Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1908, Side 32

Sameiningin - 01.06.1908, Side 32
128 Naumast minna háværir eru þeir, sem eru að verzla f meö fugla — dúfur, andir, oft einnig með söngfugl þann, er bulbul nefnist og er einskonar nætrgali, en lang-helzt meö dúfur. Kaupendr, sem taka við fuglum þessurn úr netjunum, geta sjaldnast látiö vera að hugsa um hið hættu- lega líf veiöimannanna, sem í því skyni með áræði miklu verða að klifra í hömrum fjallanna, þar sem þeir ýmist hanga á höndum og fótum framan í berginu, ellegar síga í körfum lángt niðr í fjallagljúfrin. Þá eru þeir, sem eru.að kaupa sér ýmiskonar dýr — asna, hesta, kálfa, sauðkindr, jarmandi kiðlinga, afkára- lega úlfalda, — allskonar dýr önnur en svín, sem ekki mega hafa þar landsvist. Slíkir menn birtast innan um þá, sem | hafa gimsteina og gullskart til sölu, en þessir síðastnefndu eru séðir náungar, í skarlatslitum og bláum skikkjum, með feikna-stórum og þungum túrbönum á höfði, og eru þeir sér þess fyllilega meðvitandi, hvílíkt aðdráttarafl er í ljómanda silkibandi og skeranda bliki gulls hvort heldr í armbandi eða hálsmeni, ellegar fingrhring eða nasanisti. Einnig eru innan um þá, er kornið hafa til dýra- j kaupa, menn, sem húsgögn hafa á boðstólum, menn, sem hafa klæðnað til sölu, menn, sem selja smyrsl, allskonar mangarar, sem • keppast við að koma út ónauðsynlegum hlutum eigi síðr en nauðsynlegum. En þeir, sem dýrin eru að kaupa, beita allri orku við að toga þau áfram með taumböndum og strengj- um, ýmist organdi, ýmist lokkandi. Allir þeir menn, sem nú hefir verið bent á, eru þarna, — ekki einn og einn, heldr í marg-endrteknum útgáfum, — ekki á einum stað, heldr um allt sölutorgið. Þá er lesandi hefir snúið sér frá því, er blasir við á stígnum og hlaðinu, og lítr nú ekki lengr sölumennina og vörur beirra, er honum nauðsynlegt að gæta næst að gest- um og kaupendum, sem bezt er að virða fyrir sér utan borgarhliðanna, þar sem það, er fyrir augun ber, er fullt eins margbreytilegt og fjörugt; og í sannleika getr reynzt meira um tilbreytni og fjör þar sökum iþess að nú bœtast við tjöld, búðir, skálar, meira rúm, meiri fólksþyrping, i::eira frelsi í framkomu manna, og hið dýrðlega austr- , lenzka sólskin, með áhrifum þeim, sem allt þetta hefir á j áhorfanda. /|\ ,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega. Hvert númer tvær arkir heilar. Verð einn dollar um árið. Skrifstofa 118 Emily St., Winnipeg, Canada. — Hr. Jón J. Vopni er féhirðir og ráðsmaðr „Sam.“ — Address: Sameiningin, P. O. Box 689, Winnipeg, Man.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.