Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 44

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 44
236 sinni, Reynistað, hafði hann látiö gjöra stórskipabryggjui fyrir landi sínu, og varð með því fyrstr manna til að fá gufuskip þau, er um Winnipeg-vatn fara, til að lenda á þeim parti Mikleyjar. Rak hann þar og töluverða viðarverzlan jafnframt. Um mörg ár átti Helgi sæti í sveitarráði Nýja íslands, var pöstafgreiSslu- maðr—Hekla heitir pósthúsið—til dauðadags og jafnan fremstr manna til allra fyrirtœkja og framkvæmda í nágrenni sínu. Lúterska safnaðarstarfsemi studdi Helgi Tómasson meS ráSi og dáS, enda varS MikleyjarsöfnuSr, þó fámennr væri, á undan öllum söfnuSum í Nýja íslandi til aS reisa sér kirkju. Var Helgi löngum formaSr safnaSarins, en oftast, ef ekki á- vallt, í safnaSarráSinu og féhirðir safnaSarins nú árin síSiustu. Mátti svo segja, aS Helgi væri lífiS og sálin í söfnuSinum. í ágreiningsmáli kirkjufélags vors var hann mjög svo ákveSinn og eindreginn mótstöSumaSr svikastefnu nýju guSfrœSinnar, enda var hann of glöggr á ándleg efni til aS sjá ekki, aS þar er um blekking og svik aS rœSa. ViS fráfall hans missir Mikleyjar- söfnuSr einn af allra ágætustu starfsmönnum sínum og kirkju- félag vort einlægan og öflugan stuSningsmann. Helgi heitinn lézt úr garnaflœkju, lá aS eins nokkrar klukku- stundir rúmfastr, en tók út ógurlegar kvalir. Gunnar sonr hans var í þann veginn aS leggja á staS meS föSur sinn á guíuskip- inu „Highlander“ til Selkirk til uppskurSar, þegar hann dó. JarSarförin fór fram 2. Ágúst aS viSstöddum fjöl'da fólks. ÞaS er mikill mannskaSi aS Helga sál. En vitanlega sakna hans engir eins og nánustu ástvinir har.s, ekkjan ihans, synir hans og bróSir, því þaS var mjög ástúSlegt meS honum og þeitn öll- um. — Drottinn blessi þau öll, stynki og huggi. Jóh. B. Sunnudagsskóla-lexíur á fjórSa árfjórSungi 1909: I. Sunnud. 3. Okt. (17. e. trín.J : Pg. 21, 17—22, 29 fPáll orSinn bandingi — tekinn fastrj. II. Sunnud. 10. Okt. (18. e. trín.J: Pg. 22, 30—23, 35 JPáll orSinn bandingi — samsœriS aS fá hann deyddanj. III. Sunnud. 17. Okt. (19. e. trín.J: Pg. 24. kap. JPáll í böndum frammi fyrir FelixJ. IV. Sunnud. 24. Okt. ^20. e. trín.J : Pg. 25, 6—12 og 26. kap. allr fPáll í böndum frammi fyrir Festus og Agrippa). V. Sunnud. 31. Okt. (21. e. trín.J: Pg. 27, 1—26 (Táll í böndum — sjóferðinj. VI. Sunnud. 7. Nóv. (22. e. trín.J: Pg. 27, 27—28, 10 (Táll í böndum — strandj.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.