Sameiningin - 01.03.1908, Page 17
!3
arri hörmungaleið með sárri sorg í hjarta út af liinum
grimmu örlögum, sem hann liefir nú verið dœmdr til með
]>eim dómi, er ekki framar verðr raskað. Ó, að sjá hann
nú eftir öll hin dásamlegu kærleiksverk hans og alla liina
dýrðlegu prédikunarstarfsemi hans eiga svona bágt,
verða að sæta annarri eins meðferð, hljóta á þennan
hryllilega hátt að enda æfi sína, og geta enga minnstu
líkn eða björg veitt honum! Allt liefði þær víst viljað
gjöra fyrir liann nú; en þær gátu ekkert nema það að
gráta yfir honum. Heit kærleikstár, en beisk vonlevsis-
tár. Út af þeim tárum tók liann til máls á krossgöng-
unni. ..(irátið ekki'-segir liann—„yfir mér, en grátið
yfir sjálfum yðr og börnum yðar.“ 0g svo heldr hann
prédikan sinni áfram og gjörir þar skýra grein fyrir
þessum fyrstu orðum sínum. En af þeirri áskoran til
hinna grátandi kvenna er augljóst, að liann sjálfr er þá
ekki að hugsa um kvala-örlög sjálfs sín, heldr um liinar
hörmungarnar, er á sínum tíma myndi verða liið ólijá-
kvæmilega lilutskifti hins blindaða Gyðingalýðs þar í
Jerúsalem sem afleiðing þess, að það fólk nú einmitt
hafnaði eigin hjálpræði sínu. Hin konunglega tign
kærleikans, sem hér birtist í persónu Jesú, ætti ekki að
geta dulizt neinum, sem með opnum eyrum heyrir orð
hans þá. En svo bendir þetta langt út fyrir sig. Því að
þetta er aðal-einkenni á Jesú livar og hve nær sem til
hans sést eða heyrist á hinum jarðneska æfiferli hans —
það að vera ætíð fvrst og fremst að hugsa um aðra,
þeirra lífsþarfir, þeirra vandræði, þeirra gleði og sorg,
þeirra frelsan frá öllu illu um tíma og eilífð. Og svo
verðr þá líka öll æfisaga hans óslitin, heilög fórnar-
gjörð, til þess að bjarga syndföllnu mannkyninu gjör-
völlu úr eymd og voða. Þessi opinberan krefst lotn-
ingar og tilbeiðslu honum til handa af oss öllum. Allir
fá hér liina sterkustu livöt til að gjörast hluttakandi í
kærleik hans, ekki að eins í því skyni að fá þaðan
huggun í sorgum lífsins og styrk í baráttu sinni út af
synd og mótlæti, heldr og í því skyni að læra að elska
eins og hann, verða fúsir til að fórna sjálfum sér ann-
arra vegna á líkan hátt og hann, eignast það hugrekki,
sem til þess útheimtist að fylgja honum eftir á kross-
ferli sjálfsafneitunarinnar alla æfina fit.
Næst skal bent á smáatriði eitt, eða það, sem í