Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 7
199
ritningin sjálf hafi það dómsvald. En er þá öll óánœgj-
an yfir því, að þeirra eigin trúarmeðvitund var ekki
gjörð að dómstóli, hæstarétti, véfrétt?
Svo er reynt að búa til úr því að þingið neitaði að
gjöra trúarmeðvitundina að hæstarétti, að það hafi á
einhvern hátt misboðið samvizkufrelsi manna. Nú
eigi menn ekki að verða hólpnir þannig, að sannindi trú-
arinnar samþýðist trúarmeðvitund þeirra og mæli með
sér við samvizkur þeirra, heldr að eins fyrir það að
samþykkja í blindni allt, er í „Sam.“ stendr.
Meiri hugsanaruglingr getr varla átt sér stað. Það
er sitt hvað, að sannindi trúarinnar verði að samþýðast
trúarmeðvitundinni og mæla með sér fyrir samvizku
manns, áðr en þau geti komið manni að notum, eða hitt,
að hvað sem ekki samþýðist trúarmeðvitund einhvers
eða samvizku, sé fyrir það alls ekki sannleikr.
Eg vil t. d. ætla, að stefna sú, er séra F. J. Berg-
mann heldr fram, samþýðist trúarmeðvitund lians, og
mæli með sér við samvizku lians. En liann má ekki í-
mynda sér, að fvrir honum einum og flokksmönnum
hans sé svo ástatt. Hin stefnan, sem mótflokkr hans
aðliyilist, samþýðist trúarmeðvitund hlutaðeigenda, og
mælir með sér við samvizkur þeirra. En hvorugt er
nœg sönnun fyrir sannleika þeirrar eða þeirrar stefn-
unnar. Og vér getum ekki hrakið hans stefnu með því
að eins að halda því fram, að hún samþýðist ekki trúar-
meðvitund vorri. Hann ekki heldr vora með því að
segja, að sú stefna fullnœgi ekki sinni trúarvitund. En
er ekki þetta að neita trúarmeðvitundinni um úrskurð-
arvald? Slcyldi það óhœfa, að neita henni einnig um
úrskurðarvald yfir ritningunni?
Sannleikrinn er sá, að ekkert ofbeldisverk hefir
verið framið á trúarmeðvitundinni. Ekki eitt orð sagt
á móti því, að menn eigi að sjálfsögðu að fylgja því, sem
samvizkan býðr, með því skilvrði auðvitað, að menn
leggi rœkt við að upplýsa samvizkuna. Ekki gefið í
skyn eða samþykkt, að sannleikrinn geti orðið eign
nokkurs án þess hann mæli með sér fyrir trúarmeðvit-
und og samvizku. Mér finnst ekki eiga við að gefa í