Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 20
212 sögulegu trúar-undirstöðu kirkjufélagsins, gat félagið ekkert annað gjört en að láta það verða lýðum ljóst, hver núverandi stefna þess væri að því er allt það snert- ir, er ágreiningr hefir verið um. Að koma með slíka yfirlýsing var skyida kirkjufélagsins við sig sjálft, við meðlimi sína, við alla, er verða fyrir áhrifum þess, og við lútersku kirkjuna í heild sinni. Hvernig hefði menn að öðrum kosti getað vitað, livar kirkjufélagið stendr? Hvernig að öðrum kosti vitað, hvort ekki líka það hefði látið tryllast af „nýju guðfrœðinni‘ ‘ og væri, eins og rnálsvarar minna hlutans, orðið andstœtt trúarstefnu lútersku kirkjunnar ? 1 mestu einlægni og lireinskilni vil eg spyrja: Með tilliti til alls, sem á undan var geng- ið, og þar sem það var sýnt, að talsmenn „nýju guð- frœðinnar“ höfðu á þinginu tekið sig saman til ákveð- innar árásar, hvort myndi það þá ekki hafa. verið brýn skylda kirkjufélagsins að gjöra ótvíræðlega grein fyrir trúarstefnu sinni? Hefði kirkjufélagið ekkert ákveðið sagt, látið vera að skýra frá því með Ijósum orðuln, hverjar trúarkenninga þeirra, er um var að rœða, það aðhylltist, þá hefði það brugðizt skyldu sinni og hefði ekki lengr verðskuldað virðing vandaðra, skvnsamra og sjálfstœðra manna. Allir hafa andstyggð á þeim manni, sem með réttu má nefna raggeit, eða huglaust skriðkvik- indi, manni, sem aldrei þorir að koma hreinlega frajm. Að sínu leyti eins myndi allir góðir drengir fyrirlíta fé- lag það, er hefði svo mikinn lieigulskap, að það stœði ekki við sína eigin stefnuskrá. Getr nokkuð ragmann- legra verið eða fyrirlitlegra af herdeild einhverri en það, ef hún hefir ekki þor til að draga upp flaggið sitt? Bkki er unnt að safna mönnum með rauðu blóði í æðum utan um tóma flaggstöng; — flagg verðr að blakta á stönginni. Vitanlegt er það, að menn hafa einatt bar- izt um, og sumir jafnvel látið líf sitt fyrir, mikilsverð málefni; en myndi nokkur vilja ganga út í bardaga út af engu? Hver myndi vilja leggja sig í líma, leggja tíma sinn eða fjármuni sína í sölurnar, fvrir það félag, sem skorti siðferðislegt hugrekki til að halda vörn uppi fyrir eigin réttindum sínum, stefnuskrá sinni og sannfœring

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.