Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1908, Page 28

Sameiningin - 01.06.1908, Page 28
124 ® héraði unaöarins, Aryana-Vaejo, í Asíu miðri, voru þeir * brœSr staddir, er þeir skildu, og héldu þaðan hver í sína áttina. Indland og þaö annaö af Austrlöndum, sem lengst er héðan burt, varö aösetr niöja Sems; niöjar Jafets strevmdu gegn um Norðrlönd inn i Evrópu; afkomendr Kams veltu sér yfir eyöimerkrnar viö Rauöahafiö og héldu inn í Afríku; og þótt flestir þessarra, er síðast voru nefnd- ir, hafist enn viö í tjöldum, sem sí og æ er verið aö fœra til, námu þó nokkrir þeirrra land meöfram Níl og fengu þar fasta bústaöi." Þeir þrír félagar tóku nú hver í höndina á öörum, til þess knúðir af sameiginlegri hvöt. „Myndi nokkuð fremr vera að guðlegri ráöstöfun?“ — sagði Baithasar, er hann tók aftr til máls. „Þá er vér höf- um fundið drottin, munu brœðrnir og allar kynslóðirnar, sem taka við af þeim, krjúpa á kné með oss og veita hon- um lctning. Og er vér skiljum og förum sína leiðina hver, lærir heim.r.'nn nokkuð nýtt — það, aö komast má til him- ins, ekki meö því að bera fyrir sig jarðnesk vopn, og ekki með mannlegri speki, heldr með trúnni, kærleikanum og góðum verkum." Nú varð þögn, sem þó annað veifið var rofin af and- vörpum eins og hún hins vegar var helguð af tárum; því fögnuðr sá, sem fyllti hjörtu mannanna, varö ekki stöðv- aör. Það var hin óumrœðilega gleði þeirra sálna, sem staddar eru við straum lífsins og hvílast með hinum endr- leystu í návist guðs. Bráðum hættu þeir að halda höndum saman, og gengu í einu út úr tjaldinu. Eyðimörkin var enn eins og loftið. Það var komið fast aö sólsetri. Úlfaldarnir sváfu. Skömmu síðar var tjaldiö tekið niðr og leifum máltíð- arinnar ásamt því komið fyrir í klyfjaskrinunni. Síðan stigu vinirnir á bak og lögðu á stað einn á eftir annan, Egyptinn á undan. Beint í vestr stefndu þeir inn í nætr- svalann. Ruggandi fóru úlfaldarnir áfram á jöfnu brokki, og héldu þeir strikið og gættu millibilsins svo nákvæmlega, að þeir, sem á eftir komu, sýndust stíga í spor þess, er var á undan. En þeir, sem á úlföldunum sátu, létu aldrei eitt orö til sín heyra. Smásaman kom tunglið upp. Og er þær þrjár háu hvítu myndir skunduðu með hljóðlausu fótataki gegn um hina gráleitu ljósglætu, var sem þar væri vofur á flótta : undan ömurlegum skuggum. Allt í einu leiftraði eitthvaö í loftinu framundan þeim, ekki hærra uppi en svo sem væri efst á lágum hól, eins og fuðrandi logi. Og er þeir horföu á loftsýn þessa, dróst hún saman í tindranda ljósdepil.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.