Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1915, Síða 10

Sameiningin - 01.01.1915, Síða 10
346 Til mannsins, sem situr heima. Hugleiðingar þessar um þörf þína—og allva vor—á betur vakanda trúarlífi koma enn fremur í opna skjöldu annarri viðbáru, sem margir hafa á takteinum. Þeir segjast gefa kristindóminum lijartanlegt samþykki sitt, en í kirkju þykjast þeir ekki þurfa að fara, að minsta kosti ekki stöðugt—af því þar sé alt af sami kristindóm- urinn, sömu trúarlærdómarnir, sama siðferðiskenningin á boðstólum. Þetta liafi þeir lært alt saman þégar í barnæsku, og hafi lítið meira gagn af því, þótt endur- tekið sé hvað eftir annað. Hugsir þíi svona, vinur minn! þá kemur sú hugsun upp um mein þau öll í sálarlífi þínu. sem eg hefi þegar talað um. Sannur kærleikur er ekki hræddur við endurtekningu; liann lifir einmitt á þeim að talsvert miklu leyti. Svo er og farið öllum lifandi áhuga fyrir hverju sem er. Þolir vináttan endurtekin ástar- orðf Hún nærist og dafnar á þeim. Þolir söngelskur maður að heyra sömu tónana aftur og aftur? Hann unir sér við þá stundum saman. Mun áhugamikill um- bótamaður trénast upp á marg-ítrekaðri framsetning ]>es,s, sem honum liggur á hjarta? Þvert á móti, hann lmmrar einmitt sýknt og heilagt á sama járninu, þangað til það er orðið heitt. Svo er um livern þann hlut, sem á ítök í hjarta þínu: Þú lieyrir sama fuglasönginn á hverju vori, kennir sömu hlýindanna, sérð sömu grænk- una, sama blómskrúðið; og þér þykir altaf vænt um vorið. Þyki þér einhver hlutur leiðinlegur og tilbivvtingai- laus, þá er orsökin alla jafna sú, að þú hefir látið þér á sama standa unr liann. Öll mannsandlit verða nokkurn- veginn eins, þegar þú rétt lítur við þeim álengdar og veitir þeim enga eftirtekt. En fari þig að langa til þess að læra eitthvað um mannlífið og manneðlið af andlitum þessum, þá finnur þú að engin tvö eru eins, og að sarna andlitið hefir alt af einhverja nýja sögu að segja þér, f hvert sinn er þú lítur á það. Ef þú ert mikið við verzlunarmál riðinn, þá munt þú

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.