Sameiningin - 01.03.1908, Qupperneq 25
21
dauða í stað mannanna. Þetta er uppliaf allrar kenn
ingar lians og það, sem liann vildi að lærisveinunum
aldrei gleymdist. Þetta var það, sem liann talaði um
að þeir þá eigi gæti fullkomlega skilið, en seinna rnyndi
]>eir skilja það. Nauðsyn sú, er til þess bar, að Jesús
fórnaði lífi sínu til að friðþægja fyrir syndirnar, er
komin til af ráðstöfun guðs sjálfs ]>ví viðvíkjandi. Þá
ráðstöfun skildi Jesús frá upphafi og liugsa'ði um það
eitt að fullnœgja henni. Rit nýja testamentisins:
postulasagan, bréf þeirra Pétrs, Jóhannesar og Páls
og Hebreabréfið, minnast öll á Krist sem „þjón drott-
ins“, er spádómsbók Esajasar lýsir, og einkum lýsa
þeir höfundar því, hve hann hafi borið syndir vorar og
verið með illræðismönnum talinn. Svo aug’ljóst er, að
boðskapinn um friðþægingar-dauða Krists hafa þeir
liaft frá Kristi sjálfum. Það er auðkennd rótin af
rósinni.
Ekki var það auðvelt, að koma lærisveinunum í
skilning um þetta. Itrekaðar tilraunir gjörði Jesús til
að sannfœra ])á um það, að hann væri einmitt sá, er 53.
kapítulinn lijá Esajasi hljóðaði um. En þeir höfðu
gjört sér allt aðra hugmynd um Messías, mjög ólíka
þeirri liryggðarmynd, sem spámaðrinn liafði dregið
upp og Jesús tileinkaði sér. En þegar þeii loks skildu
og sannfœrðust, þá hertók sannleiksundr þetta svo
hugi þeirra, að frá því var kjarni og' innihald allra
kenninga þeirra þetta, sem áðr liafði hneykslað þá.
Nú fengu þeir ekki um annað talað en það, sem þeir áðr
ekki höfðu þorað að nefna.
Því meir sem stundin nálgast, því nákvæmlegar
opinberar drottinn lærisveinunum tilgang kvala sinna
og dauðans. Dauðinn er ávallt í huga hans á leiðinni
upp til Jerúsalem síðasta sinni. Er þeir brœðr Jakob
og Jóhannes gefa sig á tal við iiann á leiðinni og vilja
fá hann til að samþykkja metnaðarfullar óskir ])eirra,
segir liann við þá alvariega: „Getið ])ið drukkið bik-
arinn, sem eg drekk, eða skírzt þeirri skírn, er eg skír-
ist?4‘ Þar talar liann vitanlega um písiirnar, sem nú
biðu lians. Og litlu síðar segir hann við postulana:
„Mannins sonr er ekki kominn til ])ess að láta þjóna
sér, heldr til þess að þjóna, og til þess aö gefa líf sitt
til lausnargjalds fyrir marga.“ Þetta ei sem áfram-
hald þess, er hann áðr hafði sagt (Mark. 8, 34): „Hver