Fréttablaðið - 09.04.2011, Side 24

Fréttablaðið - 09.04.2011, Side 24
24 9. apríl 2011 LAUGARDAGUR Jón Ásgeir Jóhannesson er alveg með það, sá hitti naglann á höfuðið hjá Sveppa og Audda um daginn. „Auðvitað er þessi tími eftir hrun búinn að vera ekkert skemmtilegur tími,“ sagði hann. Hárbeitt analýsa hjá Jóni. Ekki eins gaman eftir að þjóðin var „tekin“ eins og Auddi segir og sér- staklega lítið gaman núna þegar þjóð Ragnars Reykáss sem hefur hringsnúist í stofustólnum þarf að taka afgerandi ákvörðun. Eins og kemur fram í þeirri góðu bók Rannsóknarskýrslu Alþingis var þjóðin „tekin“ síð- asta eina og hálfa árið fyrir hrun. Þegar bankarnir og útrásarfyrir- tækin gátu ekki lengur fjármagn- að sig erlendis. Þá voru góð ráð dýr, en útrásarvíkingarnir fundu sannkallað þjóðráð: Að gerast inn- rásarvíkingar og halda fyrirtækj- um sínum á floti með sparifé og eignum fólksins í landinu. Hófst nú „takan“ mikla með smölun fjár í réttir útrásarfyrirtækj- anna, banka og sjóði. Farið var á milli byggðarlaga með fundi sem minntu meira á samkomur hjá Krossinum en viðskiptafundi eins og nýlegar hörmungarsögur bera vitni um. Endurfjármögnun var töfraorðið og farið var hamförum í skuldsetningu fyrirtækja. Mest- allt fémætt í landinu var ryksug- að upp. Sorglegt að á þessum tíma vissu ráðamenn að staða gömlu bankanna var vonlaus. Fyrrver- andi seðlabankastjóri hefur marg- lýst því yfir að hann hafi vitað það. Eðlilegt að bankastjórinn í banka bankanna viti þetta fyrst- ur og ríkisstjórarnir vissu það í upphafi hrunársins. Datt engu þeirra í hug að stöðva landhreins- unina? Staðan væri mun betri ef þetta hefði verið stöðvað fyrr, þar hefði munað mikið um hvern mánuð. Ég var t.d. ekki „tekinn“ fyrr en seint um sumarið. Þá fór ég til ráðgjafa míns hjá bankan- um og bað hann að losa það sem hægt væri og kaupa gjaldeyri. Hann taldi mun betra fyrir mig að leggja þetta inn á erlendan skuldabréfasjóð. „Hvað er á bak við hann?“ spyr ég. „Breitt safn skuldabréfa frá stórum traust- um erlendum fyrirtækjum, þá færðu vexti á féð en getur allt- af losað það.“ O.K. segi ég. Þetta var gaman, sloppinn frá íslensku undrafyrirtækjunum, sem ég hafði reyndar sem reglu að eiga aldrei neitt í eins og ráðgjafi minn vissi mætavel. Svo hrynja bank- arnir en ég er hinn rólegasti. Eftir hrun kemur í ljós að svo til allt er tapað. Í sjóðnum reyndust vera skuldabréf í erlendri mynt gefin út af Baugi. FL Group og fleiri íslenskum útrásarfyrirtækjum, einskis virði pappírar. Ekki mjög gaman. Tjón mitt þó bærilegra en þeirra sem voru narraðir til að skuldsetja sig. Því miður er þetta bara ein ljót saga af tugum þús- unda um hvernig fólk var lokkað, ginnt og platað í stærstu hreins- unum íslandssögunnar. Skúringarnar fengu að fara fram átölulaust og þessa vegna er miklu minna gaman á Íslandi í dag. Miklu minna gaman að hafa ekki lengur efni á þotu, snekkju, bíl, reiðhjóli, skóm... miklu miklu minna gaman. Því miður fyrir þjóðina voru líka settar upp afkastamiklar fjársugur utan landsteinanna. Vefreikningar með óeðlilega háa vexti, hannaðir til að ná pening- um beint af óupplýstu fólki á Eng- landi og í Hollandi. Eftir hrun vildi þetta fólk peningana sem það lagði í svikamylluna til baka. Skiljanlegt, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem áttu inni á reikning- um í bönkunum hér fengu borgað upp í topp. Ekkert þak á því, bara tekið risavaxið erlent lán sem allir borga saman, líka þeir sem áttu engar innistæður, bara skuldir sem tvöfölduðust. Stjórnvöld lof- uðu strax