Fréttablaðið - 09.04.2011, Side 40
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR40
Í gegnum tíðina hafa mat-reiðslumenn ávallt verið mjög jákvæðir og viljugir til þess að aðstoða þegar hamfarir
koma upp. Besta dæmið er ef til
vill þegar flóðbylgja af völdum
neðansjávarjarðskjálfta reið yfir
Súmötru í Indónesíu árið 2004 en
þá létust um 230.000 manns og
lífsgæði milljóna í yfir tíu löndum
skertust. Við söfnuðum þá tölu-
verðu fjármagni um allan heim
sem síðan var notað í uppbygg-
ingarstarf, sem allt var tengt fag-
inu og því að afla sér matar. Bátar
voru keyptir og skólar byggðir,“
segir Gissur Guðmundsson, for-
seti WACS, heimssamtaka mat-
reiðslumeistara. „Við í WACS vild-
um móta þessa starfsemi betur og
sameina undir einni regnhlíf. Það
eru fjölmargar starfsstéttir sem
starfa á svipaðan hátt og við, eins
og Læknar án landamæra, sem við
horfðum sérstaklega til, en það
eru líka til flugmenn án landa-
mæra og kennarar án landamæra
svo eitthvað sé nefnt. Ég lagði því
til, sem forseti WACS, eftir að
við höfðum nýlega upplifað jarð-
skjálftana í Haíti og svo Síle árið
2010, að stofna formlega samtökin
Matreiðslumenn án landamæra.
Það var gert hinn 20. október 2010
í París með miklum stuðningi
franska fjármálaráðuneytisins,
frönsku ríkisstjórnarinnar og svo
aðstoð íslenska sendiráðsins.“
Hjálparstarf víða um heim
Matreiðslumenn án landamæra
hafa nú verið við hjálparstarf í
Nýja-Sjálandi þar sem harður jarð-
skjálfti skók meðal annars borgina
Christchurch, en margir eru látnir,
aðrir týndir og fjöldi heimilislaus.
Þá hafa þeir verið á landamær-
um Egyptalands og Líbíu þar sem
fjöldi flóttamanna eykst dag frá
degi. „Þá höfum við veitt aðstoð í
Japan vegna jarðskjálftanna og
flóðanna og einnig vegna flóðanna
í Taílandi. Við njótum góðs af því
hversu stór og öflug samtökin eru.
Þegar hamfarir verða höfum við í
aðalstöðvunum samband við félags-
menn okkar og metum þörfina á
aðstoð og skipuleggjum hana út frá
því en einnig út frá menningu hvers
lands. Það verður að virða hana og
gefa með hana í huga,“ segir Giss-
ur. „Sumir félagsmenn okkar hafa
misst heimili sín og jafnvel látist
í sumum þessara hamfara. Sumir
eru í mikilli neyð en eru engu að
síður í hjálparstarfi.“
Hann segir að Matreiðslumenn
án landamæra líti ekki á sig sem
fyrstu hjálp heldur einbeiti sér að
uppbyggingarstarfi eins og áður
segir, þar sem fagmennska þeirra
nýtist. „Það má segja að hjálpar-
starfið sé fjórþætt. Fyrsta hjálpin
snýr að samvinnu með öðrum hjálp-
arsamtökum eins og Rauða kross-
inum og getur til dæmis falist í að
útbúa matseðla. Þá er stefna okkar
að vinna einnig með hjálparstofn-
unum til lengri tíma eins og í flótta-
mannabúðum. Til lengri tíma vilj-
um við aðstoða fólk við að afla sér
matar og kenna því að nýta hráefni
til matargerðar. Til þess þurfum
við bæði báta og skóla, svo dæmi
séu tekin. Síðan eru það súpueld-
húsin og eldhús fyrir heimilis-
lausa. Það síðarnefnda þarf ekki
endilega að einskorðast við hjálp-
arstarf erlendis heldur getur verið í
heimalandi viðkomandi matreiðslu-
manns. Hluti af hjálparstarfi er
einnig að hugsa um sinn heima-
garð.“
Ísland í forystu
Heimssamtök matreiðslumanna
voru stofnuð árið 1928 í París og
eru því 85 ára í ár. Samtökin státa
af 93 aðildarlöndum og tíu milljón-
um matreiðslumeistara. Árið 2004
bauð Ísland sig fram til stjórnar.
