Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 09.04.2011, Qupperneq 6
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR6 Ert þú með framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar? Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2011 Sjávarútvegsráðstefnan kallar eftir framúrstefnulegum nýsköpunar- hugmyndum, sem veita á viðurkenningu fyrir á næstu ráðstefnu vettvangsins. Markmiðið er að hugmyndirnar séu framsæknar og frumlegar og skapi umræðugrundvöll eða nýja hugsun. Við mat á hugmyndum verður m.a. litið til eftirfarandi þátta: Frumleika, virðisauka, sjálfbærni og ímyndar landsins eða greinarinnar út á við Veitt verður verðlaunafé að upphæð kr. 400 þús., en auk þess fá hugmyndirnar kynningu og sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni 13.-14. október, 2011. Framúrstefnuhugmynd skal setja fram á hnitmiðaðan hátt þar sem fram kemur lýsing á hugmynd, tillaga að framkvæmd, væntanlegur afrakstur og áhrif til góðs fyrir ímynd íslenskra afurða (hámark 2 bls). Einstaklingar geta sent inn eigin hugmyndir og /eða tilnefnt hugmyndir annarra í umboði þeirra. Allar hugmyndir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Frestur til að skila inn umsóknum er 16. maí 2011. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sjávarútvegs- ráðstefnunnar www.sjavarutvegsradstefnan.is Sjávarútvegsráðstefnan er samskiptavett- vangur allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn. Djúsfasta og hreinsun í Kríunesi um páskanna, 20 - 25 apríl 2011 Gisting - Heilsudjúsar - Fræðsla - Hreyfing - Slökun, General-prufa 50 % afsláttur Frekari upplýsingar kriunes@kriunes.is • 897 0749 og 898 7522 KOSNINGAR Búast má við mjög góðri þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um gildi Icesave-laganna sem fram fer í dag. Góð svörun hefur verið í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðustu daga og í könnun Fréttablaðsins, þar sem spurt var sérstaklega hvort fólk ætlaði á kjörstað, kom fram að um 90 prósent hygðust taka þátt í atkvæðagreiðslunni. 232.539 þúsund eru á kjörskrá, 116.656 konur og 115.883 karlar. Af einstökum kjördæmum eru flestir á kjörskrá í Suðvesturkjör- dæmi, um 60 þúsund, og rúmlega 44 þúsund í hvoru Reykjavíkur- kjördæmanna um sig. Í tíu sveitarfélögum eru kjós- endur á kjörskrá innan við eitt hundrað. Fjölgað hefur á kjörskrá um 2.600 frá Icesave-atkvæðagreiðsl- unni á síðasta ári. Á tólfta þúsund kjósenda er með lögheimili erlend- is. Kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu eða tíu. Í fjölmenn- ustu sveitarfélögunum stendur kjörfundur til tíu í kvöld en skem- ur þar sem færri eru á kjörskrá. Von er á fyrstu tölum fyrir klukkan ellefu í kvöld. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjör- dæmi en í Reykjavík er stefnt að því að fyrstu tölur verði opinber- aðar á tólfta tímanum. Óvíst er hvenær endanlegar tölur liggja fyrir. Þar ráða veður og færð ekki minnstu því talið er á einum stað í hverju kjördæmi fyrir sig. Gangi allt að óskum má búast við að end- anleg niðurstaða liggi fyrir í síð- asta lagi á fimmta tímanum. Atkvæðagreiðslan í dag er sú áttunda í röð þjóðaratkvæða- greiðslna. Sú fyrsta var 1908 og snerist um setningu laga um inn- flutningsbann á áfengi. Greidd voru atkvæði um þegnskylduvinnu Kannanir benda til afar góðrar þátttöku Rúmlega 230 þúsund eru á kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin. Kjörstaðir í fjölmennum sveitarfélögum eru opnir frá níu til 22. Atkvæðagreiðslan í dag er sú áttunda í röð þjóðaratkvæðagreiðslna á Íslandi. ICESAVE 2010 63 prósent tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra. Flest bendir til talsvert meiri þátttöku nú. 98,4 prósent þátttaka var í atkvæðagreiðslunum 1944 og tæplega 44 prósent tóku þátt 1918. