Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 39

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 39
231 Út af misiskilningi og rangfœrslum, sem fram liafa komið í sambandi við það, hvernig með ágreiningsmál kirkjufélags vors var farið á síðasta kirkjuþingi, finnum vér undirritaðir prestar kirkjufélagsins, sem erutn staddir á fundi í Winnipeg 16. Sept. 1909, oss knúða til að leggja fram þessa yfirlýsing: X, Vér mótmækm þeirri staðhœfing, að kjarni ágreinings- málsins innan kirkjufélagsins sé bókstafsinnblástr ritningarinn- ar, sömuleiðis því, að kirkjuþingið hafi neitað réttmæti og gagn- semi trúaðrar biblíu-rannsóknar; en á þessu hvorutveggja segir „Nýtt Kirkjublað“ ("15. Ágúst þ. á.J að trúmála-ágreiningrinn hér vestra leiki. Þó aö tillögur séra Friöriks Hallgrímssonar í ágreiningsmálinu næði ekki samþykki á þinginu, þá var það alls ekki af því, að í þeim væri neitt það, sem kirkjuþingið gæti ekki samþykkt, heldr eingöngu af þeirri ástœðu, aö ef þær hefði verið samþykktar eins og á stóð, þá hefði ekki komizt að það, sem mönnum fannst vera aðalefni ágreiningsins. 2. Að þeirri fjarstœðu, sem haldið hefir verið fram, að með samþykkt kirkjuþingsins hafi síðasti árgangr „Sameining- arinnar" verið gjörðr að trúarjátning eða talinn óskeikull, finnst oss ekki orðum eyðanda frekar en gjört ihefir verið. Björn B. Jónsson, Friðrik Hallgrímsson, N. Stgr. Thorláksson, Jón Bjarnason. Kristinn K. Ólafsson, Hjörtr J. L,eó, Guttormr Guttonnsson. Mjög eftirtektarverð er rjtstjórnargreinin úr The Lutheran, aðal-málgagni brœðra vorra í Generál Council, um „Eldraun ís- lenzka kirkjufélagsins“, sem nú birtist þýdd á íslenzku í þessu ,,Sam.“-blaði. Þar geta menn séð, hvernig í þeirri átt er litið á trúar-ágreininginn vor á meðal, íslenzkra kirkjumanna hér um slóðir, sérstaklega meðferð þess máls á síðasta kirkjuþingi. Engum fær dulizt, að dómrinn, sem þarna er kveðinn upp yfir niðrstöðu ágreiningsins á þinginu, er sterklega með rneira hlut- anum. Að eins að því fundið, að meiri hlutinn hafi verið of vægr, eða að hjá honum !hafi borið á of mikilli tilhneiging til til- slökunar. Aðfinnsla sú stafar víst einna helzt af máliamiðlunar- tillögu séra Friðriks Hallgrimssonar, sem eftir því, hvernig á stóð, var ótœk, enda veitti leiðtogi minna hlutans henni tafar- laust stuðning sinn, og þeir, sem með málstað hans voru, greiddu með henni atkvæði. En þetta hvorttveggja hefir ritstjóri hins ensk-lúterska blaðs verið ókunnugt. Hitt er aðal-atriðið, að hér birtist skýr vottr þess, að vér í kirkjufélaginu' litla íslenzka, sem framfylgja viljum grundvallarlögum vorum og trúarjátn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.