Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 10
202 Hvert stefnir nýja guðfrœðin? Sundrungarmálið íhugað frá sjónarmiði kristinna leihmanna. Eftir hr. Gunnstein Eyjólfsson. Séra Friðrik J. Bergmann liefir í Júlí-númeri „Breiðablika“ skírskotað trúmálastefnu sinni undir álit vestr-íslenzkra leikmanna. Ilann virðist farinn að þreytast á að deila við ein- tóma presta, „er allt gjöra, sem í þeirra valdi stendr, til að bœla niðr og brjóta undir sig allar skoðanir í kirkju- legum efnum, nema þá...., sem þeir sjálfir hafa.“ Að Imns aliti er nú framtíð nýju guðfrœðinnar „að lang-mestu leyti undir andlegu sjáífstœði vestr-íslenzkra leikmanna komin.“ Þetta er að vissu leyti rétt; og væri þó enn réttara, ef hann hefði bœtt einu litlu — ó — framan við orðið sjálfstœði. Því þótt þessi „harðsnúna fvlking presta“, sem séra Friðrik kvartar undan, berjist af alefli á móti nvju guð- frœðinni, þá megna þeir ekki rönd við að reisa, ef allr þorri leikmanna er á móti þeim. Þökk fyrir tilboð um málfrelsi. Má vera, að ein- hverjir fleiri en sá, sem þetta ritar, noti það og taki til máls. Miklum fjölda vestr-íslenzkra leikmanna hefir allt til þessa ekki verið Ijóst, hvert séra Friðrik og nvja guð- frœðin stefnir. En öllum œtti að vera það ljóst áðr en þeir ákvarða sig sem fylgjendr trúmálastefnu hans. Hverjum einstaklingi ætti að vera það ljóst. Söfnuðirnir, sem eru að yfirgefa kirkjufélagið, ætti að skilja stefnu nýju guðfrœðinnar til hlítar, áðr en þeir samþykkja skilnað við kirkjufélagið. Fyrir ári liðnu var séra Friðrik beðinn að gjöra skýra grein fyrir trúmálastefnu sinni, en það fékkst ekki.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.