Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2011, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 09.04.2011, Qupperneq 36
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR36 Þegar nýi Landspítalinn verður tekinn í notk-un mun sjúkrarúmum fjölga um 6. Það gerir 1 prósent. Hins vegar mun hljótast af stækkuninni mikil og þörf hagræðing, bæði fyrir starfsfólks spítalans og sjúklinga. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bygginguna vera hugsaða þannig að komi upp þörf og forsendur í framtíðinni fyrir frekari stækkanir muni möguleikarnir vera til staðar. „Íslendingum mun líklegast fjölga á næstu árum og við vonum að þeir hætti að flytja úr landi, þannig að þörfin fyrir sjúkrarými mun sennilega fara vaxandi,“ segir Björn. „Því verðum við að ná með innri hagræðingu og breytingum, til að mynda með því að minnka legutímann enn frekar.“ Legutími sjúklinga á Landspítalanum í dag er 6,7 dagar. Björn segir þó að vel hafi gengið að stytta tímanum á síðustu árum, en takmarkinu sé þó ekki alveg náð. „Þetta er líka háð því með hvaða hætti sjúklingurinn getur flust yfir á aðrar sjúkra- stofnanir eftir legu hjá okkur,“ segir hann. Björn segir meginbreytingarnar sem komi með byggingu nýja spítalans snúa að hagræðingu og samþjöppun. Húsnæðisaðstæðurnar séu í raun óviðunandi eins og er. „Ein af ástæðunum fyrir því að læknar vilja ekki flytja heim er aðstöðu- og tækjaleysi hér á landi. En það mun breytast með nýju byggingunum,“ segir Björn. 1.423.504 sprautur 2009 32.095 innlagnir 2009 Úr hornsteini í háskólasjúkrahús Landspítalinn við Hringbraut hefur verið miðpunktur íslenskrar heilbrigðisþjónustu í rúmlega 80 ár. Umfangsmiklar fram- kvæmdir eru í vændum hjá stofnuninni á næstu árum sem munu fela í sér miklar breytingar til batnaðar fyrir sjúklinga og starfsfólk. Sunna Valgerðardóttir skoðaði þessa veigamiklu starfsemi sem tók á móti þriðjungi þjóðarinnar árið 2010. HIÐ GAMLA OG NÝJA Yfirlitsmyndin sýnir umfang hins Nýja Landspítala í samanburði við núverandi húsnæði spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND ■ LANDSPÍTALINN Í TÖLUM ■ UMFANGSMIKLAR BREYTINGAR FYLGJA NÝJUM SPÍTALA 5.899.200 hanskar 2009 3.554 fæðingar á Kvennadeild Landspítalands sem eru rúm 70 prósent af öllum fæðingum á landinu 27.638.066.897 krónur var heildarkostnaður Landspítalans árið 2010 69.553 röntgenrannsóknir 2009 Landspítalinn starfar nú á sautján stöðum á höfuðborgarsvæð-inu í um 100 húsum. Er það meginástæða þess að ákveðið var að fara í framkvæmdir með nýjan spítala. Megnið af byggingum sjúkrahússins var hannað upp úr 1950 og er því talið að húsin svari ekki kröfum nútímans. Einnig verður reist áttatíu rúma sjúkra- hótel á lóðinni. Þaðan verður innangengt í alla meginstarfsemi nýja spítalans. Gert er ráð fyrir að um 750 manns muni vinna við nýju bygg- inguna og verður þörf fyrir vinnuafl mest á árunum 2013 og 2014. Áætlað er að flutt verði inn í hinar nýju byggingar spítalans árið 2016 og lagfæring eldri húsa fari fram til ársins 2020. Áætlaður kostnaður við nýbygginguna, sem verður 66 þúsund fermetrar að stærð, er 33 milljarðar króna á því verðlagi