum þess efnis að Quarashi muni snúi aftur. Hann starfar nú hjá Seðlabanka Svíþjóðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjöldi íslenskra hljómsveita, þar á meðal Amiina, Eberg, Nóra og Rökkurró, kemur við sögu á tveimur safnplötum til styrktar fórnarlömbum harmfaranna í Japan. Það er japanska útgáfufyrirtækið Rallye sem stendur fyrir safnplötunum. Þær heita Pray for Japan (with Music) Vol. 1 og Vol. 2. Sú fyrri er þegar komin út á iTunes úti um allan heim og sú síðari kemur út 6. apríl. „Eigandi fyrirtækisins sendi út hjálparkall til að geta gefið út þessa safnplötu og bað um tónlist. Við erum búin að vera í svo miklu sambandi við Japana og við vorum öll í sjokki eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Það vildu allir leggja sitt af mörkum í verk- efnið,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, samstarfs- aðili Amiinu. Hljómsveitin er einmitt nýbúin að skrifa undir útgáfusamning við Rallye og kemur nýjasta plata hennar, Puzzle, út í Japan í næsta mánuði. Rallye hefur áður gefið út plötur með Eberg og Rökkurró í Japan en núna er Amiina sem sagt að bætast í hópinn. Á meðal annarra íslenskra flytjenda á plötunum eru Hellvar, Kira Kira og 7oi sem samdi glænýtt lag fyrir útgáfuna. Erlendar indísveitir á borð við Au Revoir Simone og Kyte eiga einnig lög á plötunum. - fb Styðja fórnarlömb á safnplötum „Það borgar sig stundum að vera pattaralegur,“ segir Víkingur Krist- jánsson, sem leikur stórt hlutverk í nýrri auglýsingu fyrir hina smá- vöxnu bílategund BMW-bílarisans, Mini Cooper. Auglýsingin var tekin upp hér á landi fyrir skemmstu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins sótti annar hver leikari á landinu um að komast í umrædda auglýsingu enda hafði sú saga geng- ið fjöllum hærra í leikarabransan- um að starfið væri vel borgað og jafnvel talað um sjö stafa tölur í því samhengi. Víkingur viðurkenn- ir að hann hafi fengið ágætis laun og bætir því við að félagar hans í leikhúsinu hafi á tímabili hald- ið að hann hefði orðið snögglega ríkur á bílaauglýsingunni. „Svo var nú ekki. En þetta var ágætlega borgað.“ Tökurnar fóru fram vestur í Dölum en það voru True North og Eskimo sem aðstoðuðu útlendingana hér á landi. Mikil leynd hvíldi yfir tökunum enda var um að ræða 2012- týpu og því má ekkert kvisast út. „Öll myndataka var bönnuð á töku- stað og það var einhver Þjóðverji sem fylgdi bílnum við hvert fót- mál og gætti þess að engar myndir væru teknar.“ Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem jafn háleynileg auglýsing er tekin upp hér á landi því í fyrra mætti Peugeot-fyrirtæk- ið með sína nýjustu týpu hingað til lands. Þá náði ljósmyndari mynd af bílnum og fór sú mynd út um allan heim. Víkingur segir það hafa gengið ágætlega að komast inn í Mini-bíl- inn sem, eins og nafnið gefur til kynna, er af smærri gerðinni. „Og ég fékk ekkert mikið að keyra, það var einhver fyrrverandi Íslands- meistari í rallíi sem var fenginn til þess. Ég settist aðallega upp í hann í nærmyndatökum og fékk að þykjast keyra hann.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Vík- ingur reynir fyrir sér í erlendri auglýsingu og hann segir þetta hafa verið skemmtilega reynslu. „Það var gaman að sjá hvernig þetta virkaði. Við vorum reyndar óheppnir með veður seinni tökudaginn, þá snjóaði alveg heilan helling en við græddum auka tökudag í staðinn.“ freyrgigja@frettabladid.is VÍKINGUR KRISTJÁNSSON: VEL GREITT FYRIR MINI COOPER Lék aðalhlutverkið í háleynilegri bílaauglýsingu AMIINA Hljómsveitin Amiina á lag á safnplötu til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁGÆTLEGA BORGAÐ Víkingur Kristjánsson og Finnbogi Þorkell léku saman í Mini-auglýsingunni sem var tekin upp vestur í Dölum. Mikil leynd hvíldi yfir auglýsingunni og voru allar myndatökur bannaðar á tökustað. Víkingur segir það hafa gengið ágætlega að troða sér inn í bílinn og það hafi loksins borgað sig að vera svolítið pattaralegur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hljómsveitin Dikta fær góða dóma á þýsku tónlistarsíðunni Pop100. com fyrir plötu sína Get It Toget- her sem kom út þar í landi fyrir skömmu. Tónlistin er sögð ekki jafnflott og Geysir eða Sigur Rós en samt mjög góð. „Diktu tekst að láta hvert einasta lag hljóma eins og lítil sinfónía,“ skrifar gagnrýnandinn og líkir hljómsveitinni við breskar sveit- ir á borð við Snow Patrol, Travis og Manic Street Preachers. Hann bætir við að söngstíll Hauks Heið- ars Haukssonar og James Dean Bradfield úr síðastnefndu sveitinni sé svipaður. „Eftir að hafa hlustað á Get It Together er vel skiljanlegt af hverju Dikta er vinsælasta hljóm- sveit Íslands,“ skrifar hann. Eins og lítil sinfónía GÓÐIR DÓMAR Hljómsveitin Dikta fær góða dóma á þýsku tónlistarsíðunni Pop100.com fyrir sína nýjustu plötu. „Það er helst Stundin okkar sem ég horfi á með börnunum.“ Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. TILBOÐ opið alla laugardaga frá 11-14 RAUÐMAGI 890 KR/KG FISKRÉTTUR DAGSINS 1390 KR/KG LÚÐUSNEIÐAR 2390 KR/KG ÞORSKHNAKKAR 1790 KR/KG Sun 3.4. Kl. 15:00 Sun 10.4. Kl. 15:00 Sun 17.4. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Fös 1.4. Kl. 20:00 8. sýn Lau 2.4. Kl. 20:00 Mið 13.4. Kl. 20:00 Fim 14.4. Kl. 20:00 Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Brák (Kúlan) Ö Lau 2.4. Kl. 20:00 Lau 9.4. Kl. 20:00 Sun 10.4. Kl. 20:00 Lau 16.4. Kl. 20:00 Sun 17.4. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö U Ö Fös 8.4. Kl. 20:00 Þri 12.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00 U Ö Ö U Ö Ö Bjart með köflum (Stóra sviðið) Mið 6.4. Kl. 20:00 Fim 7.4. Kl. 20:00 Fös 8.4. Kl. 20:00 Lau 9.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00 Lau 16.4. Kl. 20:00 Fim 28.4. Kl. 20:00 Fös 29.4. Kl. 20:00 Fös 6.5. Kl. 20:00 Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö U U U FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.