Fréttablaðið - 09.04.2011, Page 74
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR42
S
arah Burton hefur
unnið sem hönnuður hjá
Alexander McQueen
síðan árið 1996. Hún
tók við sem aðalhönn-
uður merkisins eftir lát
Lee Alexanders McQueen í febrú-
ar í fyrra og hafa síðustu tvær lín-
urnar hennar vakið mikla athygli.
Líkt og síðasta haust vakti hár-
hönnunin engu minni eftirtekt en
flíkurnar sjálfar. Fyrirsæturnar
á sýningu McQueens báru eins
konar „hárhjálma“ sem samsettir
voru úr fjölda hárspenna og er það
hárgreiðslumaðurinn Guido Palau
sem á heiðurinn að þeim. „Ég
þekki genabyggingu merkisins,
ég hef unnið með þeim svo lengi
að þetta er orðið mér eðlis lægt.
Línan sjálf er framúrstefnuleg,
vélræn og er undirtónninn svo-
lítið blætislegur – það er mikið um
ólar og leður – og ég vildi ná fram
sömu áhrifum með hárgreiðsl-
unni,“ útskýrði Palau.
Haustlínan 2011 var sýnd í La
Conciergerie, fangelsi Maríu Ant-
oníettu, og voru flíkurnar blanda
af rómantík og framúrstefnulegri
hörku. Litapallettan var klassísk
og samanstóð af svörtum, gráum
og hvítum tónum fyrir utan einn
einasta fjólubláa kjól.
1 FRAMÚRSTEFNULEG HÖNNUN Burton blandar hér saman leðri og fjöðrum.
2 RÓMANTÍK Haustlína McQueen þótti í senn rómantísk og blætisleg.
3 FALLEGUR DRUNGI Sarah Burton þykir hafa staðið sig vel sem arftaki
Alexanders McQueen.
4 EINSTAKT HÁR Hárhönnunin vakti engu minni athygli en fatnaðurinn
sjálfur.
5 HÆTTULEGIR HÆLAR Hælarnir eru himinháir og hættulegir á að líta. Fal-
legir eru þeir þó.
6 LEÐUR OG ÓLAR Hér má sjá nær-mynd af hönnun Burton. Leðurólar
og rómantík blandast fallega saman.
Tíska í konunglegu fangelsi
4
5
6
Framúrstefnuleg
tískuýning Alexanders
McQueen vakti að
vonum athygli á tísku-
vikunni í París. Arftaki
McQueens, Sarah Bur-
ton, hefur hlotið mikið
lof fyrir síðustu tvær
línur tískuhússins segir
Sara McMahon.
1 2 3