Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1908, Page 21

Sameiningin - 01.03.1908, Page 21
 ganga í dauðann fyrir málefni það, er þeir herjast fyr- ir. Svo kenndn Pelagíarnir um Krist í fornöld. Svo kenna Únítarar nú á dögum. Og margir frœðimenn þeir, er nýtízku-guðfrœðinni fylgja, lialda því fram, að guðspjöllin sjálf leggi enga þá áherzlu á dauða Krists, sem kirkjan ávallt hefir gjört. Það sé trúfrœði Páls postula, sem liafi liafið krosá Krists upp yfir fjallrœð- una hans. Þar sem nú ])essu er haldið fram svo víða, væri það sannarlega hyggilegt fyrir kristinn mann að rann- saka nýja testmentið sitt sjálfr og komast að raun um, hvað það kennir um dauða drottins vors Jesú Krists og tilgang hans. Við slíka rannsókn hlýtr hver sann- sýnn maðr að ganga úr skugga um það, að dauði Krists er þungamiðja alls þess, sem ritað er í nýja testamentinu. Plver einasti rithöfundr talar um Krist sem dáinn og upprisinn, lifandi dýrðlegan drottin, sem með dauða sínum hafi fullkomnað ætlunarverk það, er honum var af föðurnum falið. Og þótt það sé postul- inn Pálh sem allra höfundanna mest hefir hugleitt dauða Ivrists, þá eru þgð guðspjöllin sjálf, sem full- komnast lýsa dauða Krists og svo nákvæmlega, að auð- sætt er, að liöfundar þeirra hafa talið það aðal-atriði frásagna sinna. Mestu máli varðar það þó, hverjum augum Kristr sjálfr leit á dauða sinn. Margir nýtízku-frœðimenn halda ])ví fram, að Kristr hafi ekki gjört sér grein fyr- ir örlögum sínum, er hann hóf kenningu sína. Þvert á móti ætla ])eir, að hann hafi gjört sér framan af glæsilegustu vonir um frægan sigr; og að það hafi þá fvrst komið í huga hans, að líf hans myndi hafa ömur- legan endi, er vonir l>ær fóru að bregðast liver eftir aðra. Þá fyrst hafi hann farið að sætta sig við þá hugsun, að hann vrði að láta lífið, þótt hann jafnvel þá er l)ann baðst fyrir í grasgarðinum hafi langað til að umflýja dauðann. Kú virðist þó all-auðvelt að sanna það, að Jesú hafi verið það full-1 jóst frá upphafi, að leið hans lá beint út í fórnardauða, að hann átti að vilja föður síns að láta líf sitt á krossinum fyrir syndir mann- anna. Ef vér flettum upp nýja testamentinu, tökum

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.