Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 18

Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 18
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR Í dag er kosið um hvort sam-þykkja eigi Icesave-samningana sem gerðir voru á milli Íslendinga, Breta og Hollendinga í desember síðastliðnum. Nýju samningarnir hafa náð að létta byrðarnar veru- lega miðað við eldri samningana og ég tel að það muni reynast hag- kvæmara fyrir þjóðfélagið í heild að samþykkja þá fremur en freista dómstólaleiðar. Ég mun segja JÁ við sáttaleiðinni. Björgunarlínur til Íslands á grunni samningaleiðar Mikill meirihluti alþingismanna hefur verið hlynntur því að við Íslendingar færum samningaleið- ina í Icesave-málinu. Víðtæk sátt skapaðist um að skipa nýja samn- inganefnd undir forystu Lee Buch- heit með fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu innan- borðs. Á þeim grunni veittu frændþjóðir okkar á Norðurlöndum lánalín- ur á afar viðkvæmum tíma. Ljóst er að ekki verður gengið lengra í samningaleiðinni en hinn nýi Icesave-samningur segir til um og þegar hefur verið samþykkt- ur af 2/3 hluta alþingis- manna. Betra er hér að fara þá sáttaleið sem er í boði en freista þess að ná fullum sigri í dóms- máli. Sáttaleiðin er því ekki einungis gagnvart Bretum og Hollending- um heldur einnig gagnvart Norður- landaþjóðunum í þessu tilviki. Sá sem kann að leysa erfið deilu- mál með sátt er metinn verðug- ur samningamaður til framtíðar. Það þarf að meta hvort kostnað- ur Icesave-samningsins hins nýja sé ásættanlegur í samanburði við þann kostnað sem kann að hljótast við dómstólaleiðina eða við það að tefja þetta mál frekar. Oft er það svo að kakan sem er til skiptanna er ekki sú sama fyrir og eftir erfið og tímafrek dómsmál. Gerist þá ekki neitt ef við segjum NEI? Fjölmargir andstæðingar sáttaleið- ar segja að engin lagaleg skylda sé til að samþykkja samning og ekkert muni gerast við það að við Íslend- ingar höfnum samningi sem er í samræmi við bestu niðurstöðu hér að ofan. En það er einmitt málið – hættan er að það gerist ekki neitt! Á árinu 2010 var 3,5% samdráttur í vergri landsframleiðslu á Íslandi á meðan heimshagvöxtur var 5% að meðaltali, drifinn að mestu af hag- vexti nýmarkaðsríkja. Hagvöxtur í Evrópu var að meðaltali um 2% í fyrra. Stöðnun í 2-3 ár til viðbótar veldur beinu fjárhagstjóni sem er mun hærra en sá kostnaður sem nú reiknast af sáttaleið. Sálfræðilegt tjón Íslendinga að halda áfram að deila um þetta mál í stað þess að halda áfram fram á veginn getur vegið enn þyngra. Það þarf kraft, hóflega bjartsýni og jákvæðni til að byggja upp! Líklegasta niðurstaðan af dóm- stólaleið er þó verri en hér er lýst, þar sem NEI kýs yfir okkur stöðn- un í 2-3 ár í stað hagvaxtar auk þess sem Íslendingum verði gert að greiða höfuðstól í samræmi við þann samning sem nú liggur fyrir. Þá er hins vegar alls óljóst hvaða vaxta- og greiðslukjör bjóðast. Að segja NEI við sáttaleiðinni eykur óvissu og áhættu í augum erlendra fjárfesta og lánastofn- ana gagnvart íslenska ríkinu og aðilum með tekjur í íslenskum krónum. Það mun bitna á lánskjör- um og fjármögnunarmöguleikum ríkis, sveitarfélaga, smærri og meðalstórra fyrirtækja og heimila landsins. Skert aðgengi að fjármögnun í formi lánsfjár eða eiginfjár skerðir samkeppnis- stöðu, sem leiðir til þess að minna er til skipt- anna hjá atvinnurekend- um og launþegum. Ríki og sveitarfélög hafa þá minna fé til rekstr- ar samfélagsþjónustu á borð við skóla og heil- brigðisþjónustu. Kaupmáttur launa- tekna er hér með lægsta móti og atvinnuleysi það hæsta á Norðurlönd- um nú um stundir. Við áframhaldandi kyrr- stöðu á Íslandi á sama tíma og hagvöxtur ríkir hjá grannþjóðum breikkar það bil frekar. En hvað gerist ef við segjum Já? Miðað við stöðu eignasafns gamla Landsbankans nú eru allar líkur á því að heildarkostnaður ríkisins við að fara sáttaleiðina fari ekki yfir 20-50 milljarða króna. Þó að það séu vissulega umtalsverðir fjár- munir eru þetta ekki háar tölur í samanburði við þá hagsmuni sem