Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.09.1909, Blaðsíða 11
203 Þess er því tæplega að vænta, að vestr-íslenzkir leikmenn skilji vel þá stefnu, sem aldrei liefir verið skýrð fyrir þeim til hlítar — þrátt fyrir allt þeirra „and- lega sjálfstœði“. Fylgjendum nýju guðfrœðinnar hefir verið heppi- lega skift niðr í tvo flokka: 1. Moderists, eða þá, sem vefengja gamla testamentið, en vilja ekki opinberlega vefengja eða ganga í berhögg við nýja testamentið. 2. Extremists, eða þá, sem vefengja bæði gamla og nýja testamentið að meira eða minna leyti; og þá um leið grundvallaratriði kristindómsins: þrenningarlærdóm- inn, guðdómseðli Jesix Krists og endrlausnina. Á klóðrslegri íslenzku mætti nefna flokkana Mod- erista og Extremista. Allir fylgjendr nýju guðfrœðinnar liafa byrjað með því að vera Moderistar, en fáir eða engir liafa. stað- ið á því stigi til lengdar. Annaðlivort liefir farið svo, að augu þeirra hafa opnazt fyrir hættunni, sem vofði yfir þeim, og þeir svo snúið til bakn. oða að þeir liafa leiðzt rít í þá andlegu ófœru að verða Extremistar. 0g frá því að vera Extremisti er stutt stig og fljót- stigið yfir í algjört tníleysi. Þoir af Vestr-fslendingum, sem enn hafa tekið til máls til varnar nýju guðfrœðinni, virðast allir standa. á því stigi, sem fyrr var nefnt — vera Moderistar. Að- finningar þeirra og biblíurannsóknir beinast algjörlega að gamla testamentinu. Nýja testamentið virðast þeir ánœgðir með. Frömuðr nýju stefmmnar, séra Fr. J. Bergmann, hefir ekki hróflað neitt við sögulegum eða trúarlegum grundvelli þess. En mun þetta ávallt verða þannig? Mun honum og fvlgjendum hans heppnast það, fremr öðrum, sem sömu leið hafa gengið, að lenda ekki út í trúarlegar ógöngur Extremistanna ? Það hefir ýmislegt komið í ljós, sem bendir til, að fvlgjendr nýju guðfrœðinnar hér muni ekki lengi standa á því stigi að vera Moderistar. Eitt af því, sem er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.