að semja um að borga tap enskra og hollenskra spari- fjáreigenda. Ergo: Eftir að vera „tekin“ í hreinsuninni, og „tekin“ aftur í endurreisninni, á fólk að borga það sem svikahrappar þess náðu erlendis. Engin furða hvað stólpípan er orðin vinsæl. Ég hef snúist eins og skopp- arakringla í Icesave-málinu enda býsna snúið mál, „lose-lose situa- tion“. Annars vegar að borga óræða en stóra upphæð sem við eigum ekki fyrir og ber kannski ekki að borga. Hins vegar að lenda í frystikistu alþjóða fjárvaldsins ef við förum dómstólaleiðina. (Fyrstu einkenni kuldans; nístandi skort- ur á brúðkaupsboðskorti á Bessa- stöðum.) Praktíska spurningin er hvor leiðin felur í sér stærra tap og ekki er svarið við því á hreinu. Kannski er sjálfsvirðingin það eina sem hægt er að bjarga í Ice- save-atkvæðagreiðslunni. Ég þarf þá bara að velja hvort ég vil bjarga virðingu íslenskra stjórnvalda eða minni eigin. Eftir það sem á undan er gengið verður það auðvelt val. Ég hef snúist eins og skoppara- kringla í Icesave-málinu enda býsna snúið mál Já, það er ekki eins gaman eftir... Þegar forseti Íslands, herra Ólaf-ur Ragnar Grímsson, veitti þjóðinni kosningaréttinn í fyrra gaf hann Íslendingum tækifæri til að spara sjálfum sér meira en fjögur hundruð og fimmtíu þúsund millj- ónir króna(!) fyrir tilstilli samn- inganefndar Lee Buchheits. Okur- kjör höfðu verið þvinguð fram með ofbeldi og hótunum en fengu samt grænt ljós frá meirihluta Alþing- is. Allir vita núna að án yfirvof- andi beinnar íhlutunar þjóðarinn- ar hefðu engin betri tilboð komið í hús. En þau fóru að berast á færi- bandi bæði fyrir og eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um Icesave fyrir ári. Sparnaðinn má rekja beint til forseta Íslands. Enginn hafði vald til þess að færa þjóðinni rétt sinn til þjóðaratkvæðagreiðslu um afar- kostina nema hann. Lifandi réttindi Forseta Íslands hefur þrisvar sinn- um tekist að vekja stjórnarskrár- varinn málskotsrétt forsetaemb- ættis íslenska lýðveldisins upp frá dauðum. Því ónotuð réttindi eru dauð réttindi. Í þessu tilfelli atkvæðaréttindi íslensku þjóðar- innar sem stjórnarskráin fól forset- anum að tryggja henni. Tæp 40% af ákvæðum stjórnarskrárinnar fjalla beint um forseta Íslands [2.-30. gr.]. Strax í 2. gr. segir: „Alþingi og for- seti Íslands fara saman með lög- gjafarvaldið“. En þýðingarmest er þessi: „[...]Nú synjar forseti laga- frumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningar- bærra manna í landinu til sam- þykktar eða synjunar með leyni- legri atkvæðagreiðslu[...]“ [26]. Með því að vekja málskotsrétt- inn upp frá dauðum undirstrikaði forsetinn virðingu sína fyrir þjóð- inni sjálfri og valdinu sem henni ber. Um leið tempraði hann mein- semdirnar í alræði framkvæmdar- valds og þings. Og nú liggur mun betri samningur á borðinu. Sem betur fer var þessi eini beinkjörni þjóðhöfðingi til staðar til að bjarga málum þegar á þurfti að halda. Sem sameiningartákn. Merkisberi. Lýð- ræðisvörður þjóðarinnar. Við skul- um athuga að forsætisráðherra er „bara“ einn maður. Halldór Lax- ness var „bara“ einn maður. Snorri Sturluson var „bara“ einn maður. Og Jón Sigurðsson. Er forseti Bandaríkjanna annað en „bara“ einn maður? Segja má að með framvísun mála til þjóðarinnar þjálfi forset- inn Íslendinga í þjóðaratkvæða- greiðslum og skapi þýðingarmikla hefð sem furðulegt er að hafi ekki í raun hafist miklu fyrr. Ef til vill skilur forsetinn embætti sitt betur en fyrirrennararnir. Og stjórnar- skrána. Sem virðist hafa verið mistúlkuð allt frá 17. júní 