Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1908, Page 6

Sameiningin - 01.06.1908, Page 6
102 sem sáðjörð. Sé ’liún góð og hrein og vel yrkt, er fyrsta skilyrði fyrir því fengið, að þar vaxi upp þriflegar korn- stangir, sem á sínum tíma beri mikla ávexti í axi. Maðr gæti því sagt: Grjörið heimilið í sjálfu sér gott; þávaxa þar upp góð börn. Þótt út af bregði reglunni, þá mun þetta þó nokkurn veginn algildandi lögmál. Að sönnu afvegaleiðast mörg börn síðar í lífinu, þótt þan sé upp- alin á góðum heimilum. En miklar líkur eru þó oft til þess, að þau sjái að sér og betri sig aftr, rétt eins og glataði sonrinn í dœmisögu frelsarans, þegar hann minntist þess, hversu gott heimili hann hafði eitt sinn átt. Reglur eru margar kenndar fyrir því, hvernig börn skuli upp alin, en sú er reglan bezt, að heimilið sé reglu- heimili. Með því einu móti læra börnin hlýðni, að þau í öllu sjái það fyrir sér, að föstum reglurn er lilýtt á heimilinu. Það gildir lítið að skipa og skipa, eitt nú og annað þá. En þar sem allt er reglubundið, verðr það eðlilegt að hlýða reglugjörðunum sérstöku. Hér skal vikið lauslega að því ætlunarverki lieimil- isins, að vera barnaskólunum samverkandi. Skólinn er mikil og blessuð guðs gjöf. Hann hefir næst heimilinu mest álirif á börnin og' ræðr lífsstefnu þeirra. En hvor stofnunin — heimilið og skólinn — má þá ekki spilla fyiúr liinni. Yill það þó einatt verða, og er lieimilunum oftar um að kenna. Foreldrar eiga að telja það lieilaga skyldu sína, að innrœta börnunum virðingu fyrir kennurum þeirra og láta þau ávallt hlvða þeim. Yfir engum örð- ugleika kvarta kennarar meir en þeim, að foreldrarnir spilli börnunum að því er skóla-aga snertir. Foreldrar taka málstað barnanna, þegar þau verða fyrir ákúrum í skólanum, og verða óbeinlínis til þess að ala upp í þeim uppreisnar-liug og liroka. Aldrei ætti barn að heyra fundið að kennaranum eða kennslunni heima hjá sér. Þurfi eitthvað að leiðrétta, þá fari foreldrarnir til kenn- arans sjálfs, eða þeirra, sem yfir skólanum ráða. A þetta er hér bent af því að vér höfum svo iðulega orðið þess varir, að foreldrar hafa ekki athugað þetta sem skyldi. Og þetta getr oft varðað mjög miklu.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.