Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 40

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 40
232 íngiini, höfum Gcneral Council meö oss — og vitanlega einnig gjörvalla lútersku kirkjuna í Vestrheimi. Svo sem viö mátti búast er nokkuö annaö hljóö i ,,ísafold“ fi8. Ágúst; út af niðrstööu hins mikla deilumáls á kjrkjuþing- inu í sumar. Hr. Einar Hjörleifsson er sem stendr ritstjóri þess blaös. Sennilega myndi hann ekki geta á sér setið nú meö að láta illt út úr sér í vorn garð, úr því hann í fyrra sleppti sér eins taumlaust gegn oss og marga rekr minni til út af gjörðum kirkjuþingsins þá í sama máli. Það er illr andi einhversstaðar að, sem heldr á penna þessa vinar vors, þá er hann ritar um þetta kirkjulega deilumál. Svo var þaö í fyrra. Svo er það enn. Hann er ekki með sjálfum sér eöa i sínu essi, sá maör. er hann lætr til sín heyra um þetta efni. IllmæJi Einars um meira hlutann á kirkjuþinginu dettr oss ekki í hug aö eiga neitt við að ööru leyti. En á eitt viljum vér benda: Hann lætr það, sem hjá oss gjörðist á síðasta kirkjuþingi í málinu um trúarstefnu félags vors, verða sér hvöt til þess að sýna lit sinn í ágreinings- málinu á Islandi, því er uppi var á Þingvallafundi klerkanna þar í sumar, um það, hvort betra sé, að ríkiskirkjan þar haldi á- fram eða að hún sé afnumin og í stað hennar rísi upp frjáls eða sjálfstjórnandi kirkja. Og hvernig er þá litr ,,ísafoldar“- ritstjórans í því máli? Það sést á því, að hann vill ekki láta kirkjuna ,,sigla sinn eigin sjó“. Hann trúir á það, að hin ver- aldlega valdstjórn haldi framvegis yfirráðum yfir kirkjunni, til þess, — eftir því, sem honum farast orð, — að halda trúnni kristnu þar í skefjum. Með öðrum orðum: Hann er orðinn á móti trúarfrelsi. Myndi hann styðja húsbónda sinn og stjórn- mála-flokkinn sinn með öðru eins? Ritgjörðin mikla í þessu blaði „I hverju höfurn vér sýnt ósanngirni ?“ eftir hr. Gunnar B. Björnson, ritstjóra blaðsins Minneota Mascot, er frumrituð á ensku; um ísl. þýðinguna hefir ritst. „Sam-“ annazt, og það, sem þar kynni að vera miðr ná- kvæmt, er því oss um að kenna. ,,Sam.“ hefir verið send ljóðabók Stefáns G. Stefánssonar, sem nýkomin er út í Reykjavík í tveim bindum og nefnist ,.Andvökur“. Útgáfan er samkvæmt því, er á titilblöðunum stendr, kostuð af nokkrum íslendingum í Vestrheimi. Að vöxtum er þetta all-mikið ver.k; um 320 bls. í 8 bl. broti hvort bindið um sig. Prentunar-frágangr góðr eða jafnvel ágætr, og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.