Fréttablaðið - 09.04.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 09.04.2011, Síða 4
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR4 UMHVERFISMÁL Verið er að leggja drög að rannsókn þar sem leit- að verður að þungmálmum í hári barna á Ísafirði, í Vestmanna- eyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Hugmyndin að rannsókninni er tilkomin vegna mengunar frá sorpbrennslum í sveitarfélögun- um þremur. Þórhallur Ingi Halldórsson, lektor við heilbrigðisvísinda- svið HÍ, segir hugmyndina vera að grennslast fyrir um hvað hafi hugsanlega gerst hjá þeim sem búa næst sorpbrennslunum. „Óháð því hvað kemur út úr rannsókn sótt- varnalæknis, sem gengur út á að mæla fullorðna einstaklinga sem mestar líkur eru á að hafi orðið fyrir útseytingu, þá viljum við skoða skólabörn á aldrinum fimm til tíu ára. Þá myndum við bæði mæla blý og díoxín. Hugmyndin gengur út á að allt að þrjátíu börn yrðu skoðuð á hverjum stað auk viðmiðunarhóps.“ Þórhallur, sem undirbýr verk- efnið ásamt Hrönn Jörundsdótt- ur, verkefnastjóra hjá Matís, segir verkefnið standa og falla með því hvort tekst að afla styrkja. Hann leggur áherslu á að verkefnið snú- ist ekki um að meta heilsufarslega vá heldur er verið að afla frekari vitneskju um það hvort mengun, sem sannanlega er til staðar frá sorpbrennslunum, hafi borist í íbúa á svæðinu. Slík athugun þurfi að fara fram áður en hægt sé að fara að velta fyrir sér heilsufari, sem væri svo næsta skref ef niður- stöður gæfu tilefni til þess. „Okkur langar til að skoða hvort greina megi hækkuð gildi í börn- um sem búa á þessum stöðum. Til að átta sig á umfangi málsins þarf mælingar á tiltölulega mörg- um einstaklingum. Við vitum að útseyting fyrir þessum efnum er frekar lág hér á landi og því er mikilvægt að skoða hvort nærupp- spretta eins og sorpbrennsla leiði til hækkaðra gilda í íbúum þess- ara staða,“ segir Þórhallur. „Slík- ar rannsóknir eru yfirleitt settar af stað þegar áþekk mál koma upp erlendis til geta metið hvort regl- ur um viðmiðunarmörk séu raun- hæfar, með tilliti til almannahags- muna.“ En af hverju börn á þessum aldri? „Börn eru mun viðkvæmari en fullorðnir fyrir þessum efnum og þau eru meira í snertingu við ryk og jarðveg utandyra en full- orðnir,“ segir Þórhallur. „Upptaka þessara efna er því oft hlutfallslega meiri hjá börnum en fullorðnum.“ Á svæðum þar sem jarðvegur er mengaður hafa oft mælst hækkuð gildi hjá börnum sem rekja má til mengaðs ryks, þó svo að matvæli séu ekki menguð. Slík hækkun er oft afleiðing af upptöku efnanna yfir mörg ár sökum þess hversu þrávirk þau eru. „Það er alls óvíst að slíkt hafi gerst hér en forsendur eru til staðar og því mikilvægt að fá úr því skorið,“ segir Þórhallur. svavar@frettabladid.is Vilja mæla blý í hári barna Sérfræðingar hjá Háskóla Íslands og Matís undirbúa rannsókn þar sem leitað verður að þungmálmum í hári barna. Rannsóknin yrði sjálfstætt framhald af heilsufarsrannsókn á mengun frá sorpbrennslum. HÁRSÝNI Lítill hárlokkur getur geymt miklar upplýsingar um hvort einstaklingur hafi orðið fyrir mengun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 21° 14° 13° 18° 22° 10° 10° 20° 18° 24° 15° 32° 12° 21° 15° 8°Á MORGUN Vaxandi SA-átt og síðan hvöss SV-átt síðdegis. MÁNUDAGUR 8-15 m/s. 14 11 10 10 10 10 13 5 8 8 7 13 14 9 8 6 6 7 5 6 15 15 8 8 8 7 7 5 5 2 5 4 BEST NA-LANDS Það lítur út fyrir veðurblíðu norðan- og austanlands í dag og hitinn ætti að ná 14-16 stigum nokkuð víða. Í öðrum landshlut- um verður veður heldur síðra með strekkingsvindi og vætu. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 08.