Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 32
224 henni neitt að efni? Hefir ekki þeim megin verið gefið í skyn, að minni hlutinn myndi liafa verið kyrr í kirkju- félaginu, ef meiri hlutinn hefði ekki látið sér liugkvæm- ast að stytta tillöguna frá Hjálmari Bergmann um máls- greinar-part þann, er aftan af henni var sniðinn? Víst hafa þeim farizt svo orð. Það er leitazt við að telja oss trú um, að þá er þeir báru tillöguna fram, hafi þeir ætl- að sér að gjöra sig ánœgða, ef hún yrði samþykkt — George Peterson og allt hitt. En er kirkjuþingið sleppti málsgreinar-partinum, þar sem nafnið George Peterson kom fyrir, breytti það ekki neitt efni tillög- unnar, og af því varð allr þessi órói. Af þessu stafar allr þessi bardagi— það, að menn hafa eytt svo miklum starfskrafti á báðar hliðar til þess að eiga í vopnavið- skiftum hvorir á móti öðrum í stað þess að beita kröftum sínum að uppbygging kristindóms-málefnisins. Getum vér ekki tekið oss í munn orðin, sem liöfð eru eftir Patriek Henry, er hann var að mótmæla löndum sínum og spurði: „Er framferði þetta háttalag hygginna manna, sem eiga í mikilli baráttu og erviðri !“ Minni hlutinn á kirkjuþingi síðasta gekk þaðan út og skildi sig' frá af því hann gat ekki sér í vil ráðið vfir þinginu, og látið það hlýða sér, rétt eins og keipóttir krakkar, sem fyllast ólund út af því að fá ekki að hafa vilja sinn fram í öllu. Hefði það ekki verið myndarlegra og samboðnara dugandi drengjum, sem nokkuð vita út frá sér, að vera kyrrir í kirkjufélaginu, fylgja merki kirkju sinnar og berjast fyrir málstað sínum innan vébanda þess félag- skapar? Auðvitað hefði mátt breyta lögum kirkjufé- félagsins og leiða „nýju guðfrœðina" þar inn jafn-skjótt og minna hlutanum hefði tekizt að mennta nógu marga svo, að upp (eða niðr) í það yrði vaxnir að hugsa um ágreiningsefnið eins og gjört er í þeirri átt. Minni hlutinn hefir ekki að eins veitt íslenzku kirkj- unni í Vestrheimi áverka, heldr hefir hann og sært ís- lenzkt þjóðerni hér í álfu mjög illúðlega. Treystum því, að þeir ménn hafi gjört sér grein fyrir því, hve mikið er í sölurnar lagt, komizt að þeirri niðrstöðu eftir að hafa

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.