sem var í gildi í byrjun árs árið 2009. Kostnaður við húsbúnað og tæki er sjö milljarðar og áætlað er að endurnýjun eldra húsnæðis kosti ell- efu milljarða. Samtals gerir þetta heildarkostnað upp á 51 milljarð króna. Talið er að sparnaðurinn sem hlýst af sameiningu spítalans á einn stað verði um 2,5 milljarðar króna á ári. Hinar gömlu byggingar Landspítalans við Hringbraut verða allar notaðar áfram, að undanskildum 9.000 fermetrum sem eru úreltir og ekki talið hagkvæmt að halda við. Ekki verður hafist handa við endurbætur á öðru eldra húsnæði fyrr en nýju byggingarnar hafa verið teknar í notkun. ■ BYGGING OG FRAMTÍÐ NÝJA LANDSPÍTALANS 107.000 einstaklingar komu á Landspítalann árið 2009. 58 af þeim kvörtuðu eða kærðu starf- semina til landlæknis. Fæði o.fl . 3% Hjúkrunarkostnaður 30% Lækna- kostnaður 17% Klínísk stoð- þjónusta 6% Gjörgæslu- kostnaður 4% Skurðstofu- og skurð- læknakostnaður 12% Rekstarkostnaður deilda 6% Rannsókn- arkostnaður 11% Forstjóri, Mann- auðssv. fjármál 5% Sameiginlegur kostn- aður innan sviða 6% Kostnaðar- skipting á LSH 2010 H ús þetta – LANDS- SPÍTA LINN – var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safn- að og Alþingi veitt á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA.“ Þetta stendur ritað í hornstein Landspítalans, sem lagður var 15. júní árið 1926 af Alexandrínu Danadrottningu. Árni Björnsson skrifar ágrip af sögunni á heimasíðu spítalans. Þar kemur fram að nafnið Land- spítali var fyrst notað á Alþingi árið 1861. Þó varð ekkert úr fram- kvæmdum sjúkrahússins fyrr en samtök kvenna tóku sig saman og hófu söfnun fyrir byggingu þess. Hafist var handa við framkvæmd- ir árið 1925. Landspítalinn tók til starfa í desember árið 1930. Í byrjun voru aðeins tvær deild- ir á Landspítalanum, handlækn- ingadeild og lyflækningadeild. Nú eru þær orðnar 15, þar af þrjár lyflækningadeildir. Um 70 prósent af fæðingum landsins fara fram á Landspítalanum og í fyrra fóru meira en hundrað þúsund kenni- tölur í gegnum tölvukerfin, sem þýðir að þriðjungur þjóðarinnar nýtti sér þjónustu hans á síðasta ári. Árið 2001 undirrituðu Land- spítalinn og Háskóli Íslands sam- starfssamning til þess að sam- ríma hagsmuni beggja stofnana. Háskólinn og spítalinn hófu þar samstarf sem hefur gefist vel og var með það að markmiði að efla vísindarannsóknir og mennt- un heilbrigðisstétta. Hjúkrunar- fræðingar, ljósmæður, lyfjafræð- ingar, læknar, matvælafræðingar, sálfræðingar og tannlæknar eru meðal þeirra sem sóttu nám sitt að miklum hluta á Landspítal- anum. Klínískt rannsóknarsetur Landspítalans og Háskóla Íslands var opnað í janúar í fyrra, með enn meiri samnýtingu í huga og áhersla var lögð á að gæði rann- sókna standist alþjóðlegar gæða- kröfur. Spítalinn hefur þjónað Íslend- ingum í meira en 80 ár og brátt mun nýtt blað verða brotið í sögu hans þegar framkvæmdir hefjast við byggingu hins Nýja Landspítala. 1930 Árið sem Landspítalinn tók til starfa BJÖRN ZOËGA, FORSTJÓRI LANDSPÍTALANS Björn segir núver- andi húsnæðisaðstæður Landspítalans í raun vera óviðunandi eins og staðan er í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.