Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 12
204 einkennilegt við stefnu þeirra, er það, að þeir virðast ]egg'j;i mjög mikla álierzlu á, hvaða trúmálastefna sé ríkjandi og ráðandi á Islandi, rétt eins og þeir ætlist til, að Vestr-íslendingar beini trúmálum sínum í sömu átt og þar ræðr. Sérstaklega eru það tveir hálærðir guð- frœðingar í Eeykjavík, sem séra Friðrik verðr tíðrœtt um og hann virðist taka sér til fyrirmyndar. Það eru þeir herrar séra Jón Helgason og séra Haraldr Níelsson. Það er því ekki neina eðlilegt, að menn fari að at- huga, hvert þessir menn stefna, og livaða trúarskoðun- um þeir halda fram. Séra Jón Helgason hefir ritað bók um sögulegan uppruna nýja testamentisins. Sú bók er í höndum fárra manna hér vestan lmfs. Það virðist nærri því svo, að henni liafi verið haldið leyndri. Jafnvel „Breiða- blik“, sem venjulega básúna allt, sem kemr frá þessum Keykjavíkr-guðfrœðingum, hafa þagað um bókina. En sú bók er í innsta eðli sínu ekkert annað en samkyns árásir á nýja testamentið eins og þær, er „Breiðablik4 ‘ liafa flutt urn gamla testamentið. Sá, sem les þá bók til enda, hlýtr að leggja hana frá sér með þeirri skoðun, að svo framarlega sem Iiann eigi að trúa því, er þar stendr, þá sé um Ieið kippt fótunum undan öllu trúarlegu gildi nýja testamentisins. Rétt sem dœmi má nefna hinn langa efasemda-kafla bókarinnar um hirðisbréf Páls postula. Hætt er við því, að þau bréf Iiafi lítið trúar- legt gildi fyrir kristið fólk, ef tekizt getr að sannfœra það um, að þau bréf sé ekki rituð af postulanum, heldr af einhverjum öðrum manni löngum tíma. síðar. Svo má einnig nefna aðra bók. Nýlega er komin vestr um haf bók, sem nefnist „Austrlönd“, eftir hr. Ágúst Bjarnason, og fjallar um sögu og trúfrœði fornþjóða Austrlanda. Allr sá kafli bókarinnar, sem er um nýja testamentið og líf og dauða Jesú Krists, er ritaðr frá sjónarmiði svæsnustu Extrem- ista, og er helzt ekkert annað en illgjörn og heiðingleg árás á kristna trú. Höfundr bókarinnar hlífir engu. Allt l>að, sem kristnir menn liafa hingað til byggt trú sína á og þeim hefir verið kærast og helgast, mœtir þar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.