Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Síða 20

Sameiningin - 01.05.1913, Síða 20
84 Iiafi hugsað sér guð háðan mannlegu eðli, þreytanda líkamlega glímu' við Jakob. Að ending talið þér um syni guðs, sem kvonguðust dœtrum mannanna. Of langt mál yrði! hér að fara að reyna að útskýra þau dularfullu orð. En sú ályktan yðar, að þau orð sýni guð Hebrea háðan mannlegu eðli, það er að segja: að með orðunum sé átt við holdlega getin afkvætmi holdlegs guðs, og að sá guð sé Jehóva Gyðinga — sú ályktan liefir við ekkert að styðjast nema heilaspuna tóman. Þér virðizt Imeykslast mikillega á þessum sögum um guðlegar vitranir í gamla testamentinu. En sízt ætti andlegir synir aldar þessarrar að þurfa að hnjóta um þær. Því hvaða umhugsunarefni er þeim hugnæm- ara en hin stórkostlega framför, sem aldirnar — og sér í lagi þessi síðasta — eiga að hafa gefið mannkyninu? Og ef hinir fornu Hebrear stóðu oss nútíðar-mönnuim svo afar langt að baki, voru börn og smælingjar í sam- anburði við oss, livað var þá eðlilegra en að guð birtist þeim börnum og smælingjum á þann hátt, sem í mestu samrœmi var við barnslegar hugmyndir þeirra? Hvers þurfum vér? Eftir séra Hjört J. Leó, M. A. Kirkjuþing er aðsigi. Bftir fáeinar vikur komum vér saman til að rœSa sameiginleg mál og ráöa þeim til úrslita. Venjulegt er — að minnsta kosti þegar um stórmál er aiS rœSa —, að þau eru rœdd heima fyrir í söfnuSum vorum á5r en full- trúar safnaöa eru valdir, og er þaö vel; því aSeins verðr með- ferð; mála hyggileg, er á þing er komið, að menn hafi vel gjört sér grein fy.rir þeim í heimahögum. Eg vil því leyfa mér að benda á fáein atriði, sem mér virð- ast miklu máli skifta, og þörf sé að rœða á þingi því, er nú fer í hönd. Sum þeirra eru svo nauðsynleg, að vart verðr hjá því komizt að rœða þau og gjöra ályktanir um þau á þessu þingi. Og hvort sem þau verða tekin til umrœðu á þingi eða ekki, eru knýjandi ástœður til að hver söfnuðr gjöri sér ákveðna grein fyrir þeim. Bendi eg því á þau, í því trausti til safnaða og einstaklinga, að þeir gjöri það ekki svo mjög að álitamáli,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.