Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 19
211 ar hafa aldrei lagt á flótta úr bardaga út af því, er snerti aðabefni trúarinnar. Sterk sannfœring per- sónuleg um lærdóma trúarinnar einkennir kirkju vora fremr öllu öðru, og sagan sýnir, að Lúters-trúarmenn hafa aldrei verið hræddir við að standa kyrrir hjá merki sínu á orrustuvellinum. Þeir hafa jafnan með sam- vizkusemi varið kenningar trúarjátningar sinnar og verið fljótir til að lirinda til baka öllum árásum á trú feðra sinna. Að breyta trúarkenningum lútersks kirkju- félags liefir aldrei reynzt hœgðarleikr, og sérhver til- raun í þá átt hefir haft baráttu verulega í för með sér. Og hér erum vér komnir að því atriði, sem vér sérstak- lega vildum leiða athygli lesenda vorra að; en það er það, sem gjört var á síðasta ársþingi kirkjufélags vors, er það lýsti yfir því, að kenningarstefna, þess væri fram- vegis eins og verið hefir frá uppliafi, og enn fremr það, sem af þeirri yfirlýsing hefir leitt. Eftir ítrekaðar tilraunir til að koma eining á með þeim tveim flokkum, sem mœttust á kirkjuþinginu í sumar, voru þar samþykktar tillögur nokkrar, þær er því fóru fram, að kirkjufélagið stœði fast við lögbundna trúarkenning sína, en mótmælti „nýju guðfrœðinni'‘ svo nefndu og boðskap þeim sömu tegundar, sem einn af prestum kirkjufélagsins hafði flutt opinberlega. Eng- inn, sem sanngjarn vill vera, enginn, sem hirðir um að boita almennri dómgreind, eða ber verulega nokkurt skyn á það, hvernig trúarfélög vinna verk sitt, mun halda því fram, að kirkjufélag vort hafi ekki haft rétt til að gjöra þetta. Allir, sem nokkurt tillit er takanda til, munu við það kannast, að kirkjufélagið hafi haft full- kominn rétt til að gjöra þessa samþykkt. Með tilliti til kenningarstefnunnar var kirkjufélaginu hætta búin af því, hve illa var við stefnu þá staðið innan vébanda þess, og í annan stað af óvinveittum árásum utan að. Allt svo lengi sem þessi öfl héldu áfram að vekja óróa, og þar sem ekki var unnt að ná viðunanlegu samkomulagi við þá, er ófáanlegir voru til að haga sér samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þeir eitt sinn höfðu undir- gengizt, en héldu stöðugt áfram árásum sínum á hina

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.