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,8229 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,32 112,86 183,73 184,63 161,81 162,71 21,696 21,822 20,736 20,858 18,022 18,128 1,3165 1,3243 178,83 179,89 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vék ekki einu orði að Icesave-málinu í ræðu sinni við setn- ingu 31. flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í gær. Skiptar skoðanir eru um Icesave-málið innan Framsóknarflokksins, líkt og margra annarra flokka. Þorri þingflokksins greiddi atkvæði gegn samningnum á þingi, en Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir hafa lýst yfir opinberum stuðningi við hann. Þótt Sigmundur hafi ekki nefnt Icesave á nafn sagði hann þetta: „Íslendingar hafa oft staðið frammi fyrir því að þurfa berjast hart fyrir réttindum sínum en ávallt gert það með rökum fremur en ofbeldi.“ Þegar framsóknarmenn og sósíalistar hafi ákveðið að segja upp samningi við Breta frá 1901 sem gerði þeim kleift að veiða við strend- ur landsins hafi Alþýðuflokkurinn brugðist ókvæða við og hótað stjórnarslitum. „Rökin voru þau að ekki mætti ögra alþjóðasamfé- laginu, mikilvægir markaðir í Bretlandi og víðar voru í húfi, lánafyrirgreiðsla o.s.frv. Framsókn fór sínu fram og þjóðin hafði sigur,“ sagði Sigmundur. Formaðurinn vék einnig að Evrópusam- bandsumræðunni í ræðu sinni og sagði að flokksmönnum þætti mörgum að afstaðan til Evrópusambandsins þyrfti að vera skýrari. Sá vilji birtist í því málefnastarfi sem fram hefði farið í aðdraganda flokksþingsins. - sh Formaður Framsóknarflokksins segir Íslendinga oft hafa þurft að berjast fyrir rétti sínum: Sigmundur minntist ekkert á Icesave-málið KEIKUR FORMAÐUR Sigmundur sagði Ísland vera land framtíðar. Framsókn myndi ryðja bæði ríkisstjórninni og skuldavanda þjóðarinnar úr vegi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Líkur eru á að seðlabankar heimsins hækki stýrivexti á næstunni. Evrópski seðlabankinn ruddi braut- ina á fimmtu- dag og hækk- aði stýrivexti úr 1,0 prósenti í 1,25. Camilla Sutton, sér- fræðingur gjaldeyrismála hjá kanadíska bankanum Scotia Captial, sagði, í samtali við AP-frétta- stofuna í gær, hækkunina tilraun til að draga úr verðbólgu. Hún taldi líkur á að aðrir seðlabank- ar fylgdu fordæminu fljótlega. Gengi evrunnar styrkist nokk- uð eftir vaxtaákvörðunina og hefur hún ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadal síðan í janúar í fyrra. - jab Vextir hækka á evrusvæðinu: Tilraun til að slá á verðbólgu JEAN-CLAUDE TRICHET LANDBÚNAÐUR Óheimilt er að gelda grísi, eldri en sjö daga gamla, án deyfingar. Einnig er óheimilt að slíta úr þeim eistun og klippa halann af þeim án brýnnar nauðsynjar. Kemur þetta fram í nýútgefinni reglu- gerð frá sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu um aðbún- að og heilbrigði svína. Dýralæknum er nú einum heimilt að gelda grísi, eða þeim sem hafa fengið til þess sérstakt leyfi frá Matvælastofnun, en eins og fram hefur komið hefur verið algengt að svínabændur geldi dýrin sjálfir. - sv Nýjar reglur um dýrameðferð: Bannað að slíta eistu úr grísum ■ Fyrsta hluta heilsufarsrannsóknar sóttvarnalæknis vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum á Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri og Vestmannaeyjum lauk fyrir stuttu. Tekin voru blóð- og hársýni auk sýnis af brjóstamjólk. ■ Ákveðið var að taka sýni úr íbúum til að ganga úr skugga um hvort díoxín, sem greinst hefur í skepnum, afurðum og fóðri í nálægð við sorpbrennsl- una Funa á Ísafirði, hefði náð til íbúa. ■ Næsta skref er að koma sýnum á rannsóknastofu erlendis til greiningar. Niðurstaðna er að vænta eftir fimm til sex vikur. ■ Mælingar í útblæstri frá sorpbrennslunum hafa sýnt að þungmálmar eins og blý hafa verið yfir mörkum eins og díoxín. ■ Það er hagkvæmt og skilvirkt að mæla blý í hári þar sem það er marg- falt ódýrara en díoxínmælingar. Finnist blý gefur það vísbendingar um að díoxín sé þar einnig að finna. ■ Umhverfisstofnun mun gera sérstaka rannsókn á jarðvegi í nágrenni við sorpbrennslurnar, auk annarra svæða þar sem er mengandi starfsemi. Sýnatakan er áformuð í maí næstkomandi. Rannsóknir vegna mengandi starfsemi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.