Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 17
2og fram, og stefnunnar, sem þeir aðliylltust. Kvíðalaust fæ eg ekki virt fyrir mér framtíðarhag vorn eða til- raunir til að halda Islendingum hér í álfuuni saman, ef óvildarandi þessi á að fá leyfi til að halda þessu eyð- ingarverki áfram. En eigi sá andi ekki að lialda áfram, eigi nokkru sinni upp að renna sú tíð, þá er í friði verðr af oss unnið saman að velferðarmálum þeim, er varða oss alla jafnt, þá verðum vér að læra að beita sanngirni hverjir við aðra, í stað þess að fœra á verra veg hverjir fyrir öðrum sérhvað eina, er vér gjörum, eða fyrir oss vakir í gjörðum vorum. Þeir, sem svo mikið tala um „frið“ og „kærleik“ og „frelsi“ og „sannleik‘% verða að læra að sýna það í verklegri framkomu sinni, sem þeir prédika með orðum. Þeir mega ekki ganga um með þessi fögru orð á vörunum, jafnframt því, er þeir bera í erminni brýndan og hárbeittan rýting. Sú teg- und bróðurkærleika, sem að eins birtist í ritgjörðum eða rœðum, er ekki þung á metum. Vel veit eg það, að mynd sú er engan veginn fögr, sem hér er dregin upp af núverandi ástœðum kirkjulýðs Vestr-lslendinga, enda rita eg ekki grein þessa í þeim tilgangi að smjaðra fyrir neinum. Eg em ekki til þess kvaddr að halda vörn uppi fyrir neinum manni, né til þess að öðru leyti að taka neinn einstakling að mér eða flokk manna. Mér dylst það ekki, að innan kirkjufélags vors eru ýmsir flokkar til eða mannhringir, sem leitast við að ráða því, hvað kirkjufélagið gjörir, enda ráða því stundum í reyndinni. Svo hefir verið í liðinni tíð og verðr líklega hér eftir. Svo er það og einatt í öllum fé- lögum öðrum, sem miklu máli skifta. Sjálfr heyri eg ekki til neinum slíkum úrvals-hópi og verð að kannast við, að eg hefi skömm á öllum þeim hringum, hvort sem þeir teljast með „meira" eða „minna“ hlutanum — þau lýsingarorð hafa nú fengið sérstaka merking innan kirkjufélags vors, án tillits til þess, hve margir eru í hvorum flokk. Hiklaust skal það játað, að eg em sjálfr talsvert ákafr flokksmaðr og kann að meta drenglvnda trúmennsku þess eða þess mannsins við stefnuskrá flokks hans; en allt um það get eg ekki af mér fengið að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.