Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 32

Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 32
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR32 G arðar við Ægisíðu er hlaðið steinhús, það elsta í Reykja- vík sem ekki er með steinbæjar- lagi. Húsið stendur við Ægisíðuna, eitt og stakt sjáv- armegin gegnt húsunum á milli Lynghaga og Starhaga. Löngu er horfinn vegur sem við húsið var kenndur, Garðavegur, en hann lá frá húsinu upp á Grímstaðaholtið. Garðarnir eru einbýlishús í eigu fjölskyldu sem keypti húsið árið 1993 en húsfreyjan Ólöf Kristín Sigurðardóttir er barnabarn Sig- urðar í Görðum sem keypti húsið nokkurra ára gamalt árið 1893. Nær sjónum stendur Lambhóll. Stærðar hús sem byggt var í tveim- ur áföngum, gamla steinhúsið reis árið 1922 en hið nýrra árið 1952. Segja má að Lambhóll sé fjölbýlis- hús, þar eru fimm íbúðir. Enn eru tvær þeirra í eigu afkomenda fyrstu ábúenda á Lambhól sem reistu bæ á þessu bæjarstæði árið 1870. Í annarri þessara fjölskyldu- íbúða býr Ragnhildur Magnúsdótt- ir, sem fæddist á Lambhól 1924 og hefur búið þar meira og minna síðan. Útgerð við bæjardyrnar Ragnhildur tekur vel á móti blaða- manni og ljósmyndara Fréttablaðs- ins sem vilja forvitnast um lífið á Lambhól. „Þegar ég var að alast hér upp þá var hér bújörð og alls staðar tún. Þetta var kallað Þor- móðsstaðahverfi, en það var á milli Skerjafjarðar og Grímsstaðaholts og hér voru margir bæir. Héðan var gert út og svo var útgerða- félagið Alliance með mikil umsvif og voðalega mikið af fólki sem var að vinna hér um kring. Við vorum því í miðju athafnasvæði þá þó að nú séum við á bersvæði,“ rifjar Ragnhildur upp. „Hér kannaðist maður svo við alla á bæjunum í kring, það var ekki endilega svo mikill samgangur en allir þekktu alla,“ segir Ragnhild- ur. Ragnhildur hóf sína skólagöngu á Hringbrautinni en sótti svo skóla í Reykjavík. „Fyrst fór ég í tíma- kennslu hjá fröken Ragnheiði Jóns- dóttur sem síðar varð skólastjóri Kvennaskólans. Hún var með for- skóla úti á Hringbraut og geng- um við nú alltaf þangað. Þá gengu börn margt en nú mega þau ekki helst ganga neitt, það þarf helst að bera þau út í bíl og inn aftur,“ segir Ragnhildur sem síðar fór í Miðbæj- arbarnaskólann og Gagnfræða- skóla Reykjavíkur sem nefndur var Ingimarsskóli. Ragnhildur hóf búskap með eig- inmanni sínum Kristjáni Valdimar Kristjánssyni á Lambhól og reistu Ættarhús við Ægisíðuna Tvö svipmikil hús standa sjávarmegin við Ægisíðu og vekja forvitni hjá vegfarendum sem eiga þar leið hjá. Sigíður Björg Tómas- dóttir bankaði upp á í Görðum og á Lambhóli og komst að því að þar hafa sömu fjölskyldurnar búið kynslóðum saman. KYNSLÓÐIRNAR Á LAMBHÓL Ragnhildur Magnúsdóttir tilheyrir fjórðu kynslóð íbúa á Lambhól en barnabarn hennar og nafna Ragnhildur Jóhannesdóttir þeirri sjöttu. Hér eru þær nöfnur með syni Ragnhildar, Bjarka Hrafn og Svein Matthías. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GARÐAR OG LAMBHÓLL Búið hefur verið í Görðum og á Lambhól síðan á nítjándu öld. Gamli bærinn á Lambhól var þó rifinn á þriðja áratugnum og byggt steinhús sem síðar var byggt við. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Búið hefur verið á Lambhól síðan árið 1870. Þar reisti fyrstur bæ Magnús Magnússon, sem fæddur var í Engey 1840. Hann bjó á Lamb- hól ásamt konu sinni Sigurbjörgu Jóhannesdótt- ur en þau Magnús og Sigurbjörg eignuðust þrjú börn saman. Elsti sonur þeirra, Jón, tók við búi af föður sínum. Hann kvæntist Ragnhildi Ein- arsdóttur árið 1894 og eignuðust þau níu börn sem öll komust til fullorðinsára nema eitt. Elstu synir þeirra, Magnús Helgi og Einar Steinþór, hófust árið 1922 handa við byggingu nýs húss á Lambhól. Þá var gamli bærinn rifinn og byggt tveggja hæða steinhús sem enn stendur. Þeir bjuggu í því húsi með sínum fjölskyldum þar til yfir lauk. Magnús Helgi og kona hans Sigurlína Ebenezardóttir áttu fjórar dætur og er Ragn- hildur Magnúsdóttir sem enn býr á Lambhól ein þeirra. Einar Steinþór og kona hans Valgerður