1944. En þótt óteljandi valdamenn hafi vís- vitandi lesið stjórnarskrána vit- laust sér í hag breytir það henni ekki. Þú breytir ekki embætti með því að beita því. Þú breytir ekki stjórnarskrá með því að fara eftir henni. Hreint lýðræði Frá því frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, þurfti að þola hótanir og svívirðingar frá hinum handhöfum löggjafarvalds- ins á þeirri stundu sem hún íhug- aði að vísa EES-samningnum í þjóðaratkvæði hefur ný sýn á lýð- ræðið orðið til: Sú krafa að færa valdið ennþá nær fólkinu. Íslend- ingar hefðu vel getað kosið um það að ganga í EES-samstarfið sem hefur verið einn mesti happafeng- ur þjóðarinnar. Að ganga í Nató. Að leyfa bjórinn eða afnema ein- okun RÚV. Að einkavæða bankana á sínum tíma. Um þátttöku Íslands í Íraksstríðinu. Eða um eftirlauna- forréttindi stjórnmálastéttarinnar íslensku. Almennir borgarar Vesturlanda hafa undanfarna áratugi horft upp á hvernig firring og forrétt- indavæðing stjórnmálastéttar- innar hefur smám saman orðið að stærstu meinsemd fulltrúalýðræð- isins: Hvernig sumir þjóðkjörnir fulltrúar virðast halda daginn eftir kjördag að þeir viti allt betur en við hin. Hvernig þeir loka sig af, valsa um stjórnkerfið eins og þeir eigi það í fjögur ár, skammta sjálfum sér fjarstæðukennd forréttindi og tala niður til Hæstaréttar Íslands. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ein besta lækningin við þessu meini. Ekkert er lýðræðislegra en bein atkvæðagreiðsla þjóðar. Hreinna lýðræði er ekki til. Orðið lýð-veldi þarf ekki að útskýra fyrir neinum sem er læs. Þjóðin á valdið. Hún á lýðræðið. Fólk eins og ég og þú. Hvað óttast menn? Íslensku þjóðina? Lýðveldið? Ég hvet þig til að mæta á kjörstað og nota skynsamlega valdið í þínum atkvæðisrétti sem forsetinn færði þér. Forseti lýðveldisins stendur með þjóðinni. Hann hlaut að gefa henni síðasta orðið. Þjóðin fékk síðasta orðið Ný stjórnarskrá og nýtt Ísland virðist eiga að vera leiðar- ljós stjórnlagaráðs sem nú hefur komið saman. Þetta nýja Ísland á að rísa úr rústum hins gamla sem hrundi 2008, einkum vegna gallaðrar stjórnarskrár. Reynd- ar hefur aldrei verið sýnt fram á með viðhlítandi rökum að stjórn- arskrá eigi þar neina sök. Rann- sóknarnefnd Alþingis hefur hins vegar (einkum í þeim hluta sem fjallar um siðferði og starfs- hætti) lagt áherzlu á að orsök þess ófarnaðar sem gengur undir heitinu „hrunið“ liggi ekki sízt í virðingarleysi fyrir lögum og reglum, jafnt í stjórnarhátt- um sem viðskiptalífi, og birtist í stöðugri viðleitni til að finna leið- ir framhjá þeim. Þetta eigi jafnt við þröngar lagareglur sem sið- ferðileg viðmið. Nú er skipun stjórnlagaráðs stjórnarskrárbrot, eða a.m.k. gróf stjórnarskrársniðganga þar sem löggjafinn hefur með henni gengið inn á svið dómsvaldsins og breytt ákvörðun Hæstaréttar sem er endanlegur dómur eða að minnsta kosti ígildi dóms. Þetta er nánar útlistað í grein minni í Fréttablaðinu 16. marz sl. Með þessu hafa stjórnlagaráðsmenn að einum frátöldum samsamað sig þeim sem sniðgengu lög og siðferðisviðmið og áttu drýgstan þátt í hruninu. – Er þetta leiðar- ljós hins nýja Íslands? Ný stjórnarskrá – nýtt Ísland Stjórnlagaráð Sigurður Líndal prófessor Icesave Ragnar Halldórsson ráðgjafi Icesave Sverrir Björnsson hönnuður í Noregi CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Með því að vekja málskotsréttinn upp frá dauðum undirstrikaði forsetinn virðingu sína fyrir þjóðinni sjálfri og valdinu sem henni ber
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.