Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 3
195 vor er nú enn einu sinni, og það í sérstaklegum skilningi, að ganga í gegn um eldraun. Gull er prófað í eldi. Sor- inu brennr og eyðist. Hinn dýri málmr kemr hreinsaðr úr eldinum. Eða: það er verið að sálda gróðrinn, sem fram kefir sprottið í akri kirkju vorrar hér, skilja hveitið frá hisminu. Hismið fýkr burt, hverfr. Hveitið verðr eft- ir. Eða, með enn öðrum orðum—berum orðuim: Svo eða svo margir skilja sig frá söfnuðunum og kirkjufé- laginu, sem sjá eða þykjast sjá, að þeir eigi þar ekki heima. Fyrir sumum er það víst missýning. Þeir átta sig þá innan skamms á því og koma aftr, liafandi lært að meta löghelgaða trúarstefnu þess félagskapar meir, miklu meir, en áðr, og kreinan lærdóm guðs orða að sama skapi. Sumir aftr á móti lenda nú þar sem þeir eiga andlega heima og hafa einnig að undanförnu átt lieima í raun og veru, þótt ekki hafi þeir neina grein fyrir því gjört sér áðr. Raunalegt er að horfa á eftir þeim, er þeir liverfa burt. Iivöt til að biðja góðan guð fyrir þeim og sýna vilja á að veita þeim framvegis lið í því, sem mestu varðar. Hins vegar fráskilnaðrinn fyr- ir þá, sem eftir verða, fagnaðarefni miklu meira en hryggðarefni. Ný hvöt til að leggja hjartanlega rœkt við kristindóminn sinn, nota tœkifœrin til að taka fram- forum í trúnni á Jesúm Krist og orðið hans, vinna að málefni drottins innan kirkju og utan með meira kappi en áðr, gjörast fúsari en að undanförnu til sjálfsafneit- unar, glœða lijá sér kærleikann, svo hann verði sterkr, þolinmóðr, framkvæmdarsamr, meir til þess búinn að bera fram fórnir, — biðja drottin í dýpri auðmýkt, meiri alvöru, sterkari og fagnaðarríkari von en nokkru sinni fvrr. Til þess er guð áreiðanlega að knýja oss alla, er halda viljum tryggð við kristindóminn gamla, alsanna og blessaða, með mótlætisreynstu þeirri hinni sérstöku, sem kirkjufétag vort hið íslenzka túterska hér í álfu er nú að ganga gegn um. Drottinn góðr vill, að reynsla þessi verði almenningi safnaða vorra til vakningar í andlegum efnum. Sú er nú þörfin mest. Undir sjálf- um oss er það komið, hvort vér berum blessan þá hina fyrirhuguðu og drottinlegu úr býtum; því að um það

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.