Eyjólfsdóttir bjuggu allan sinn búskap á Lamb- hól og eignuðust fjögur börn. Dóttir þeirra María stóð ásamt Ragnhildi frænku sinni og mökum þeirra að byggingu þriggja hæða húss sem byggt var við gamla Lambhól. María bjó á neðri hæð- innni ásamt manni sínum Ólafi Gunnari Jónssyni bifreiðastjóra og fimm börnum þeirra. Ragnhild- ur og Kristján Valdimar Kristjánsson maki henn- ar bjuggu á efri hæðinni ásamt sínum sjö börn- um. Í risinu bjó Jón Ragnar bróðir Maríu ásamt sinni fjölskyldu. Ragnhildur býr eins og fram kemur hér á síðunni enn í íbúð sinni á Lambhól. Hinar íbúðirnar í stóra húsinu eru ekki lengur í eigu fjölskyldunnar. Það er hins vegar efri hæðin í gamla steinhúsinu og þar býr sonardóttir henn- ar og nafna Ragnhildur Jóhannesdóttir ásamt manni sínum og tveimur sonum. Heimild: „Lambhóll í Skerjafirði“ eftir Guð- finnu Ragnarsdóttur, birt í Fréttabréfi ættfræði- félagsins. Sjö kynslóðir á sama stað Fyrsti bærinn reis árið 1870 þau í félagi við ættingja Ragnhild- ar og maka nýrri hluta Lambhóls, þar sem Ragnhildur býr enn. „Við fengum á sínum tíma ekki leyfi til að byggja nýtt hús, það varð að vera viðbygging,“ segir Ragnhildur. Verslanir á hverju horni Enn standa nokkur hús sem voru risin í æsku Ragnhildar, þar má geta Garða og svo húsanna þriggja sem standa nú við Starhaga, Suð- urhlíð, Aðalból og Túnsberg. Þor- móðsstaðir sjálfir stóðu hér um bil þar sem nú er leikskólinn Sæborg. „Þetta var auðvitað ekkert nema sveit þegar ég var að alast upp,“ segir Ragnhildur. Íbúðagöturnar sem næstar eru, Hagarnir, tóku að byggjast upp á sjötta áratugn- um og þó að húsin sem þar standa séu kunnugleg þá var götumynd- in með öðrum hætti enda færri bílar og fleiri verslanir. „Það var Gunnlaugsbúð á Fálkagötu, Kron á Dunhaganum en þar var fiskbúð, mjólkurbúð, tuskubúð og fleira. Hugsa sér þar stendur nú autt allt þetta verslunarpláss,“ segir Ragn- hildur. Þess má geta að eiginmaður Ragnhildar var kaupmaður á Hrísateig. Verslun hans lagðist niður í kreppunni árið 1967 og fjöl- skyldan flutti til Seyðisfjarðar um árs skeið. Síðan þau sneru aftur hefur búseta Ragnhildar á Lamb- hól verið sleitulaus. Útsýnið út um stofugluggann á Lambhól er ægifagurt eins og menn geta ímyndað sér, alveg við húsið eru gamlar þvottasnúrur sem voru mikið notaðar áður en þurrk- ari var tekinn í notkun í sameigin- legu þvottahúsinu í kjallaranum. Gamall en nýuppgerður hjallur blasir líka við. „Við gáfum Reykja- víkurborg hjallinn hann var orð- inn mjög illa farinn,“ segir Ragn- hildur. Við röltum aðeins út fyrir og Ragnhildur sýnir okkur hvar gamli skrúðgarðurinn stóð og rifj- ar upp að mikið keppikefli hafi verið að vera með sem flestar teg- undir plantna. Gott að búa á Lambhóli Nafna Ragnhildar og barnabarn, Ragnhildur Jóhannesdóttir er með okkur í skoðunarferð okkar á Lambhól. Hún býr einnig á Lamb- hól en hún hefur fetað í fótspor margra eldri ættingja sinna og býr á efri hæð gamla bæjarins. „Það er mjög gott að búa hér,“ segir Ragn- hildur sem er sjúkraliði í fæðing- arorlofi með litla drenginn sinn hann Bjarka Hrafn fimm mánaða. Hún og sambýlismaður hennar Sveinn Orri Sveinsson eiga einnig Svein Matthías, fjögurra ára dreng sem er á leikskólanum Sæborg skammt undan. „Mér fannst allt- af gaman að koma til ömmu og leika mér í fjörunni þegar ég var lítil. Svo þegar íbúðin losnaði úr leigu ákváðum við að slá til,“ segir Ragnhildur sem á íbúð í Hafnar- firði en kann svo vel við sig í Vest- urbænum. Það er auðsótt að fá að líta inn í gamla bæinn þar sem fjölskyldan hefur komið sér fyrir í íbúðinni og innréttað svefnher- bergi í risinu. „Hér var fjöldi barna en nú er þessi íbúð varla nógu stór fyrir tvö börn,“ segir Ragnhildur eldri sem er stolt af nöfnu sinni sem hefur þrátt fyrir ungan aldur lengi unnið með fötluðum og lang- veikum börnum. „Mér finnst það bara mjög gefandi og skemmti- legt,“ segir Ragnhildur. FRAMHALD Á SÍÐU 34 GAMLI BÆRINN Mynd af gamla bænum sem rifinn var árið 1922.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.