Fréttablaðið - 09.04.2011, Side 90

Fréttablaðið - 09.04.2011, Side 90
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR58 58 menning@frettabladid.is Ljóðaunnendur fá eitthvað fyrir sinn snúð í apríl, því forlagið Uppheimar gefur út fimm ljóðabækur í mán- uðinum. Von er á verki eftir Ísak Harðarson þegar nær dregur hausti. Bókaforlagið Uppheimar gefur út fimm nýjar ljóðabækur í apríl. Á dögunum kom út hjá Uppheimum nýtt ljóðaþýðingasafn Gyrðis Elí- assonar, Tunglið braust inn í húsið. Á föstudag, í byrjun viku bókar- innar, koma út fjórar nýjar ljóða- bækur til viðbótar: Kafbátakór- inn eftir Steinunni G. Helgadóttur, handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör; Blindir fiskar, önnur ljóðabók Magnúsar Sigurðssonar; Höfuð drekans á vatninu eftir Guð- brand Siglaugsson og Marlene og ég eftir Gunnar M.G. Þá verður bók Eyþórs Árnasonar, Hundgá úr annarri sveit, endurútgefin, en hún hefur verið ófáanleg um skeið. Óvanalegt er að svo margar ljóðabækur komi út hjá einu og sama forlaginu utan vertíðarinn- ar fyrir jól. Aðalsteinn Svanur Sigfússon, sem stendur að Upp- heimum ásamt Kristjáni Krist- jánssyni, segir hins vegar að ljóð- in hafi verið það sem rak þá félaga í útgáfustarfsemi. „Við erum í þessum bisness af bókmenntaástríðu,“ segir Aðal- steinn. „Við erum báðir skáld og bókmenntamenn og þetta er það sem okkur finnst skemmtilegast, að gefa út góðar ljóðabækur og bókmenntaverk.“ Ljóðabækur tróna sjaldan á toppi metsölulista. Spurður hvort þeir Kristján trúi á ljóðabókina sem söluvöru, segir Aðalsteinn svo ekki vera. „Í rauninni gefum við út ljóða- bækur til að tapa á þeim,“ segir hann og hlær. „Það er að segja við gerum ráð fyrir fyrirfram ákveðnu tapi – peningalegu það er að segja. Auðvitað eru til ljóða- bækur sem seljast vel en þær eru miklu færri en hinar. Ljóðin búa hins vegar til ímyndina og sýna hvað við hjá Uppheimum viljum gera og það stendur með okkur í öllu hinu.“ Tekjupóstar Uppheimar koma aðallega af þýddum bókum, eink- um reyfurum og innlendum höf- undum sem seljast einatt vel að sögn Aðalsteins, til dæmis Ævar Örn Jósepsson og Böðvar Guð- mundsson. „Svo erum við líka með ýmiss konar hliðarverkefni sem hafa gefið vel í aðra hönd, til dæmis bókina um Eyjafjallajökul, sem var ein af mest seldu bókunum í fyrra og gengur enn vel.“ Uppheimar hafa ekki lokið sér af í ljóðaútgáfu á árinu. Í haust er von á annarri ljóðabók frá Eyþóri Árnasyni, sem og nóvellu frá Ísak Harðarsyni. „Það er að vísu nokkuð síðan hann Ísak skrifaði þessa bók en hún hefur ekki verið gefin út áður.“ bergsteinn@frettabladid.is Ljóðin eru ekki til að græða á UPPHEIMAMENN Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Þorleifur Rúnar Örnólfsson framkvæmdastjóri og Kristján Kristjánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Viðmið nefnist sýning Auðar Vésteinsdóttur sem opnuð var í Listasal Mosfellsbæjar á dög- unum. Á sýningunni eru ný sam- klippsverk. Auður notar land- og sjókort sem leiðarstef til að lýsa margbreytilegum formum sem hverfult veðurfar varpar á land og sjó. Auður lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og kennsluréttindum frá Kenn- araháskóla Íslands. Hún hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýning- um hér heima og erlendis. Auður Vésteinsdóttir ræðir sýn- ingu sína í Listasalnum laugardag- inn 16. apríl næstkomandi klukkan 13.30. Viðmið í Mosfellsbæ Laugardagur 9. apríl 2011 ➜ Tónleikar 15.00 Stúlknakór Reykjavíkur heldur vortónleika með yfirskriftinni „Hættu’að gráta Hringaná” í Grensáskirkju kl. 15. Alíslensk efnisskrá. 