Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1908, Page 9

Sameiningin - 01.03.1908, Page 9
5 styðja verklega að þessu á langaföstu þeirri, sem nú er yfir oss að líða. Hví myndi það skifta svo miklu máli, að lielgi föstutíðarinnar falli ekki niðr hjá oss íslendingum, lieldr þvert á móti verði oss enn meira virði en áðr? Það er fyrst og fremst fvrir þá sök, að sú helgi er svo ágæt vörn gegn því, að kristið fólk villist í huga sínum burt frá því, sem er aðal-atriðið í guðs orði heil- agrar ritningar og trúnni á Jesúm Krist, friðþæging- arpíslum hans og fórnardauða. Prestarnir þnrfa á þeirri vörn að lialda engu síðr en aðrir. Föstutíðin með guðs orði því, er Passíusálmarnir koma með, lieldr klerkum og ieikmönnum fast við hjarta kristindóms- opinberunarinnar. 1 annan stað er með föstuhelginni og þeim megin- sannindum kristinnar trúar, sem henni heyrir til í kirkju vorri, reist upp merki til mótmæla gegn sér- hverri þeirra hálftrúartegunda eða vantrúartegunda, sem einmitt á þessum tíma er sem óðast verið að halda að Islendingum. Föstuhelgi, sem innblásin er af anda Hallgríms Pétrssonar eins og liann birtist í Passíusálm- unum, getr ekki staðizt kenningar ‘nýju guðfrœðinnar ’ svo nefndu, né biblíu-'kritíkina’, né Únítaratrúna, né andatrúar-þvættinginn, né neitt annað, sem upp hefir verið fundið til ]>ess að særa kristna trú í lijartastað. Og í þriðja lagi er föstuhugmyndin og föstutíðar- helgin svo ágætlega vel til þess löguð að minna allan kristinn lýð á hina heilögu sjálfsafneitunarskyldu. Sú skylda er óaðskiljanleg frá trúnni á mannkynsfrelsar- ann Jesúm Krist, fórnarlíf Iians og friðþægingar- dauða. Og sé skvldu þeirri gleymt eða ekki sinnt verk- lega af kristnum mönnum, þá visnar trúin þeirra upp og verði- að dauðum eða devjanda bókstaf. Aldrei lief- ir Islendingum meir en nú á því riðið, að örýna í Jesú nafni fyrir sér l>essa skyldu; því þeir eru nú óðum eins og annað fólk, lang-helzt hér í Vestrheimi, að verða beinlínis hluttakandi í allsherjar framförunum jarð- nesku; efnahagr almennings að batna, lífsþægindin að vaxa, langt fram yfir það, sem nokkurn tíma í sögu vorri hefir verið áðr. Á slíkri tíð einkum verða menn að halda sjálfsaf- neitunarskyldunni kristilegu á lofti og með hjálp heil-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.