Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 2
194
Allt liið margvíslega, sem gjört liefir verið síðan á
kirkjuþingi í sumar til þess að kveikja eld í kirkjnfélag-
inu íslenzka lúterska og sprengja það upp, er þesskonar
verk. Að því leyti, sem það fyrirtœki nær tilætluðum
tilgangi, má telja víst, að upp úr því liafist sérstök teg-
uncl af frægð — samskonar frægð og sú, er Herostratos
innvann sér með því, sem hann gjörði við Díönu-hofið.
Út í heimfœrslu þess, er sagan segir um Herostrat-
os, skal hér að öðru leyti ekki neitt farið. Samlíkingar-
atriðin eru svo skýr, að engum getr um þau blandazt
liugr. Útskýring öll af vorri liálfu óþörf.
En hér skal rninnt á atburð einn í menmngarsögu
heimsins í fomöld, sem náknýttr cr við liið fáránlega
frægðarverk gríska þrælsins. Alexander mikli, Make-
dona-konungr, sá er heimsmenntanina grísku breiddi út
um Austrlönd, fœddist sömu nóttina sem Herostratos
brenndi upp helgidóminn fræga í Efesus. Það vildi svo
tii, að þeir tveir atburðir urðu samfara. Langlíklegast
er, að milli þeirra tveggja atburða sé allsendis ekkert
samband annað. En í ritverkum fornaldarinnar er á
það bent sem mjög eftirtektarvert, að þetta tvennt, er
svo var sundrleitt, skuli hafa orðið undir eins: óhappið,
sem rnenn urðu fvrir við bruna helgidómsins, og happið,
sem menn urðu fvrir við það, er Alexander mikli var í
hoiminn borinn. Þeir, sem trúðu á guðlega forsjón ráð-
andi í mannkynssögunni, virðast liafa komið auga á ein-
hvern þráð, annairs ósýnilegan, sem tengdi þessa tvo
sundrleitu atburði saman.
Og hvað sem ]>ví líðr, þá má í ljósi kristindómsop-
inberunarinnar telja alveg víst, að samfara slysinu, sem
nú hefir komið fvrir í kirkjumálasögu vorri, lúterskra
Vestr-lslendinga, eigum vér að vilja og vís lómsráði
drottins að verða fvrir verulegu happi—fullt eins miklu
að minnsta kosti og því, er forðum kom fyrir í sögu
O ii' kja um loið og Díönu-hofið brann upr>.
Óhappið syndsamlega og sorglega með mótlæti því
öllu, er af því leiðir svo sem að sjálfsögðu, á að verða
^eím. er fyrir þeim ra.unum verða, til góðs — einstak-
lingum, söfnuðum og kirkjufélaginu í lieild sinni. Trú