Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1908, Page 31

Sameiningin - 01.06.1908, Page 31
127 \i; komumeiri og stórskornari en asninn, ,þótt naumast sé hann \t/ eins þolinmóör. Úlfaldinn er mjög beinaber, gelgjulegr og ! grár, undir kverkinni, hálsinum og kviðnum meö löngum, strýkenndum hárskúfum, sem eru eins á lit og tóuskinn, en á I baki úlfaldans eru í baggastað skrínur og körfur, sem skríti- lega er búið um i feikna-stórum klyfsöðli. Eigandi er egypzkr maðr, smávaxinn, en liðlegr; litarháttr hans eins og ryksins á vegarstœðunum og sandanna í eyðimörkinni — þar mitt á milli. Hann er í víðum slopp — tarbooshe—,ermalaus- um, beltislausum, sem nær frá hálsi niðr að knjám, flaks- andi. Berfœttr er hann. Úlfaldinn, sem orðinn er óþolinn undir byrði sinni, stynr, og sýnir sig stundum líklegan til að bíta; en maðrinn gengr um gólf til og frá, án þess að láta neitt á sig fá, heldr í ökubandið og auglýsir í sífellu ávexti sína, sem hann segist nýkominn með úr aldingörðum Kedrons — vínber, döðlur, fíkjur, granatepli og almenn eoli. V.ð hornið, þar sem hinn þröngi stígr l'ggr út að hlað.nu, sitja konur nokkrar og styðja bökin við hina gráu steina í múrnum. Búningr þeirra er eins og tíðkasr meðal kvenna af lágum stigum þar í landi — léreftskyrtill, skósíðr, sem lauslega er dreginn saman um mittið, og blæja eða skýla, sem nógu stór er til þess að hylja bæði herðar og höfuð. Verzlunarvörur kvenna þessarra eru fólgnar i leirkrukkum nokkrum eins og þeim, sem enn eru í Austr- löndum hafðar til að sœkja vatn í úr brunnunum, og nokkr- um leðrflöskum. Innan um krukkurnar og flöskurnar eru ein sex hálf-nakin börn að leika sér; velta þau sér alla vega eftir grjót-gólfinu, taka ekkert tillit til fólkstroðn- ingsins eða kuldans, lenda oft í hættu, en verða þó aldrei fyrir meiðslum; hörund þeirra er móleitt, augun hratn- svört, hárið þykkt og dökkt, og ber þetta vott um þjóðerm ísraelsmanna. Stundum líta konurnar upp, útundan blæj- um sínum, og skýra stillilega á eigin tungumáli sínu frá því, hvað þær hafi til sölu: í krukkunum „vínberja- safa“, og í flöskunum „sterkan drykk“. Eang-oftast heyr- ast áskoranir þeirra ekki fyrir allsherjar hávaðanum, og þær eiga ervitt með að standast samkeppni hinna verzlar- anna, sem eru svo margir: vöðvagildir náungar, berleggj- aðir, í óhreinlegum kyrtlum, með langt skegg. Ganga þeir til og frá með flöskur reyrðar við bakið og œpa: „Inndæl- asta vín! Vínber frá En-Gedi!“ Ef einhver, sem er að hugsa um að kaupa, stöðvar einn þessarra manna, kemr flaskan óðar fram; eigandi lyftir fingrgómnum frá stútn- um, eftir að undir hann hefir verið brugðið bolla, sem ætið er við höndina, og úr stútnum streymir hinn blóðrauði, /# gómsœti berjalögr. /|\

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.