Sameiningin - 01.03.1908, Síða 35
3i
stráöar eru beinum dáinna eins og jafn-mörgum skjald-
merkjum. Svo eru stígir allir frá einum brunni til annars
og frá einum haglendisbletti til annars. Hjarta hins marg-
reyndasta arabska ættarhöfSingja tekr aö slá fljótar, j á er
hann er kominn út í eitthvert þVílíkt veglaust eyöimerkr-
svæöi og veit af sér einum þar. Maör sá, sem nú er sér-
staklega fyrir oss um aö hugsa, gat því vissulega ekki verið
þangað kominn sem hann var til þess aö leita sér skemmt-
unar. Ekki heldr var háttalag hans eins og flóttamanns;
hann leit aldrei til baka. Þá er svo stendr á, er ótti og for-
vitni þær tilfinningar, sem oftast ber mest á, en hann vai
af þeim meö öllu ósnortinn. Þá er leiðindi eru í mönnum
út af vví aö vera einmana, veröa þeir fegnir sérhverjum
félagskap: hundrinn verör kunnino-i, hestrinn vinr, og engin
minnkun verör þaö þá aö klappa þeim og kyssa þá og út-
hella yfir þá blíðuorðum. En fyrir engum slíkum vinsemd-
ar-atlotum varð úlfaldinn, hvorki í oröi eöa verki.
Rétt um hádegi nam úlfaldinn sjálfkrafa staðar og lét
til sín heyra hljóð það eða þá hina einkennilega aumkunar-
verðu stunu, sem ávallt kemr frá þ'eim skepnum, er þeim
þykir kröftum sínum ofboðið, og stundum er svo mikið til-
lit tekið til, aö þeim er veitt hvíld. Við það setti reið-
maðrinn sig í hreyfing, og var eins og hann vaknaði þá af
svefni. Hann brá upp tjaldinu, sem var yfir söðulskrínunni
(houdah), leit upp til sólar, renndi augum yfir landið allt
um kring og rannsakaði það lengi og vandlega eins og hann
væri að átta sig á bletti nokkrum, sem fyrirfram var til-
tekinn. Og er hann var ánœgðr meö rannsókn sína, dró
hann djúpt andann og kinnkaði kolli eins og hann vildi
segia: „Loksins, loksins!“ Undir eins þar á eftir kross-
lagði hann hendrnar á brjóst sitt, hneigði höfuðið og baðst
fyrir þegjandi. Eftir að hann hafði fullnœgt þessarri guð-
rœknisskyldu bjóst hann til að stíga af baki. Úr kverkum
hans kom hljóð, og vafalaust hafa uppáhaldsúlfaldar Tobs
heyrt samskonar hljóð — ikh! ikh! Það var merki bess,
að dýrið skyldi krjúpa niðr. Hœgt og hœgt fór úlfaldinn
eftir þeirri hending. Reiðmaðrinn lét fót sinn á hinn
rennilega háls úlfaldans og sté niðr á sandinn.
ANNAR KAPÍTULI.
hrír menn útlendir.
Svo var að sjá eftir því, sem þegar var komið í ljós,
að líkamsvöxtr ferðamannsins samsvaraði sér ágætlega; en