Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 70

Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 70
6 fjölskyldan Þótt álfur og höf skilji að náið fjölskyldulíf í Norðlingaholtinu á fjölskyldan nær alltaf dag- legar samverustundir vísar yfir kvöldmatarborðinu. Skype er snilld og sameinar fjölskylduna mikið,“ segir Ásdís Birta Gunnarsdóttir, annar eigendi meðgöngu- og brjóstagjafabúðarinnar Tvö líf, sem á þriggja vikna fresti sér á eftir sínum heittelskaða, Sig- urði Hjartarsyni, flugmanni hjá Atlanta, á fjarlægar slóðir. „Siggi er langdvölum úti og í fjarveru hans tölum við eingöngu saman í gegnum Skype á netinu. Þannig get ég haft hann hjá mér þegar ég er að elda kvöldmatinn og hann fær tækifæri á að sjá og spjalla við krakkana, sem á móti geta sýnt honum nýjustu myndirn- ar úr leikskólanum,“ segir Ásdís. Saman eiga þau tvö börn, þriggja og fimm ára, og Sigurður tólf ára strák. „Krakkarnir eru orðnir vanir þessu og þykir eðlilegt að fara á fund pabba síns í tölvunni. Þegar þau heyra röddina koma þau hlaupandi og hrópandi: „Pabbi er kominn!“ og berjast um sæti við tölvuna þegar allir vilja tala í einu,“ segir Ásdís, sem er dugleg að lifa lífinu með Sigga þótt hann sé staddur hinum megin á hnettin- um, en nýlega fór hann með henni í matarboð í tölvunni. „Vinahópurinn hittist árlega í gæsaveislu og ég tók Sigga með á skjánum. Þar fékk hann að skoða krásirnar, njóta samræðna og skála við okkur þaðan sem hann var staddur í Hong Kong. Þetta kann Siggi að meta því þá hittir hann líka vini sína þótt staddur sé allt annars staðar á jarðarkringlunni,“ segir Ásdís, sem einnig plantaði Sigga í tölvuformi við jólatréð á aðfangadagskvöld. „Þá sat hann einn á hóteli í Sádi-Arabíu þar sem engin jól eru haldin og fylgdist með okkur taka upp pakkana. Með því fékk hann örlitla hlutdeild í jólum fjölskyld- unnar, því í starfi flugmanns- ins missir hann af mikilvægum dögum í lífi okkar og barnanna, afmælum og fleiru sem snýst um samveru með ástvinum. Með Skype getur hann verið þátttak- andi en áður gafst enginn mögu- leiki á slíku,“ segir Ásdís. Hún líkir samskiptum sem þessum við að veifa sælgæti framan í barn sem ekkert má fá, en segir þó mikla sárabót að tæknin geri fólki nú kleift að hittast í rauntíma. „En að sumu leyti er þetta eins og einhver sé alltaf á gægjum. Þegar við Siggi erum ekki búin að hittast í þrjár vikur og maður vill líta sæmilega út tekur hann upp á að hringja þegar ég er búin að hreinsa af mér alla málningu og komin í náttföt yfir Aðþrengdum eiginkonum. Þetta er því stundum eins og að vera gripin glóðvolg,“ segir hún hlæjandi. „Stundum lifir Siggi líka róleg- heitalífi á hóteli þegar ég er upp fyrir haus í barnauppeldi, en þá ferðast ég bara með hann um húsið og spjalla meðan ég elda, hátta börnin og geng frá þvott- inum. Svona samskipti eru orðin eðlileg í okkar fjölskyldulífi og slá mikið á heimþrá hans úti og sökn- uð okkar barnanna eftir honum heima.“ - þlg Slær á sárasta söknuðinn Ásdís Birta Gunnarsdóttir og Sigurður Hjartarson með dætrum sínum Snædísi Birtu og Ísabellu Jónu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Öll börn og ungmenni eiga sér drauma um framtíðina. Undan sumum þeirra er fótunum kippt fyrirvaralaust vegna slysa eða sjúkdóma í æsku. OKKAR Framtíð er ný trygging fyrir börn og ungmenni sem skipt getur sköpum fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þeirra á fullorðinsárum. Það er einfalt að ganga frá OKKAR framtíðartryggingu á okkar.is z e b ra „efin ” Framtíð o g fjá rhag fullor ði n sá ra n n afyrir í lífin u
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.