Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 6
igB slóðir. Setjum nú svo, að einhver, sem þar býr, hefði sagt frá regninu satt og rétt í bréfi til kunningja síns í Winnipeg. En sá maðr getr ekki trúað frásögunni, — fær ekki samrímt hana „trúarmeðvitund“ sinni. Eng- um myndi detta í hug, að það væri nóg til að hrekja frá- sögu hins mannsins. — Þó á þetta að vera vísindaleg að- ferð til að hrekja orð ritningarinnar. Trúarmeðvitundin á að hafa úrskurðarvald yfir biblíunni og mega hafna orðum hennar eftir vild, þó að engum skynbærum manni myndi koma til hugar, að gefa henni slíkt rirskurðarvaid yfir frásögu trúverðugs manns, er nú lifir. En mér dettr í hug, að einhver muni halda því fram, að úrskurðarvald trúarmeðvitundarinnar eigi að eins að ná til kenninga ritningarinnar eða trúarlærdóma, en ekki til þeirra sögulegu viðburða, sem biblían skýrir frá. Þó er þess að gæta, að kenningar ritningarinnar marg- ar byggja á grundvelli söguiegra viðburða, þannig t. d. kenningin um holdtekjuna á yfirnáttúrlegum getnaði Krists, upprisu-kenningin á upprisu hans, o. s. frv. Hvað trúarmeðvitundinni finnst um þessar kenningar, hrekr ekki vitnisburð ritningarinnar um þá viðburði, er þær hvíla á. Þá er og úrskurðr trúarmeðvitundarinnar íijá ýmsum mönnum um gildi sömu kenningar oft ólíkr. Úrskurð hvaða trúarmeðvitundar á þá að telja rétt- hæstan? Trúarmeðvitund eins finnr í kenningunni um upprisu Jesú Krists trúarstyrking og uppbygging; trú- armeðvitund annars að eins hið gagnstœða. Hver á að skera úr? Hvort á trúarmeðvitund þess, er játar, eða þess, er neitar, að vera rétthærri? Því, er nokkur rétt- mæt ástœða til þess að trúarmeðvitund manns, er að- hyllist „nýju“ guðfrœðina, eigi að sjálfsögðu að vera œðsti dómstóll fremr en trúarmeðvitund manns, er fer eftir gömlu stefnunni? Þessu þarf að svara áðr en það verðr ljóst, hvert ódæði kirkjuþingið gjörði með því að gefa hvorki trúarmeðvitund eins né annars úrskurðar- vald yfir ritningunni. Eg býst hvort sem er ekki við, nð það hefði orðið neitt vinnsælla hjá minna. hlutanum á þinginu, að gjöra trúarmeðvitund þeirra, er fylgja eldri skoðuninni, að œðsta dómstóli, en að lýsa yfir því, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.