Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 1
amctmngm. Mánadarrit til stuð'nings kirJcju og kristindómi íslendingcr. gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi RITSTJÓRI JÓN BJANNASON. XXIV. ÁRG. WINNIPEG, SEPTEMBER 1909. Nr. 7. Lán úr óláni. Herostratos liét þræll einn grískr í fornöld. Hann gekk innanbrjósts með brennandi þrá eftir því að verða frægr. Hann langaði til þess meir en alls annars, að sín vrði að nokkru getið — ekki að eins meðal samtíðar- fólks nær og f jær, heldr og seinna meir eftir að æfi hans væri úti hér á jörðu. En að ná því endimarki var eng- inn hœgðarleikr fyrir mann í þeirri stöðu. Þó hugsað- ist þrælnum gríska til þessa ráð. Hann fann það af hug- viti sínu, því þráin sérstaka glœddi liugvit hans stórum. Ráðið va,r það, að hann skyldi leggja eld í liofið mikla í Efesusborg í Litlu-Asíu, sem helgað var gyðjunni Díönu eða Artemis. Helgidómr sá var talinn eitt af sjö undr- um eða furðuverkum fornaldarinnar. Sennilega myndi nafn þess manns víða og lengi verða uppi, sem orkaði því að gjöra stórliýsi það að engu. Þannig ályktaði Herostratos, og honum tókst að framfylgja þeirri ályktan. Hann brenndi musterið víðfræga og varð sjálfr frægr — eða alrœmdr — fyrir afreksverk sitt. Sú frægð er sérstaks eðlis, en hún lifir í mann- kynssögunni eftir svona margar aldir, og engar líkur til, að yfir hana fyrnist úr þessu allt til heimsloka. Vor á meðal Tslendinga hér vestan hafs er nú sem óðast verið að vinna samskonar verk og það, sem gríski þrællinn vann, |)á er hann með eldkveikju sinni gjörði út af við Díönu-hofið í Efesus.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.