Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 09.04.2011, Qupperneq 28
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR28 Ólýðræðislega skrifræðisbáknið Saga ESB sýnir að það fikrar sig stöðugt áfram til nánari samvinnu, segir Max. Enda hafi fólk allan tímann getað sýnt fram á að meiri samruni borgar sig efnahags- lega. Á sjötta áratugnum hefði ekki verið hægt að ímynda sér margt af því sem ein- kennir ESB nú til dags, svo sem sameig- inlega markaðinn, evruna, samstarf í lög- gæslu og fleira. Þú lítur svo á að það sé næstum óhjá- kvæmilegt að ríki Evrópu samræmi stefnu sína enn frekar innan ESB? „Þangað til einhver ákveður annað. Við gætum reyndar verið á ákveðnum tímamót- um núna, því þessi hægi laun-samruni er ekki lengur liðinn. Borgararnir eru orðnir mjög meðvitaðir um ESB og ríkisstjórnir aðildarríkjanna eru farnar að keppast um að koma sökinni á öllu sem úrskeiðis fer yfir á sambandið. Ef við stöðvuðum mann úti á götu og spyrðum hann hvað honum þætti um ESB væri líklegt að hann segði að það væri ólýðræðislegt skrifræðisbákn eða eitthvað svoleiðis. Segjum að það sé rétt lýsing. Ef ég sýndi þessum manni fram á allar þær lausnir sem ESB hefur komið með, ef hann skildi betur ástæður þess að ESB starfar ekki eins og þjóðríki, með lýðræðiskerfi þjóðríkis, þá er ég viss um að hann myndi sætta sig betur við það. E vrópufræði fjalla um Evrópu- samrunann sem hefur orðið síðan síðustu heimsstyrjöld lauk. Fjallað er meðal annars um kenningar þær sem notaðar eru til að skýra þetta fyrirbæri, það er hvers vegna nær öll ríki Evrópu hafa kosið að deila fullveldi sínu með öðrum þjóð- um. Fjallað er um ESB sjálft, þróun þess allt frá því að vera kola- og stálbandalag sem átti að koma í veg fyrir stríð og yfir í að vera þetta einstaka fyrirbæri í heimssögunni: hvorki sambandsríki né gamaldags milli- ríkjastofnun. Þá er fjallað um stöðu Íslands í alþjóðakerfinu. Sérsviðið sem Max hefur til- einkað sér eru kenningar um lýðræðið innan ESB. „Evrópusambandið hefur fært okkur frið og stöðugleika. Það er ekki þjóðríki og ég tel að lýðræði eins og það fer fram í þjóðríki þurfi ekkert endilega að vera eitt af helstu gildum ESB. Sú lýðræðiskrafa kemur að miklu leyti frá mönnum sem telja að evrópsk samvinna sé slæm. Svo vill til að þeir eru oft ánægðir með Sameinuðu þjóðirnar og EFTA, þótt hvorug þessara stofnana sé lýðræðisleg,“ segir Max. Umræðan um lýðræðishalla sé fyrst og fremst akademískt vandamál sem íbúarnir séu ekki mikið að velta sér upp úr. „Það er til dæmis strákur frá Frakklandi í tímum hjá mér núna sem þolir ekki þessa lýðræðishallaumræðu! Fyrir honum er þetta bara gervivandamál, því í Frakklandi er það talið af hinu góða að ESB taki yfirþjóðlegar ákvarðanir.“ Þar eins og víðar sé hugsað um hvernig væri umhorfs í Evrópu ef ESB hefði ekki verið stofnað. „Við hefðum getað haldið áfram, eftir seinna stríð, á óbreyttri braut þjóðríkisins með tilheyrandi árekstrum, til dæmis Þjóð- verja og Frakka. En besta leiðin til að koma í veg fyrir átök er að vinna saman. Þetta réttlætir yfirþjóðlega löggjöf að mínu viti.“ Á Íslandi heyrist stundum að þessi rök um stríð og frið nágrannaþjóða komi Íslending- um lítið við. Að styrjaldir á meginlandinu hafi bara fært þjóðinni hagsæld. „Það eru tvær meginhugsanir um þetta. Í fyrsta lagi hvað má græða á þessu, hag- kvæmnisspurningar. Síðan hugmyndafræði- legar: hvað er gott við þetta? Mér finnst svolítið sláandi að hér eru hagkvæmnis- spurningar miklu meira áberandi en þær hugmyndafræðilegu. Ef fólk vill ekki ræða um annað en hagnað og tap þá gott og vel. Ég held hins vegar að það hangi meira á spýtunni og ég veit að margt fólk hér á landi telur að jafnvel þótt aðild að ESB væri bein- línis slæm efnahagslega þá séu pólitísku ástæðurnar mikilvægari eftir sem áður.“ Hver væri pólitískur ábati af aðild að ESB? „Pólitískt er uppi vafi um lýðræðislegt lög- mæti þeirra reglna sem koma hingað í gegn- um EES. Þið þurfið að samþykkja þær, án þess að hafa nokkuð um þær að segja. Póli- tískt séð hljóta allir að vilja endurheimta eitthvað af þessu glataða fullveldi. Það hljóta allir að vilja sitja við borðið þar sem er verið að semja um þá. Þetta er augljósasti punkt- urinn og um leið áhugaverður við afstöðu Íslendinga til Evrópu. Þið viljið taka þátt í samvinnunni, og af góðum ástæðum, en þið gangið ekki alla leið heldur eruð tilbúin til að greiða þetta lýðræðislega gjald sem er að vera ekki viðstödd þegar ákvarðanir eru teknar. Þessi spurning um hagkvæmni og hug- sjónir, hún endurspeglast líka í muninum á afstöðu meginlandsþjóða og hinna. Á meg- inlandinu er meira litið til hugmyndafræð- innar, en hún er líka talin fara saman við hagkvæmnina: kjarni og tilgangur ESB er mjög hagkvæmur: að skapa frið og stöðug- leika. Þetta er ansi hagsýnt markmið enda vilja allir frið frekar en stríð og stöðugleika frekar en átök.