16.00 Grundartangakórinn heldur tón- leika í Tónbergi á Akranesi í dag kl. 16. Bergþór Pálsson syngur með kórnum. Stjórnandi er Atli Guðlaugsson og með- leikari er Flosi Einarsson á píanó. 17.00 Tónleikar Kammerkórsins Ópus verða í Seltjarnarneskirkju í dag kl. 17. Fjölbreytt efnisskrá. Aðgangseyrir kr. 1500. 22.00 Hljómsveitin Árstíðir heldur tónleika á Café Rósenberg kl. 22 í kvöld. Leikin verða ný lög í bland við gömul. Aðgangseyrir er kr. 1500. Posi við dyrnar. ➜ Opnanir 14.00 Ninna Þórarinsdóttir opnar sýningu sína, Ninnuundrin, í Listagilinu á Akureyri kl. 14. Sýningin er samansafn gamalla og nýrra verka. Sýningu lýkur 16. apríl. Opið um helgar frá kl. 14-17. 15.00 Sýningin Slóðir, verk eftir Gunn- hildi Þórðardóttur, verður opnuð í Mjólkurbúinu á Akureyri í dag kl. 15. Sýningin stendur til 24.apríl. 15.00 Yfirlitssýning á verkum lista- konunnar Elínar Pjet. Bjarnason opnar í Listasafni ASÍ í dag kl. 15. Sýningin stendur til 15. maí. Aðgangur ókeypis. 16.00 Sýning Bryndísar Hrannar Ragn- arsdóttir, Hrynjandinn er dansfífl, opnar í Suðsuðvestur kl. 16. Sýningin stendur til 8. maí. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is VÆNTANLEGAR LJÓÐABÆKUR UPPHEIMA: Kafbátakórinn er fyrsta ljóðabók Steinunnar G. Helgadóttur sem fyrir skömmu hlaut Ljóðastaf Jóns úr Vör 2011 fyrir ljóðið Kaf. Steinunn er þekktust fyrir störf sín að myndlist. Blindir fiskar er önnur ljóðabók Magnúsar Sigurðssonar sem hlaut Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2008 fyrir sína fyrstu ljóðabók, Fiðrildi mynta og spörfuglar Lesbíu. Höfuð drekans á vatninu eftir Guðbrand Siglaugsson er ellefta ljóðabók höf- undar sem þó hefur lítið látið fyrir sér fara síðustu ár. Hér yrkir Guðbrandur sem fyrr um tímann, kvæðið og hafið. Marlene og ég eftir Gunnar M. G. er þriðja ljóðabók þessa unga skálds sem vakið hefur athygli með bókunum Skimað út og Milli barna. Næsta byrjendanámskeið í salsa hjá SalsaIceland hefst Þú þarft ekki að koma með dansfélaga! Afslættir fyrir námsmenn og námskeið eru niðurgreidd af öllum helstu stéttarfélögum. Ókeypis prufutími fyrir byrjendur alla fimmtudaga kl. 20:00 á Thorvaldsen. Næsta námskeið í Zumba hefst 19. apríl. Allir velkomnir í ókeypis prufutíma! Zumbakennararnir okkar búa yfir mikilli reynslu á sviði þolfimi- og danskennslu og sjúkraþjálfunar, auk þess að vera allir lærðir zumbakennarar. Grensásvegi 12a 108 Reykjavík sími 511 2422 – eini sérhæfði salsadansskólinn á Íslandi www.salsaiceland.is fimmtudaginn 14. apríl Nýtt! Stórsveita- maraþon RÖÐ OG TÍMI STÓRSVEITA: 13:00 Stórsveit Reykjavíkur 13:30 Stórsveit Suðurlands 14:00 Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 14:30 Big band Tónlistarskóla Seltjarnarness 15:00 Stórsveit Vestmannaeyja 15:30 Stórsveit eldri borgara 16:00 Stórsveit Skólahljómsveita Reykjavíkurborgar 16:30 Stórsveit Tónlistarskólans í Garðabæ 17:00 Stórsveit Tónlistarskóla FÍH Yfir 150 flytjendur, ungir sem aldnir taka þátt í árlegu Stórsveita- maraþoni Stórsveitar Reykjavíkur í dag í Perlunni. Fjölbreytt dagskrá og tónlist við allra hæfi. Perlan í dag Laugardag 9. apríl. kl. 13:00-17:30 TÓNLEIKAR Í DAG Aðgangur ókeypis BRYNDÍS OG EDDA Á TÍBRÁRTÓNLEIKUM Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari leika verk eftir Franz Liszt, Frank Bridge, Bohuslav Martinu og Benjamin Britten á Tíbrártónleikum í Salnum klukkan 17 í dag. Á efnisskránni eru meðal annars verkin La Romance oubliée og La Lugubre Gondola og Sónata fyrir selló og píanó í d-moll. Á tónleikunum mun Bryndís Halla spila í fyrsta sinn opinberlega á selló sem fiðlusmiðurinn Hans Jóhannsson smíðaði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.