Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 25
217
verið frá skýrt, enda má livenær sem vill sanna með
]jví, er skráð stendr í gjörðabók þingsins, hvernig getr
þá nokkur maðr verið svo fífldjarfr, að koma fram með
þau uunnæli, að meiri hlutinn hafi beitt valdi sínu ráð-
ríkislega eða á einhvern liátt níðzt á minna lilutanum!
Myndi þeir, sem valdið höfðu, nokkurn tíma hafa
komið fram með meiri sannsýni, nærgætni, kurteisi og
góðlátsemi en hér var gjört? Hefir nokkur sá minni
hluti til verið, sem jafn-stöðugt var lagað sig eftir og í
öllu dekrað við af meira hluta, eins og sá, sem hér er um
að rœða? Imyndar sér nokkur, að allt þetta dekr við
minna hlutann hafi verið nauðsynlegt? Sé nokkur slíkr
til, þá hlýtr liann að vera ókunnugr þeirri aðferð, sem
jafnaðarlega er hér í Vestrheimi beitt við þrálátan
minna hluta. Á flestum þingum myndi slíkum minna
hluta hvervetna alls ekki hafa verið sinnt að neinu. Að
meiri hlutinn hjá oss sé sakaðr um ósanngirni út af
framkomu hans gagnvart minna hlutanum — það nær
engri átt. Þess munu fá dœmi, að meiri hluti hafi sóma
af því að hafa beitt valdi sínu með eins miklu göfug-
Ivndi og liér var gjört. Og er oss ánœgja um það að
hugsa. Það gleðr oss að vita til þess, að vorir menn
höfðu valdið allt í liendi sinni, en fóru svo mannúðlega
ineð það.
Til að sýna sanngirni kirkjufélags-forsetans og það,
hve mikið far liann gjörði sér um að styðja frið og gott
samkomulag, vil eg leyfa mér að minna á þá bending frá
honum í ársskýrslu hans, að sett væri þingnefnd, sem
það væri falið að kveðja á fund með sér þá alla, er helzt
liöfðu verið viðriðnir trúmála-deiluna, og leitast við að
ná samkomulagi því, er báðir málsaðilar mætti vel við
una. Sú bending var tekin til greina af þinginu, og
kvaddi svo forseti mennina í nefndina á þann veg, að
þrír þeirra voru úr meira hlutanum, en tveir úr minna
hlutanum. Plvort mvndi þar hafa kennt nokkurrar ó-
sanngirni? I þrjá daga var nefnd þessi að vinna að
því. er henni var fvrir sett, en gat ekki náð neinu viðun-
anda samkomulagi. Frá því skýrði hún þinginu. Var
þá auðsætt, að ekkert varð gjört á friðsamlegan hátt og