Sameiningin - 01.05.1913, Síða 2
66
hann annars hafði að umtalsefni, klykkti út með svo lát-
andi athug’asemd: „En hvað sem öllu öðru líðr, er það
ráð mitt, að Kartagóborg sé eydd.“
Að sjálfsögðu myndi þeim brœðrum vorum, sem bitið
liafa sig fasta í þessarri skoðan eða kenning, finnast ann-
að eins ‘fyrirbrigði’ og það, er á var bent, í nútíðar-
kirkjusögu Norðmanna sannkallaðr hvalreki—ómetan-
legt happ. Því kirkjudeildin norska, sem hér er um að
rœða, er bæði fjölmenn og voldug — með 170 þúsundum
fermdra meðlima, meira en þúsund söfnuðum og 574
prestum (að meðtöldum kennurum hinna œðri kirkjulegu
skóla). Sameinaða kirkjan norska er enn stœrri en
Norska sýnódan, sem þó vitanlega er all-mikið kirkjulegt
stórveldi.
1 ritstjórnar-greininni í Tlie Lutheran var sem vita
mátti undr-mikið gjört úr ummælum kirkjufélagsforset-
ans norska; sagt, að þar mætti greinilega sjá, livert
stefndi, að því er tungumálið snerti, í öllum kirkjudeild-
um Skandínafa og Þjóðverja vestr í landi. Prestarnir
yrði fyrir sakir ástandsins í söfnuðunum að verða al-
enskir.
Oss var forvitni á, er vér höfðum lesið þetta í Gen.
(7<nmcíÞblaðinu, að sjá, hvað Norðmenn sjálfir votta í
því máli; því grunr lék oss á, að eitthvað væri ýkt eða af-
bakað í því, sem The Lutheran sagði. Eétt bráðum kemr
svo aðal-málgagn hinnar Sameinuðu kirkju Norðmanna
— Lutheraneren — með yfirfljótanlegar upplýsingar.
TJm síðastliðnar vikur liefir þar hver greinin rekið aðra
um þetta mál, grein frá ritstjóra, grein frá kirkjufélags-
forsetanum, dr. Dahl, og greinir frá ýmsum öðrum
prestum í sama félagskapnum (Hulteng, Stensrud,
Lunde, Hagen). Þar verðr ljóst, að málgagn General
Council’s liefir gjört langtum meira úr tíðindum þeim, er
það vildi flytja úr kirkjulífi Norðmanna hér í álfu, en
góðu liófi gegnir.
Ilr. Dahl segist ekki í ársskýrslu sinni neitt hafa sagt
í þá átt, að prestar í liinu norska kirkjufélagi, sem hefir
hann að forseta, þurfi í raun og veru að flytja boðskap
sinn hinn kristiíega á ensku, til þess að söfnuðunum geti