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Lög nr. 13/2011 kveða á um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Trygg- ingarsjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarks- tryggingar til innstæðu- eigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum. Lögin voru samþykkt á Alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 13/2011 að halda gildi? Svarkostirnir eru: ■ Já, þau eiga að halda gildi. ■ Nei, þau eiga að falla úr gildi. Svona er spurt á atkvæðaseðlinum 1916, um dans-íslensk sambands- lög 1918, afnám innflutningsbanns á áfengi 1933, niðurfellingu dansk- íslenska sambandslagasamnings- ins og um stjórnarskrá lýðveldis- ins 1944 og Icesave-lög 2010. Fjölmargir hafa greitt atkvæði utan kjörfundar, fleiri heldur en fyrir ári. Fólki sem það hefur gert er heimilt að greiða atkvæði í dag. Utankjörfundaratkvæðaseðill þess kemur þá einfaldlega ekki til greina. bjorn@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Lögregla lét verslanir á landinu sem selja skotvopn nýlega vita af því að hún teldi hér- lent vélhjólagengi ætla að komast yfir slík vopn með ólöglegum hætti. Voru verslunareigendur hvattir til að huga sérstaklega að öryggismálum sínum vegna þessa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins áskotnuðust lögreglunni upplýsingar um að annað vélhjólagengj- anna sem hér eru starfrækt ætlaði innan skamms að vígbúast með því að láta greipar sópa í skotvopna- verslun að nóttu til. Með þessar upplýsingar að vopni ætlaði lögreglan að grípa þjófana glóðvolga við innbrotið og hafði gert ráðstafanir til þess að svo mætti verða, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Meðal annars var setið um verslanirnar. Morgunblaðið fjallaði um málið á forsíðu sinni í gær. Heimildarmaður Fréttablaðsins sagði að lög- regla teldi að fréttin myndi líklega styggja við hópn- um svo hann léti ekki verða af verkinu. Það væri í sjálfu sér ekki slæmt ef það leiddi til þess að menn- irnir kæmust ekki yfir vopn með þessum hætti, en á hinn bóginn hefði lögregla bundið talsverðar vonir við að standa þá að verki. - sh Lögregla telur að vélhjólagengi ætli að láta greipar sópa í skotvopnaverslun: Hugðist sitja fyrir byssuþjófum SKOTVOPN Gengið er talið hafa ætlað að vopnvæðast með því að brjótast inn í byssubúð. Myndin er úr Sportbúðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ALÞINGI Utanríkismálanefnd telur nauðsynlegt að rannsóknarnefnd um stuðning íslenskra stjórn- valda við Íraksstríðið fari yfir 25 skjöl í utanríkisráðuneytinu sem varða málið og leynd hvílir yfir. 67 af 92 skjölum ráðuneytisins um Íraksmálið voru birt opinberlega í nóvember. Leyndin á skjölunum 25 er til komin þar sem þau varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnan- ir eða eru vinnuskjöl. Telur utanríkismálanefnd að skjölin geti gefið skýra heildar- mynd af aðdraganda „hinnar afdrifaríku ákvörðunar um stuðning við Íraksstríðið“. Vill hún jafn- framt að skjölin verði gerð opin- ber í framhald- inu. Nefndin lauk nýverið umfjöll- un um þings- ályktunartillögu um kosningu rann- sóknarnefndar um aðdraganda ákvörðunar um stuðninginn við inn- rásina í Írak 2003. Segir í áliti hennar að hún taki undir mikilvægi þess að Alþingi láti rannsaka hvernig staðið var að málinu. Nefndin leggur til nokkrar tækni- legar breytingar á tillögunni, meðal annars þá að rannsókninni ljúki fyrir 1. desember í stað 1. júní. Formaður utanríkismálanefnd- ar, Árni Þór Sigurðsson, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartil- lögunnar. Við afgreiðslu nefndarinnar voru fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins fjarverandi. - bþs Utanríkismálanefnd vill að rannsóknarnefnd fari yfir skjöl sem leynd hvílir yfir: Íraksrannsókn ljúki fyrir 1. desember ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Hafa skoðanakannanir áhrif á skoðun þína í Icesave-málinu? Já 5,7% Nei 94,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Fannst þér dómurinn yfir Baldri Guðlaugssyni of þungur? Segðu skoðun þína á visir.is BRETLAND Skammstöfunin LOL, sem þýðir á ensku „laughing out loud“, eða „að hlæja upphátt,“ er nýjasta viðbótin í ensku orðabók Oxford háskólans. Orðabókin skilgreinir LOL sem eins konar upphrópun, notuð til þess að draga athygli að brand- ara eða gamansömu atriði í raf- rænum samskiptum, en einnig til að tjá gleði eða skemmtun. LOL, sem er mest notað í samskiptum manna á netinu, virkar bæði sem heildstætt orð og þegar stafirnir eru bornir fram hver og einn. - sv Nýyrði í ensku orðabókinni: LOL komið í Oxford English KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.