Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 30
hlutans býr í brjósti. Ekki er þaÖ neitt nndarlegt, þótt tekizt geti að vekja œsing og koma söfnuðum til að segja sig úr kirkjufélaginu, þar sem stefna kirkjufélagsins og leiðtoga þess er jafn-ömurlega rangfœrð eins og gjört hefir verið í sumum þeim greinum frá minna hlutanum, sem birzt hafa síðan á kirkjuþingi. Það er jafnaðar- lega hœgðarleikr að draga almenning á tálar. Almenn- ingi er gjarnt að trúa fremr því, sem honum er sagt illt, cn hinu, er honum er sagt gott. Minni hlutinn hefir notað sér þennan veikleik hjá almenningi, og óspart svert málstað kirkjufélagsins af öllum mætti. Má vera, að mönnum þessum takist pað, sem þeir eru að leitast við að korna til leiðar, að brjóta kirkjufé- iagið og limlesta það, þótt vér efumst um það. Það er unnið að því verki í þeim anda og með þeim tólum, sem af ætti að mega ráða, að afleiðingarnar verði ekki lang- gœðar. Áðr en langt um líðr mun fólk fara að átta sig á því, að hin fögru, en óákveðnu, orð um „frelsi“ eru ekkert annað en glamr. Afbökun og rangfœrsla á at- böfnum og livötum annarra getr um stund verið manns eigin máli til stuðnings, en verðr til tjóns þá er til lengdar lætr. Jafnvel almenningr áttar sig innan skamms á því, að við hann hefir verið beitt blekkingum. Það er jafn- satt nú eins og ætíð hefir verið, að ‘draga má alla á tálar um stundar sakir, og suma ávallt, en þess er enginn kostr að fara svo ávallt með alla’. En setjum nú svo, að minna hlutanum takist mót von að sprengja kirkjufélagið upp með þeim brögðum, sem beitt er, hvað mvndi með því unnið? Kirkjufélagið er eini félagskaprinn, sem heldr íslendingum hér í álfu saman. Það hefir orðið til þess, að fólk vort í ýmsum áttum hefir átt viðskifti saman borgaralegs og andlegs eðlis; öllu öðru fremr hefir það að því stutt, og það að miklum mun, að þjóðerni vort héldist sérstakt, og komið í veg fyrir að tunga vor glataðist. 1 stuttu máli að segja hefir kirkjufélagið verið eina aflið, sem orðið hefir því til fyrirstöðu, að fólk vort ‘hyrfi eins og dropi í sjóinn’ eftir að til þessa lands var komið. Vér göngum að því vísu, að þeir, sem svo mikinn áhuga hafa á þessum efn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.