Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1915, Side 18

Sameiningin - 01.01.1915, Side 18
354 Þetta lítur út eins og kraftaverk fyrir sjónum v'orum hér í Ameríku, því vér vitum, hve litlu vínbann hefir fiorkaS um afnám drykkjuskapar; en þó er úrlausnin mjög einföld. Áfengisverzlunin var öll í höndum stjórnarinnar á Rússlandi. Hún átti ekki aö eins öll drykkjuhúsin, þar sem vodka var selt í smákaupum, heldur hafði hún framleiösluna meö höndum líka aö miklu leyti. Vínbruggarar einstakir áttu markaö vöru sinnar algerlega undir stjórninni. Um annan kaupanda var ekki aö tala. Var þeim því nauöugur einn kostur aö hlýða, þegar Rússak'eisari afréö að gera þegna sína alls- gáöa. Eflaust ætlaði stjórnin ekki í fyrstu aö loka drykkj uhúsunum nema rétt um stundarsakir, til þess að greiða fyrir liösafnaöi og herferðum. En þegar þjóðin var eitt sinn komin í kynni viö algert v'ínbann, þá komst stjórnarráð keisarans að raun um það, 'að ekki myndi sér henta að taka aftur til fyrri breytni sinnar meö vínsöluna, svo arðsöm sem hún var. Fólkið reis upp sem einn maður og krafö- ist þess, að vínbannið héldist- Áhuginn varö svo almennur, aö gamlir brennivínsberserkir slógust meö og fögnuðu yfir hreyfing þessarri. Blöðin veittu fólkinu þann stuðning, sem þau gátu, og stjórnin, sem nú hafði meiri þörf en nokkru sinni áður á fylgi þjóð- arinnar, sá þann kostinn beztan, að láta undan. Árangurinn er alger umbreyting og endurfæðing Rússlands. Glæpir hafa rénað um fjörutíu af hunndraði, og betur til. Þess heyrist ekki getiö framar, að menn misþyrmi konum sinum. Margt barnið, sem aldrei hafði áður séð föður sinn ódrukkinn, leit nú á hann stórum augum og spurði móður sína: “Verður pabbi alt af svona?” Bylting þessi ber oftar á góma í samtali heldur ett stríðið sjálft, einkum meðal kvenfólksins. “Tímamót afar markverð eru runnin upp í landi voru”, ritar K Vorobyov í blaðið Riecli í Pétursborg. “Vakning sú hin andlega, sem þjóðin varð fyrir síðan stríðið hófst, ásamt með afnámi óreglunnar, er komst á um sama leyti, hefir gerbreytt öllu þjóðlífinu í augsýn vorri. Vínnautnar-afnámið umbylti andlegu lífi Rússa, að eg ekki tali tun fjárhag þeirra og félagslíf. Áhrif byltingar þessarrar eru þegar auðsæ, einkum í þorpunum. Rússnesku sveitaþorpin hafa breyzt svo gersamlega á þessum stutta tíma, að þau eru ókennileg með öllu.” Prestur nokkur, sem heima á í fylkinu Simtrisk, ritar hagfræð- isdeild stjórnarinnar á þessa leið: “Stakkaskiftum þeim verður naumast með orðum lýst, sem þorpin hafa tekið síðan vínbannið komst á. Bændurnir ganga nú allir þokkalega til fara. eir eru orðnir starfsamir og ráðsettir. Eg hefi sjálfur átt tal viö bændur, sem áður voru drykkjumenn, og heyrt þá fagna þessum nýja sið; og þeim var hrein alvara. Eg þekki til dæmis einn bónda, sem aldrei var ódrukkinn- Hann var vanur að taka síðasta hveitisekkinn á gildaskálann, og hænueggin jafnóðum og þau til féllu. Það er á- nægjulegt að horfa á mann þennan nú, þegar hann er að gera við garðhliðið fyrir framan húsið sitt, eða situr fyrir dyrum úti að

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.