Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 9
201
veitt úrskurðarvald yfir því, sem óþroskuð trúarxneðvit-
und fyrstu aldar maunsins bjó sér til.
En svo er til önnur hugmynd um opinberun, sem
byggir á ritningunni. Oss er þar kennt, að guð hafi á
þa.nn hátt opinberað sig mönnunum, að þeim liafi bein-
línis verið ljóst, livað var orð guðs til þeirra, til aðgrein-
ingar frá eigin hugsunum; einnig, að saga þeirrar opin-
bcrunar sé skráð að tilhlutun guðs og af lionum inn-
blásin. Sú opinberun ber það livergi með sér, að trúar-
meðvitund mannsins eigi að fá að vinza lír lienni eftir
vi!d. Aldrei talaði Kristr svo við lærisveina sína, að
i’.mn gæfi í skyn, að trúarmeðvitund þeirra ætti að liafa
úrskurðarvald yfir orðum hans. Hann sagði þeiin að
vísu, að þeir gæti reynt kenninguna, livort hún væri frá
g’iiði, en hann gaf aldrei í skvn, að ef þeir fylgdi fyrir-
inælum hans um að reyna hana, gæti öðruvísi farið en
að þeir sannfœrðist um, að liún væri sönn og guðdómleg.
Hugmynd þessi um opinberun gengr, í einu orði sagt,
að því vísu samkvæmt eðli sínu, að opinberunin
sjá!f hafi œðsta úrskurða.rvald, en ekki hugsun manns-
ins eða trúarmeðvitund.
Þessar tvær stefnur stóðu andvígar livor annarri á
síðasta kirkjuþingi. Stefnan, sem ráðandi hefir verið í
kirkjufélaginu frá upphafi, veitir ritningunni œðsta úr-
skurðarvald í trúarefnum og í öllu l>ví, er henni sjálfri
viðkemr. Nýrri stefnu, sem setr trúarmeðvitundina í
öndvegi, eða gjörir hana að œðsta dómara, var neitað
um löggilding. Það var allt ódæðið.. Sama ástœðan til
að hefjast lianda gegn kirkjufélaginu, sem á að vera nú,
hlvtr því að hafa verið til frá byrjun sögu þess. Því
„gangr málsins“ verðr aldrei svo flœktr af íieinum lög-
frœðingi, að það dyljist, hvor stefnan hefir legið til
grundvaílar í kirkjufélaginu frá byrjun.
—o