Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 41

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 41
233 band að sama skapi. Um skáldskapargildi kvæðanna skal ekk- ert sagt af oss. Þess þarf ekki, því höfundrinn er fólki voru alkunnr; hefir fyrir löngu hlotið viðrkenning beggja megin hafs og mikiö lof fyrir kvæöi sin. Ljóðabók þessi verðr vafalaust keypt af mörgum, undir eins cg auglýsing birtist í blöðunum um það, hvar hún er til sölu og hvert verS hennar er, sem oss aö svo stöddu er ókunnugt um. Þetta er aS eins til þess að láta lesendr vora vita, að bókin er komin út og hingað vestr. Til þess er ætlazt, að samfara minning reformazíónarinnar verði á guösþjómustu-fundum í söfnuðum: kirkjufélags vors um eða eftir mánaðamótin Okt.-Nóv. í haust eins og áðr hefir tiSk- azt tekið offr til stuönings heimatrúboðinu af hálfu kirkjufé- lagsins. Samkvæmt því, sem við var búizt á kirkjuþinginu í sumar, og ráðstöfun heimatrúboösnefndarinnar ferSaöist séra Rúnólfr Marteinsson í kristilegum missíónar-erindum vestr á Kyrra- hafsströnd og fór þar um viða meðal landa vorra. í sem fæst- um orSum skýrir hann sjálfr frá gjörSum sínum í þeirri ferð á þessa leið: ,,8. J,úlí lagSi eg á stað frá Gimli, Man., í ferðina vestr, en 28. Ágúst kom eg heim aftr. Eg heimsókti íslendinga í Seattle, Blaine, Bellingham og Point Roberts í Washington-ríki, og í Victoria, Vancouver og Crescent í British Columibia. Átta sinn- um prédikaöi eg þar ve.stra á opinberum guSsþjónustu-samkom- um — einui sinni í Seattle, fjórum sinnum í Blaine, einu sinni á Point Roberts, einu sinni í Vancouver og einu sinni í Crescenf. GuSsþjónusta fórst fyrir í Bellingham sökum mtsskílnings út af fundarboöi. SömuleiSis varð ekki af guðsþjónustu í Victoria, og stafaði það af ókunnugleik mínum. Eg hélt Islendinga þar miklu færri en þeir eru og 'fyrirfram var ferSaáætlan minni hag- að svo, að þegar eg kom þar, var mér ekki unnt að koma á guðs- þjónustu sökum tímaskorts. FólkiS á þessum tveirn stöðum bið eg að fyrirgefa aS svona mistókst. f feröinni framkvæmdi eg eina hjónavigslu, skiröi 27 börn og jarðsöng eitt lík. Þar aö auki heimsókti eg fólk eftir því sem tími leyfSi. íslendingar á vestr- ströndinni tóku all-mikinn þátt i kostnaði þeim, sem leiddi af ferSinni, sumsstaSar mjög ríflegan. f öllum byggðum íslend- inga 'hafði eg ágætar viStökur. Sumt fól.k, sem eg hafði aldrei séö áðr eða heyrt, tók mér eins og eg væri aldavinr. Eg eignaS- ist því nokkuS af nýjum vinum i ferð þessarri. Þeim öllum á-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.