Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1908, Page 12

Sameiningin - 01.06.1908, Page 12
ioS menn hafi leyfi til að sldfta nm skoðun, þegar þeir sann- fœrast um, að sú skoðun, er þeir áðr liafa aðhyllzt, sé ekki rétt. Engum dettr víst í liug að neita því. En að vilja hafa frelsi til að vera eitt, en heita annað, finnst oss bera vott um allt of mikinn siðferðis- legan rugling. Það finnst oss vera vísir nýrrar sið- frœði, sem vér skoðum stórkostlega hættulega. Og sé sú nýja siðfrœði fylgifiskr nýju guðfrœðinnar, ætti það eitt með öðru að hjálpa til að gjöra hana óaðgengilega. Eg býst við því, að mér verði borið það á brýn, að eg- sé að gjöra menn tortryggilega með þessum ummæl- um mínum. Það er orðið aívanalegt, að hvenær sem bent er á einhverja annmarka hinnar nýju stefnu, er þeim, er það gjörir, borin á brýn tilhneiging til að gjöra flutningsmenn hennar tortryggilega. En þó að einlægt sé verið að ráðast á kristindóm nýja testamentisins, — gömlu stefnuna, sem svo er kölluð—, finna þeir, er það gjöra, alls ekki til þess, að þeir sé að gjöra flutnings- menn liennar tortryggilega, og það jafnvel þótt fyllilega sé gefið í skyn, live miklir andlegir vesalingar þeir sé. Sjálfr vildi eg helzt, að allt þetta tortryggnistal félli niðr. Maðr ver sig bezt fyrir tortryggni með því að koma ætíð fram lireinn og beinn. Það þurfa allir máls- aðilar að hafa hugfast. M i s s ý n i . Megin-mál ræðu, sem hr. W. H. Paulson flutti á samkomu, sem djáknanefnd Fyrsta lúterska safnaðar hafði stofnað til, íkirkju þesssafnafar mánudagskvöld n. Maí síðastl. „Systir góð! sérðu það, sem eg sé!“ Svona byrjar „Grasaferðin“, smásagan fagra eftir Jónas Hallgrímssón. Þau voru samferða heim af stekknum, systkinin, og á leiðinni spyr bróðirinn systur sína að þessu. En þurfti hann að spyrja svona ? Þau voru þarna saman. Var þá ekki svo sem sjálfsagt, að þau sæi bæði það sama? Nei, alls ekki. Menn eru oft staddir hver hjá öðr-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.