En hvernig stóð á því að Íslend-
ingar voru kosnir til forystu í þess-
um samtökum? „Í sögu samtakanna
höfðu Mið-Evrópuþjóðirnar ásamt
Bandaríkjunum verið ráðandi og
þessar litlu þjóðir aldrei haft þor
eða tækifæri til þess að bjóða sig
fram. Ég ákvað að láta það nú ekki
á mig fá og fannst þurfa að setja
ákveðna staðla um menntamál og
setja keppnismál í ákveðinn far-
veg og bauð mig fram til forseta
árið 2008. Ég sá einnig tækifæri
fyrir okkur sem litla þjóð til þess
að markaðssetja okkur og það
sem við erum að gera hér heima
en fagmennskan hér er afar mikil
og góð og orðstírinn hefur bor-
ist til útlanda. Þegar ég fór svo að
leita eftir stuðningi hjálpaði það
mikið, auk þess sem ég varð líka
talsmaður fyrir litlu þjóðirnar en
ekki bara fyrir þær stóru eins og
verið hefur í gegnum tíðina. Kjör-
tímabilið 2008-2012 hafa eingöngu
Íslendingar setið í stjórn. Nú hefur
verið skorað á okkur Íslendinga að
bjóða okkur fram til áframhald-
andi stjórnarsetu frá 2012-2016 og
við erum til en við þurfum á fjár-
stuðningi að halda. Ef einhverj-
ir vilja hjálpa okkur væri það því
vel þegið,“ segir Gissur og brosir
og bætir við að Matreiðslumenn án
landamæra séu helsta verkefni sitt
þessa dagana.
Matreiðslumenn
án landamæra
Íslenskir matreiðslumenn stóðu nýlega að stofnun hjálparsamtakanna Mat-
reiðslumenn án landamæra. Samtökin starfa um heim allan í samvinnu við
heimssamtök matreiðslumeistara. Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi við Gissur
Guðmundsson, sem veitir samtökunum forystu um þessar mundir.
GISSUR GUÐMUNDSSON Matreiðslumenn hafa komið til hjálpar á hamfara- og
styrjaldasvæðum, segir Gissur, sem er í forsvari heimssamtaka þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Matreiðslumenn án landamæra komu til hjálpar þegar jarðskjálftarnir og flóðbylgjurnar dundu
yfir Japan nýlega. Þeir og flugmenn án landamæra
tóku saman höndum og sendu 150 tonn af matvælum
til hamfarasvæðanna. Fyrsta hjálpin fólst í sendingu
matar til Japans en samtökin tvö sendu tugþúsund-
ir lítra af vatni, mikið af barnamat og þurrmat auk
þúsunda teppa. Fjölmörg samtök á hamfarasvæðinu
hjálpuðu Matreiðslumönnum án landamæra í Japan
og flugmönnunum við að dreifa og deila matvælunum
svo að þau myndu koma þeim að notum sem helst
þyrftu. Heildarverðmæti gjafarinnar er um fimmtíu
milljónir íslenskra króna.
150 TONN AF MAT TIL JAPANS
Matreiðslumenn án landamæra vinna nú að langtímaverkefni í Búrma bæði í þéttbýli og úti á landsbyggðinni. Bæði er um að
ræða beina matvælaaðstoð og kennslu í meðferð og vinnslu mat-
væla. Þar fyrir utan hafa samtökin skipulagt fatagjafir og ýmiss
konar aðstoð en þess má geta að samtökin vinna að þessu verkefni í
samvinnu við Flugmenn án landamæra. „Það er Oliver E. Soe Ther,
forseti Matreiðslumanna án landamæra í Búrma, sem skipuleggur
starfið, sem er víðtækt og felst í næringarfræði, eldamennsku og
kennslu í bátasmíð, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Helgi Einarsson,
sem er ritari samtakanna og bætir því við að verkefninu hafi verið
afar vel tekið.
NÆRA MUNAÐARLEYSINGJA Í BÚRMA
CINTAMANI
WWW.CINTAMANI.IS