Fréttablaðið - 09.04.2011, Qupperneq 12
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR
Laugardagur til lista
Í dag milli kl. 13.30 – 14.30 munu þeir Pétur Ármannsson
og Ólafur Gíslason fjalla um Hörð Ágústsson, listmálara og
fræðimann í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Jafnframt verða verk Harðar úr einkaeign til sýnis.
Sýningin verður opin alla virka daga kl. 11.00 – 15.30 og á
laugardögum kl. 12.00 – 17.00 í apríl.
Verið velkomin.
Taíland
Balí
og Java
Bútan
18. maí – 1. júní
Pattaya
Verð frá 199.000 kr²
11. – 27. júlí
Koh Samui
Verð frá 275.000 kr²
11. – 23. október
Hua Hin
Verð frá 239.000 kr²
30. október – 20. nóvember
Phuket
Verð frá 287.500 kr²
12. – 25. nóvember
Krabi
Verð frá 267.000 kr²
Jólaferð 17. desember – 2. janúar
Hua Hin
Verð frá 388.000 kr²
Verð frá 368.000 kr²
Verð frá 687.000 kr²
14. september - 6. október
Fjölbreytt ferð um
Jakarta á Jövu og
Seminyak og Ubud á Balí.
Fjöldi skoðunarferða
innifaldar.
Íslensk fararstjórn.
11. – 23. október
Örfá sæti fáanleg.
¹ Verð per mann í tvíbýli í ferð til Pattaya 18. maí – 1. júní.
² Verð miðað við einstakling í tvíbýli.
Með fyrirvara um prentvillur. Nánari upplýsingar á www.oriental.is
Hjólað um
Laos
Verð frá 377.000 kr²
12. – 25. nóvember
Mögnuð ævintýrareisa.
NÁNAR Á
oriental.is
Ferðaskrifstofan Óríental ehf.
www.oriental.is
oriental@oriental.is
Sími 514 14 99 Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
5 ÁRA
2006-2011
Verð frá 199.000 kr¹
ÍSLENSK
FARAR-
STJÓRN
AÐEINS 20
SÆTI LAUS
ALLT
INNIFALIÐ
ÍSLENSK
FARAR-
STJÓRN
MIKIÐ
INNIFALIÐ
EFNAHAGSMÁL Hækkandi ávöxt-
unarkrafa á óverðtryggð skulda-
bréf ríkisins er meðal annars talin
endurspegla væntingar um aukna
verðbólgu ef Icesave-samningarn-
ir verða felldir í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
„Ef svarið á laugardag verð-
ur „nei“ eins og síðustu kannan-
ir benda til þá þarf Seðlabankinn
að fara að safna forða fyrir eyði-
merkurgönguna sem fram undan
verður og kaupa gjaldeyri í mun
meiri mæli. Það þýðir lægra gengi
og meiri verðbólgu,“ segir Friðrik
Már Baldursson, forseti viðskipta-
deildar Háskólans í Reykjavík.
Þegar Seðlabanki Íslands kynnti
ákvörðun um stýrivexti í síðasta
mánuði sagði Már Guðmundsson
seðlabankastjóri það mat bank-
ans að hafnaði þjóðin nýjum Ice-
save-samningi tefði það fyrir og
torveldaði endurkomu ríkissjóðs
á erlenda fjármálamarkaði. „Og
þar með mun það hafa þau áhrif
að áform um afnám gjaldeyris-
hafta munu ganga hægar fram
heldur en ella,“ sagði hann. Seðla-
bankinn kynni þá að þurfa að grípa
til gjaldeyrisforðans til að greiða
niður erlend lán ríkisins sem væru
á gjalddaga í lok þessa árs og byrj-
un þess næsta. „Og þá munum við
væntanlega þurfa að auka eitthvað
gjaldeyriskaupin, sem þýðir eitt-
hvað lægra gengi og aðeins meiri
Verðbólguvæntingar
aukast vegna Icesave
Ávöxtunarkrafa á óverðtryggð skuldabréf ríkisins hefur hækkað síðustu daga.
Hækkunin er meðal annars rakin til væntinga um „nei“ við Icesave-samningn-
um. Gengisveiking vegna gjaldeyriskaupa Seðlabankans þrýsti á verðhækkanir.
Í umfjöllun Greiningar Íslands-
banka um skuldabréfamarkaðinn
í gær segir að töluverðar sviptingar
hafi verið síðustu daga, einkan-
lega í lengri flokkum óverðtryggðra
ríkisbréfa. Velta með bréfin hafi
verið óvenjumikil og söluþrýstingur
ráðandi. Þannig hafi ávöxtunar-
krafa skuldabréfa með gjalddaga
á árunum 2016 til 2031 í fyrradag
hækkað um 0,06 til 0,23 prósentu-
stig. Ástæðan er talin aukin óvissa
meðal fjárfesta um þjóðaratkvæða-
greiðsluna um Icesave.
Óvissa hefur áhrif
verðbólgu og aðeins minni kaup-
mátt,“ sagði hann þá.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Arion
banka, segir þess vissulega merki
að væntinga um afdrif Icesave
gæti á skuldabréfamarkaði. Hún
áréttar hins vegar að fleiri hlut-
ir en Icesave-kosningin ein ýti
undir væntingar um verðbólgu,
svo sem hækkandi olíuverð og
aukin umsvif á fasteignamarkaði.
Þá segir hún einnig gæta áhrifa
vegna væntinga markaðsaðila
um hvaða áhrif aukið innstreymi
aflandskróna, vegna fyrsta skrefs
í afnámi gjaldeyrishafta, muni
hafa á eignaverð í landinu og þar
með verðbólgu.
Friðrik Már bendir hins vegar
á að þótt mikilvægir áhrifaþættir
kunni að auka væntingar um verð-
bólgu þá hafi hækkun á ávöxtun-
arkröfu ríkisskuldabréfanna orðið
síðustu tvo til þrjá daga, en þá tóku
kannanir að sýna meirihluta fyrir
„nei-i“ í kosningunni um Icesave.
„Olíuverðið, fasteignamarkaður-
inn og afnám hafta eru allt hlut-
ir sem hafa legið fyrir í lengri eða
skemmri tíma og áhrifin hefðu átt
að vera komin fram áður,“ segir
hann.
olikr@frettabladid. is
1.
m
ar
s
16
. m
ar
s
1.
a
pr
íl
8.
a
pr
íl
7
6
5
4
■ RIKB 16 1013 ■ RIKB 19 0226
■ RIKB 25 0612 ■ RIKB 31 0124
Ríkisskuldabréf
Útgefandinn Viðskipti með ríkisskulda-
bréf síðustu daga þykja endurspegla
væntingar fjárfesta vegna þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um Icesave.