Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1908, Page 17

Sameiningin - 01.06.1908, Page 17
IT3 liefði mikill vafi leikið á um uppruna Eskimóa. Teldi margir líkleg't, að þeir væri komnir af Austrlanda þjóð- um og liefði flutzt yfir Bæringssund frá Síberíu til Al- aska. Á hinn bóginn gátu aðrir vísindamenn þess til, að þeir væri komnir af Indíönum, og fœrðu það tiL sönnun- ar, að þeir hefði siðvenjur Indíana í ýmsu, þar á meðal í því, að þeir gengi með varahnappa, því að Indíanar, allt frá McKenzie fljóti til Yukon hefði gert það. Og svo sýndist málið útroett. Þeir væri komnir af Indíön- um, en ekki af Austrlanda þióðum. En mörgum árum seinna var eftir því tekið, að Indíanar gengu með hnapp í miðri neðri vör, en Eski- móar í munnvikjunum, sinn lmapp livorum megin. Þótti þá alveg sjálfsagt að halla sér að liinni kenningunni, að þeir væri komnir af Austrlanda þjóðum. — En nú koírn upp sá kvittr, þegar Yilhjálmr Stefánsson ferðaðist þar um fyrir tveim árum, að hann liefði í gömlum rústum hjá þeim fundið varahnappa, sem væri alveg samskonar og þeir, sem Indíanar nota, og liggr því næst fyrir, nú sem stendr, að lialla sér aftr að þeirri kenningunni, að þeir sé komnir af Indíönum. Vilhjálmr þessi Stefánsson er vafalaust miklu betr að sér í sinni vísindagrein en þessir íslenzku biblíu-skýrendr í því, sem þeir eru nú allt af að fullyrða. Vilhjálmr kannast við, að niðrstöðurnar í sinni grein sé byggðar á getgátum að eins, sem líklegt sé að kunni að breytast eða falla við nýjar uppgötvanir. Vísindamennirnir íslenzku grípa hverj.a nýja getgátu, sem þeir frétta um, komi liún í bága við sannleiksgildi biblíunnar, og kalla hana vísindalega sönnun, og láta ' veðri vaka, að þetta sé nú árangrinn af þeirra eigin rannsóknum eða mannanna, sem á bak við þá standa, því þeir sé svo þaul-Lærðir og stálslegnir í þekkingunni á hinum liebreska rithætti. Ef þessir ,,skriftlærðu“ menn liefði nú fundið svo sem einn hnapp, þótt ekki væri meira, frá Salómons tíð eða Davíðs, þá víst þœttist þeir menn með mönnum. Þá hugsuðu þeir sig víst ekki lengi um að byggja sínar nýju kenningar á honum. Þá víst myndi þeir tala úr flokki og þykjast vera búnir að koma biblíunni fyrir kattarnef.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.