“ HÁSKÓLI ÍSLANDS Nú stendur yfir innritun í nám í Evrópufræðum við Háskólann og er boðið upp á nám frá 30 og til 120 eininga á meistarastigi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ef ég svo spyrði aftur þennan mann á götunni hvernig hann vildi breyta sam- bandinu til að gera það lýðræðislegra þá fyrst yrði þetta erfitt, því andstæðingum ESB er hætt við að bíta stöðugt í skottið á sér. Þeir segja að stjórnkerfið eigi að vera lýðræðislegra en þá þurfa þeir að sætta þig við að þetta verði meira í ætt við sam- bandsríki. Viltu að ESB sé lýðræðislegt eins og þjóðríki en samt ekki vera ríki? Þetta gengur ekki upp. Finnst þér að sam- runinn hafi gengið of langt? Gott og vel, hvað er það nákvæmlega sem þú vilt ekki að ESB leysi af hendi? Ef ég spyr aðildar- andstæðing að þessu fæ ég svör, sem sýna að hann veit ekki mikið um ESB. Hann segir eitthvað um Evrópuher, sem ekki er til, eða um utanríkismálastefnu, sem aldrei hefur náðst samstaða um að aðrir ráði yfir í raun nema aðildarríkin sjálf. Eins er með grundvallaratriði eins og evruna. Þau ríki sem ekki vilja hana taka hana einfaldlega ekki upp.“ Max segir að önnur ástæða liggi að baki síauknum samruna í Evrópu en hagkvæmnin. Eftir því sem samvinn- an aukist sjái fólk fleiri möguleika. Eitt kallar á annað. Sem dæmi er fyrst settur á sameiginlegur markaður, svo er leyfð frjáls för launafólks, þá vill launafólkið geta fengið atvinnuleysisbætur greiddar í öllum löndunum, síðan vill það geta safnað þar lífeyrisréttindum og svo framvegis. Ein gagnrýnin á ESB er sú að það sé ofar öðru markaðsverkefni, en minna sé hugsað um félagslegu víddina. Max útskýrir markaðs-slagsíðuna með því að aðildarríkin tími ekki að láta ESB hafa vald yfir félagslegum málum heldur haldi þeim í þjóðríkinu. Að auki séu lög um vel- ferðarmál gjörólík milli landa og erfitt að samræma þau. „En það koma reglulega upp álitaefni sem geta þótt kalla á frekari samstill- ingu, svo sem um réttindi launafólks sem starfar utan heimalandsins. Sameiginlegi markaðurinn leyfir lettneskum fyrirtækj- um og verkamönnum að starfa í Svíþjóð. Þá kemur upp deila um hvort lettneska fyrirtækið eigi að greiða lettnesk laun eða sænsk og skapar þrýsting um að jafna kjör í ríkjunum, sem er dæmi um hvernig eitt leiðir til annars.“ Spurður hvort slík samstilling þýði ekki að tekinn verði upp lægsti mögulegi sam- nefnarinn í ríkjunum, og lettnesk laun greidd út frekar en sænsk, segir Max að það að kjör launafólks á alþjóðamarkaði lækki sé ekkert frekar tengt ESB held- ur en þjóðríkinu. Í alþjóðavæðingunni sé ESB verndari velferðarkerfisins frekar en hitt. „Margt fólk heldur hins vegar að hlutir sem eru afleiðing alþjóðavæðingarinnar séu afleiðing Evrópusambandsins og að þjóðríkin gætu varið velferðarkerfi sín betur án ESB. Ég held að það sé mjög ljóst að svo er ekki. Ég sé ekki hvernig það á að draga úr neikvæðum áhrifum alþjóðavæð- ingar að snúa aftur til einfalds þjóðríkja- kerfis. Það er raunhæfara að ganga lengra og berjast fyrir því að ESB taki upp félagsstefnu, einhver lágmarksviðmið.“ ■ RÍKIN HALDA FÉLAGSMÁLUM FYRIR SIG ■ ÍSLAND, ESB OG LÝÐRÆÐIÐ E in rökin sem heyrast gegn aðild Íslands að ESB er að þar, meðal hinna aðildarríkjanna, verði sjónarmið lands- ins undir. Max segir afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í stjórnmálum Evrópu- sambandsins sé meginreglan við ákvarð- anatöku samkomulag allra þjóða. Ekki barátta þjóðríkja gegn þjóðríkjum. Af nauðsyn hafi verið teknar upp reglur um að sumar ákvarðanir megi taka með auknum meirihluta atkvæða. „Enda geta kröfur um einróma sam- þykki þýtt að hver og ein þjóð getur stoppað hinar þjóðirnar í hverju og einu máli. Það er miklu lýðræðislegra að hafa möguleika á að skjóta málum til atkvæðagreiðslu.“ Friður er hagkvæm hugsjón Dr. Maximilian Conrad kennir Evrópufræði við HÍ og hefur sérhæft sig í því sem heitir lýðræðishalli ESB. Hann segir að áhyggj- ur af lýðræðisleysi í ESB séu mestar meðal tortrygginna andstæðinga Evrópusambandsins. Klemens Ólafur Þrastarson settist niður með Max, sem segir afstöðu Íslendinga áhugaverða. Margir þeirra vilji taka þátt í Evrópusamvinnu en ekki hafa áhrif á hana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.