hér er um að tefla. Með því að segja JÁ stígum við skref til þess að rjúfa kyrrstöðuna og stígum fyrstu skref til að hefja endurreisn íslenska hagkerfisins. Svo þarf að sjálfsögðu fleira að koma til, eins og skýr og trúverð- ug stefnumörkun til framtíðar af hálfu stjórnvalda sem veitir þátt- takendum í atvinnulífinu umgjörð til að skapa langtímaverðmæti til handa viðskiptavinum, launþegum, eigendum fyrirtækja og samfélags- ins alls. Ég ætla að segja JÁ við sáttaleið- inni. Nýju samn- ingarnir hafa náð að létta byrðarnar verulega miðað við eldri samn- ingana Hættan á að ekkert gerist Það var sorglegt að horfa upp á manninn á Álftanesi eyði- leggja húsið sitt hér um árið til að ná sér niður á bönkunum. Ég fæ ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska þjóðin, illa haldin af sorg og reiði eftir bankahrunið, muni með svipuðum hætti eyðileggja fyrir sjálfri sér, hafni hún Icesave- samningnum. Gremja landsmanna er skiljanleg og nú ætla margir að finna þessum tilfinningum útrás með því að segja nei í þjóðarat- kvæðagreiðslu. En haldi menn að þar með bjóði þeir fjármálamönn- um birginn er það misskilningur. Nei-ið er miklu líklegra til þess að stórauka vanda þjóðarinnar, auk þess sem það er siðferðilega óverjandi. Frá siðfræðilegu sjón- armiði virðist mér Icesave-málið vera einfalt. Með neyðarlögunum var innistæðueigendum Lands- bankans mismunað í grófum drátt- um þannig að Íslendingar fengu allt sitt bætt, útlendingar ekkert. Samningurinn sem nú er kosið um dreifir byrðinni af því hörmu- lega máli á sanngjarnan hátt milli þeirra þriggja þjóða sem hlut eiga að því (auk þess sem eignir gamla Landsbankans munu líklega duga fyrir nær öllum hlut Íslendinga). Segjum því já við samningnum. Nei mun bitna á sjálfum okkur www.virk.is Vinnum saman ráðstefna um starfsendurhæfingu GRAND HÓTEL miðvikudaginn 13. apríl kl. 8.30-16.30 Ráðstefnan er sérstaklega ætluð fagfólki í starfsendurhæfingu Dagskrá 08:30 – 09:00 Morgunkaffi 09:00 – 09:45 VIRK – staða og þróun Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK 09:45 – 10:15 Mikilvægi starfsendurhæfingar Guðrún Sigurjónsdóttir, Velferðarráðuneyti 10:15 – 10:45 Starfsendurhæfing í samstarfi við atvinnulíf Svava Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sérfræðingur hjá VIRK 10:45 – 11:00 Kaffi 11:00 – 11:30 HVERT starfsendurhæfing Jón Steinar Jónsson, heilsugæslulæknir og lektor við Læknadeild HÍ 11:30 – 12:00 Áhrif starfsendurhæfingar á fátækt, félagslega einangrun og virkni Halldór Guðmundsson, lektor við Félagsráðgjafadeild HÍ og Kristján Már Magnússon, sálfræðingur 12:00 – 12:45 Matur 12:45 – 13:30 Að ryðja úr vegi! Starfsendurhæfing frá ólíkum sjónarhornum Kristjana Fenger, lektor í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri 13:30 – 14:15 Starfshæfnismat og ICF – þróun og rannsóknir hjá VIRK Ása Dóra Konráðsdóttir, sjúkraþjálfari, sérfræðingur hjá VIRK 14:15 – 15:00 Þrálátir verkir og óvinnufærni – árangur þverfaglegrar endurhæfingar Magnús Ólason, yfirlæknir Verkjasviðs Reykjalundar 15:00 – 15:15 Kaffi 15:15 – 15:45 Starfsendurhæfing í kjölfar andlegra veikinda Sveina Berglind Jónsdóttir, sálfræðingur, sérfræðingur hjá VIRK 15:45 – 16:15 Orkubúskapur og endurhæfing Magna Fríður Birnir, hjúkrunarforstjóri HNLFÍ 16:15 – 16:30 Samantekt og ráðstefnulok Ráðstefnustjóri er Þorsteinn Sveinsson, sérfræðingur hjá VIRK Dagskrá og veitingar eru í boði VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á heimasíðu VIRK, www.virk.is eða með því að senda tölvupóst á virk@virk.is fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 12. apríl Ráðstefnan verður send út með fjarfundarbúnaði til: • Akureyrar / hjá Símey / skráning hjá Önnu Guðnýju / anna@ein.is eða í síma 460-3600 • Austurlands / hjá Þekkingarneti Austurlands skráning hjá Katrínu / katrinas@tna.is eða í síma 470-3800 A T A R N A Icesave Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki Icesave Árni Oddur Þórðarson forstjóri Eyrir Invest
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.