Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Síða 18

Sameiningin - 01.06.1908, Síða 18
114 „Systir góð! sérðu það, seru eg sé?“ Langt er nú orðið síðan þessi söfnuðr — Fyrsti lút- erski söfnuðr í Winnipeg — var stofnaðr. Margir liöf- um vér hér verið lionum samtíða um mörg ár og liaft ná- kvæmlega sömu tœkifœri til þess að þekkja hann og alH hans starf. En live undr mikið mönnum hefir missýnzt um það, hvaða verk hann væri að vinna! Sumir hafa ekkert getað séð þar annað en kúgun og yfirgang í andlegum og veraldiegum efnum. Og víst eru þeir ekki svo fáir, sem enn hafa ekki komið auga á það fegrsta í þeim félagskap, en það er líknarstarfsemin. Annars eru Islendingar lítt glöggir í þeim efnum. Islenzki skáldskaprinn ber yfirleitt vott um það og ann- ars margt annað, sem Islendingar rita. Þeir sjá miklu betr hið illa í fari manna en hið góða. Neyðin er alli- staðar á ferðinni. Þeir sjá hana. Líknin kemr á eftir, hógvær og kærleiksrík. Þeir sjá hana ekki. Oft hefir í blöðunum á Islandi verið farið sterkum orðum um hall- æri og neyð, sem þrengdi að fólki hér í landi. Aldrei sést þar getið um hina miklu líknarstarfsemi, sem hér er haldið uppi. Þegar farið var að hafa kassana hér við kirkjudyrnar til f jársamskota í því skyni að bœta úr bág- índum fátœklinga, þá var sagt frá því í blöðunum þar og aðal-áherzlan lögð á það, hve skýran votí þetta bæri um hallærisneyð hér vestra. Kærleiks-umhyggjunnar, sem á bak við þetta felst, var öldungis ekkert minnzt; líklega ekkert eftir henni tekið. Merkustu skáldsagna-höfundar annarra þjóða, sem átakanlegast lýsa neyð og böli manna, draga líka ætíð upp jöfnum höndum kærleiksmyndir þeirra, sem líkn- andi hjálparhendr rétta þeim, sem bágt eiga. Oestr Pálsson hefir komizt lengst íslenzkra skálda í því, að lýsa átakanlega böli og neyð þeirra, sem bágt hafa átt hjá þjóð vorri. En lengra komst hann ekki. Síðan hafa þau flest, íslenzku skáldin, stefnt í sömu átt, og hafa vanalega haft frá illu einu að segja. En lestr slíkra bóka, þótt vel kunni að vera ritaðar, og þótt myndirnar, sem þar eru dregnar upp, sé ef til vill alveg réttar, getr þó aldrei haft nein göfgandi áhrif.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.